Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. júní 2025 13:41 Gunnar Smári var formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins fram að hallarbyltingunni á aðalfundi flokksins í maí. Vísir/Anton Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sakað fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins um að hafa tæmt sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar, segir ásakanirnar kjaftæði og íhugar að höfða meiðyrðamál gegn nýrri stjórn. Hallarbylting varð á aðalfundi Sósíalistaflokksins í maí þar sem hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára og fylkingu hans hlaut kjör í stjórn. Miklar deilur höfðu staðið yfir innan raða flokksins undanfarna mánuði, þar sem hópur fólks hafði beitt sér í miklum mæli gegn Gunnari Smára sem þá var formaður framkvæmdastjórnar. Í gær sendi ný stjórn flokksins tölvupóst til flokksfélaga þar sem fullyrt er að fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins hyggist tæma algjörlega sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. Í póstinum segir að félagið Vorstjarnan, sem haldið hefur utan um rekstur flokksins, sýslað með peninga hans og borgað fyrir húsnæðisleigu og rekstur Samstöðvarinnar, lúti stjórn fyrrverandi framkvæmdastjórnar flokksins. Nýkjörin stjórn flokksins segir að Vorstjarnan hafi hafnað sáttarboði flokksins þar sem þess var krafist að peningar sem þau sögðu tekna í óleyfi yrði skilað til flokksins. Stjórnin fullyrðir að fyrir liggi hótanir af hálfu Vorstjörnunnar um að nema á brott fjármagn í eigu flokksins og úthýsa flokknum úr eigin húsnæði. Gunnar Smári segir í færslu á samfélagsmiðlum að ásakanirnar séu kjaftæði, eins og allt sem frá þessu fólki kemur. Hann segir að ný stjórn sé haldin stórkostlegum ranghugmyndum um að hún eigi fé sem Sósíalistaflokkurinn fékk á árum áður og kaus að ráðstafa til góðs málstaðar. Þá segir Gunnar að rógsherferð nýrrar stjórnar á hendur honum sé komin út í slíka þvælu og ofstopa að hann íhugi að höfða meiðyrðamál gegn þeim. Færsla Gunnars í Rauða þræðinum á Facebook. Önnur færsla Gunnars. Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Gunnar Smári féll í stjórnarkjöri: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára hlaut kjör til framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins á aðalfundi flokksins í dag. Nokkurt uppþot varð á fundinum og hefur hópurinn verið sakaður um smölun og svæsna atlögu að atkvæðafrelsi. Nokkrir meðlimir hafa þegar sagt sig úr flokknum og liggja aðrir undir feldi. 24. maí 2025 17:08 Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Gunnar Smári Egilsson hefur sett þá sem mest hafa tjáð sig á undanförnum dögum inni á spjallsíðunni Rauða þræðinum í einskonar straff. Hann er sjálfur stjórnandi hópsins, sem áður bar nafnið Sósíalistaflokkur Íslands og hefur þjónað sem nokkurs konar spjallvettvangur fyrir kjósendur flokksins og annarra áhugasamra. Gunnar segir að tími sé kominn til að slíta öll tengsl hópsins við flokkinn. 27. maí 2025 22:04 Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Stjórnmálafræðingur segir að Sósíalistar komi til með að tortíma sjálfum sér ef hallarbylting á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær verði til þess að bola langvinsælasta meðlimi flokksins á brott. Hann líkir því við pólitískt sjálfsvíg. Innanbúðar erjur hafi áhrif á mögulegt samstarf með öðrum flokkum. 25. maí 2025 12:09 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Hallarbylting varð á aðalfundi Sósíalistaflokksins í maí þar sem hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára og fylkingu hans hlaut kjör í stjórn. Miklar deilur höfðu staðið yfir innan raða flokksins undanfarna mánuði, þar sem hópur fólks hafði beitt sér í miklum mæli gegn Gunnari Smára sem þá var formaður framkvæmdastjórnar. Í gær sendi ný stjórn flokksins tölvupóst til flokksfélaga þar sem fullyrt er að fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins hyggist tæma algjörlega sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. Í póstinum segir að félagið Vorstjarnan, sem haldið hefur utan um rekstur flokksins, sýslað með peninga hans og borgað fyrir húsnæðisleigu og rekstur Samstöðvarinnar, lúti stjórn fyrrverandi framkvæmdastjórnar flokksins. Nýkjörin stjórn flokksins segir að Vorstjarnan hafi hafnað sáttarboði flokksins þar sem þess var krafist að peningar sem þau sögðu tekna í óleyfi yrði skilað til flokksins. Stjórnin fullyrðir að fyrir liggi hótanir af hálfu Vorstjörnunnar um að nema á brott fjármagn í eigu flokksins og úthýsa flokknum úr eigin húsnæði. Gunnar Smári segir í færslu á samfélagsmiðlum að ásakanirnar séu kjaftæði, eins og allt sem frá þessu fólki kemur. Hann segir að ný stjórn sé haldin stórkostlegum ranghugmyndum um að hún eigi fé sem Sósíalistaflokkurinn fékk á árum áður og kaus að ráðstafa til góðs málstaðar. Þá segir Gunnar að rógsherferð nýrrar stjórnar á hendur honum sé komin út í slíka þvælu og ofstopa að hann íhugi að höfða meiðyrðamál gegn þeim. Færsla Gunnars í Rauða þræðinum á Facebook. Önnur færsla Gunnars.
Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Gunnar Smári féll í stjórnarkjöri: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára hlaut kjör til framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins á aðalfundi flokksins í dag. Nokkurt uppþot varð á fundinum og hefur hópurinn verið sakaður um smölun og svæsna atlögu að atkvæðafrelsi. Nokkrir meðlimir hafa þegar sagt sig úr flokknum og liggja aðrir undir feldi. 24. maí 2025 17:08 Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Gunnar Smári Egilsson hefur sett þá sem mest hafa tjáð sig á undanförnum dögum inni á spjallsíðunni Rauða þræðinum í einskonar straff. Hann er sjálfur stjórnandi hópsins, sem áður bar nafnið Sósíalistaflokkur Íslands og hefur þjónað sem nokkurs konar spjallvettvangur fyrir kjósendur flokksins og annarra áhugasamra. Gunnar segir að tími sé kominn til að slíta öll tengsl hópsins við flokkinn. 27. maí 2025 22:04 Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Stjórnmálafræðingur segir að Sósíalistar komi til með að tortíma sjálfum sér ef hallarbylting á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær verði til þess að bola langvinsælasta meðlimi flokksins á brott. Hann líkir því við pólitískt sjálfsvíg. Innanbúðar erjur hafi áhrif á mögulegt samstarf með öðrum flokkum. 25. maí 2025 12:09 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Gunnar Smári féll í stjórnarkjöri: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára hlaut kjör til framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins á aðalfundi flokksins í dag. Nokkurt uppþot varð á fundinum og hefur hópurinn verið sakaður um smölun og svæsna atlögu að atkvæðafrelsi. Nokkrir meðlimir hafa þegar sagt sig úr flokknum og liggja aðrir undir feldi. 24. maí 2025 17:08
Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Gunnar Smári Egilsson hefur sett þá sem mest hafa tjáð sig á undanförnum dögum inni á spjallsíðunni Rauða þræðinum í einskonar straff. Hann er sjálfur stjórnandi hópsins, sem áður bar nafnið Sósíalistaflokkur Íslands og hefur þjónað sem nokkurs konar spjallvettvangur fyrir kjósendur flokksins og annarra áhugasamra. Gunnar segir að tími sé kominn til að slíta öll tengsl hópsins við flokkinn. 27. maí 2025 22:04
Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Stjórnmálafræðingur segir að Sósíalistar komi til með að tortíma sjálfum sér ef hallarbylting á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær verði til þess að bola langvinsælasta meðlimi flokksins á brott. Hann líkir því við pólitískt sjálfsvíg. Innanbúðar erjur hafi áhrif á mögulegt samstarf með öðrum flokkum. 25. maí 2025 12:09