„Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. júní 2025 19:02 Sigrún Unnsteinsdóttir, núverandi varaformaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins segir hinn almenna félagsmann eiga mjög erfitt með að átta sig á fjárflutningi á milli aðila. Sýn og Vísir/Anton Brink Peningar hafa verið ferjaðir út úr Sósíalistaflokknum frá upphafi að sögn varaformanns framkvæmdastjórnar flokksins. Ritstjóri Samstöðvarinnar telur ráðstöfun fjármuna í gegnum tíðina hafa verið eðlilega. Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sakað fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins um að hafa tæmt sjóði félagsins. Opinberir styrkir sem flokkurinn hefur fengið síðustu ár hafa að hluta runnið til styrktarfélagsins Vorstjörnunnar sem meðal annars styrkir Samstöðina. Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Samstöðvarinnar, sem hlaut ekki kosningu í framkvæmdastjórn á aðalfundi flokksins á dögunum, segir engan ágreining um málið. „Það voru teknar ákvarðanir í stjórnum flokksins, á sameiginlegum fundi árið 2021. Það var staðfest á félagsfundi þegar kosningastefnuskrá var samþykkt. Síðan hefur þessi ráðstöfun fjármagns verið samþykkt með samþykktum reikninga flokksins á öllum aðalfundum flokksins, nú síðast 24. maí,“ sagði Gunnar Smári í kvöldfréttum Sýnar. Hann segir fullkomlega eðlilegt að opinberir styrkir renni til félaga utan flokksins og sakar núverandi stjórn um að vilja afturkalla gömul framlög sem búið er að samþykkja. „Nota bene, sem sumt af því fólki sem er nú í stjórnum og núna er með þennan málflutning, samþykkti á sínum tíma.“ Gunnar Smári segir algjörlega liggja ljóst fyrir hvernig ráðstöfunin er á fénu og að þeir sem saki hann um óheiðarleika hafi samþykkt ársreikninga á aðalfundi 24. maí. „Við viljum fara að lögum“ Sigrún Unnsteinsdóttir, núverandi varaformaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins segir hinn almenna félagsmann eiga mjög erfitt með að átta sig á fjárflutningi á milli aðila. Hún segir eðlilegra að félag líkt og Vorstjarnan sé hluti af flokknum og segir Gunnar Smára lélegan tapara. „Hann er persónulega ábyrgur fyrir allri óeiningu í flokknum og ég tel það bara vera dómgreindarskort af honum að stíga ekki bara til hliðar og leyfa öðrum að taka við keflinu.“ Sigrún segir núverandi gjaldkera hafa kallað eftir samþykktum um flutning fjármuna frá flokknum en að þær virðist ekki vera til. Hún segir að umboðið sé mjög óljóst og að engir peningar hafi verið til fyrir síðustu kosningar. „Við erum ekki búin að láta Vorstjörnuna fá fyrir þetta ár vegna þess að við sjáum enga samninga fyrir því. Við viljum vera hafin yfir allan vafa, við viljum fara að lögum.“ „Það er eins og þetta fólk hafi enga sómakennd“ Meðlimir nýrrar stjórnar flokksins hafa kallað eftir því að yfirvöld skoði fjármál flokksins. Gunnar Smári segir rógherferð stundaða gegn sér og að ekkert tilefni sé til kæru. Hann segir nýja stjórn vilja taka peningana sjálf. „Það er eins og þetta fólk hafa enga sómakennd. Að þau geti bara haldið áfram einhverjum róg og lygi linnulaust. Ég bara vorkenni því fólki sem asnaðist til að þess að trúa þeim þegar þau töku yfir aðalfundinn og fengu sig kjörna inn í stjórn og svo halda þau áfram þessari rógsherferð. Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð.“ Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Peningar hafa verið ferjaðir út úr Sósíalistaflokknum frá upphafi að sögn varaformanns framkvæmdastjórnar flokksins. Ritstjóri Samstöðvarinnar telur ráðstöfun fjármuna í gegnum tíðina hafa verið eðlilega. 28. júní 2025 18:16 Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sakað fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins um að hafa tæmt sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. 28. júní 2025 11:53 Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sent tölvupóst til félaga þar sem fullyrt er að fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins hyggist tæma algerlega sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. Einnig vilji hún rukka nýja stjórn afturvirkt um endurreiknað markaðsverð leigu fyrir húsnæði flokksins, og krefjist þess að ný stjórn rými húsnæðið fyrir 15. júlí næstkomandi. 27. júní 2025 23:40 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira
Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sakað fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins um að hafa tæmt sjóði félagsins. Opinberir styrkir sem flokkurinn hefur fengið síðustu ár hafa að hluta runnið til styrktarfélagsins Vorstjörnunnar sem meðal annars styrkir Samstöðina. Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Samstöðvarinnar, sem hlaut ekki kosningu í framkvæmdastjórn á aðalfundi flokksins á dögunum, segir engan ágreining um málið. „Það voru teknar ákvarðanir í stjórnum flokksins, á sameiginlegum fundi árið 2021. Það var staðfest á félagsfundi þegar kosningastefnuskrá var samþykkt. Síðan hefur þessi ráðstöfun fjármagns verið samþykkt með samþykktum reikninga flokksins á öllum aðalfundum flokksins, nú síðast 24. maí,“ sagði Gunnar Smári í kvöldfréttum Sýnar. Hann segir fullkomlega eðlilegt að opinberir styrkir renni til félaga utan flokksins og sakar núverandi stjórn um að vilja afturkalla gömul framlög sem búið er að samþykkja. „Nota bene, sem sumt af því fólki sem er nú í stjórnum og núna er með þennan málflutning, samþykkti á sínum tíma.“ Gunnar Smári segir algjörlega liggja ljóst fyrir hvernig ráðstöfunin er á fénu og að þeir sem saki hann um óheiðarleika hafi samþykkt ársreikninga á aðalfundi 24. maí. „Við viljum fara að lögum“ Sigrún Unnsteinsdóttir, núverandi varaformaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins segir hinn almenna félagsmann eiga mjög erfitt með að átta sig á fjárflutningi á milli aðila. Hún segir eðlilegra að félag líkt og Vorstjarnan sé hluti af flokknum og segir Gunnar Smára lélegan tapara. „Hann er persónulega ábyrgur fyrir allri óeiningu í flokknum og ég tel það bara vera dómgreindarskort af honum að stíga ekki bara til hliðar og leyfa öðrum að taka við keflinu.“ Sigrún segir núverandi gjaldkera hafa kallað eftir samþykktum um flutning fjármuna frá flokknum en að þær virðist ekki vera til. Hún segir að umboðið sé mjög óljóst og að engir peningar hafi verið til fyrir síðustu kosningar. „Við erum ekki búin að láta Vorstjörnuna fá fyrir þetta ár vegna þess að við sjáum enga samninga fyrir því. Við viljum vera hafin yfir allan vafa, við viljum fara að lögum.“ „Það er eins og þetta fólk hafi enga sómakennd“ Meðlimir nýrrar stjórnar flokksins hafa kallað eftir því að yfirvöld skoði fjármál flokksins. Gunnar Smári segir rógherferð stundaða gegn sér og að ekkert tilefni sé til kæru. Hann segir nýja stjórn vilja taka peningana sjálf. „Það er eins og þetta fólk hafa enga sómakennd. Að þau geti bara haldið áfram einhverjum róg og lygi linnulaust. Ég bara vorkenni því fólki sem asnaðist til að þess að trúa þeim þegar þau töku yfir aðalfundinn og fengu sig kjörna inn í stjórn og svo halda þau áfram þessari rógsherferð. Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð.“
Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Peningar hafa verið ferjaðir út úr Sósíalistaflokknum frá upphafi að sögn varaformanns framkvæmdastjórnar flokksins. Ritstjóri Samstöðvarinnar telur ráðstöfun fjármuna í gegnum tíðina hafa verið eðlilega. 28. júní 2025 18:16 Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sakað fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins um að hafa tæmt sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. 28. júní 2025 11:53 Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sent tölvupóst til félaga þar sem fullyrt er að fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins hyggist tæma algerlega sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. Einnig vilji hún rukka nýja stjórn afturvirkt um endurreiknað markaðsverð leigu fyrir húsnæði flokksins, og krefjist þess að ný stjórn rými húsnæðið fyrir 15. júlí næstkomandi. 27. júní 2025 23:40 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira
Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Peningar hafa verið ferjaðir út úr Sósíalistaflokknum frá upphafi að sögn varaformanns framkvæmdastjórnar flokksins. Ritstjóri Samstöðvarinnar telur ráðstöfun fjármuna í gegnum tíðina hafa verið eðlilega. 28. júní 2025 18:16
Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sakað fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins um að hafa tæmt sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. 28. júní 2025 11:53
Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sent tölvupóst til félaga þar sem fullyrt er að fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins hyggist tæma algerlega sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. Einnig vilji hún rukka nýja stjórn afturvirkt um endurreiknað markaðsverð leigu fyrir húsnæði flokksins, og krefjist þess að ný stjórn rými húsnæðið fyrir 15. júlí næstkomandi. 27. júní 2025 23:40