Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. júní 2025 11:15 Bob Vylan á sviði í gær. AP Lögregluyfirvöld í Somerset í Bretlandi eru með ummæli sem hljómsveitirnar Bob Vylan og Kneecap létu falla á sviði á tónlistarhátíðinni Glastonbury til skoðunar. Á tónleikunum, sem voru í beinni útsendingu á BBC, kölluðu Bob Vylan eftir dauða ísraelskra hermanna. Ríkisstjórn Bretlands hefur fordæmt ummælin sem látin voru falla, og hefur BBC sætt harðri gagnrýni fyrir að leyfa atvikinu að eiga sér stað í beinni útsendingu. Lisa Nandy, menningarmálaráðherra Bretlands, hefur krafið forstjóra BBC útskýringar á því hvers vegna sjónvarpsstöðin sjónvarpaði tónleikunum án athugasemda. Talsmaður BBC hefur látið hafa eftir sér að ummælin hafi verið afar óviðeigandi, og sagði að á skjánum hefði verið gefin út viðvörun vegna tungutaksins. Þá verði tónleikarnir ekki aðgengilegir á spilara BBC eins og venjan er með flestar útsendingar. BBC hefur ekki svarað fyrirspurnum um það hvort gerðar hafi verið fyrirfram ráðstafanir vegna mögulegrar hegðunar Bob Vylan, eða hvort gefin verði út afsökunarbeiðni til gyðinga. „Death, death to the IDF, death death to the IDF,“ sagði söngvari rapptvíeykisins Bob Vylan aftur og aftur á sviði og áhorfendur tóku undir. BBC director : "Cut Kneecap, show someone else, use anyone."BBC editor : "That Vylan guy?"BBC director : "Anyone!"Bob Vylan : [crowd chanting] "Death, Death to the IDF, Death Death to the IDF"🤣🤣 pic.twitter.com/7g8zQot15G— Julian Sayarer (@JulianSayarer) June 28, 2025 Auk þess fór rapparinn ófögrum orðum um gyðing sem er eigandi plötufyrirtækis sem Bob Vylan var einu sinni á mála hjá. „Núna um daginn var birtur listi opinberlega yfir fólkið sem hafði reynt að koma í veg fyrir að vinir okkar í Kneecap fengju að spila hér í dag. Viti menn, hvern sé ég á helvítis listanum, þetta sköllótta ógeð sem ég vann einu sinni hjá,“ sagði söngvarinn á sviði. Útsending BBC frá tónleikum Bob Vylan var send út án þess nokkuð hefði verið klippt út. Seinna um kvöldið slökkti BBC á útsendingu frá tónleikum hljómsveitarinnar Kneecap, og sagði að klippt útgáfa af tónleikunum yrði gerð aðgengileg á vef BBC síðar. Írska hljómsveitin Kneecap steig á svið skömmu seinna og þar sögðu þeir meðal annars: „Til andskotans með Keir Starmer,“ til viðbótar við hefðbundin palestínsk slagorð. Liam Óg Ó hAnnaidh, meðlimur Kneecap, sætir ákæru fyrir að hafa veifað fána hryðjuverkasamtakanna Hezbollah á öðrum tónleikum. Írska hljómsveitin Kneecap á sviði.AP Tónleikum Kneecap var sem fyrr segir ekki sjónvarpað hjá BBC vegna þess að líklegt þótti að hljómsveitin myndi halda uppteknum hætti og hvetja til ofbeldis. Írska hljómsveitin sætti harðri gagnrýni í apríl þegar upptaka frá tónleikum leit dagsins ljós, þar sem þeir sögðu: „Eini góði íhaldsmaðurinn er dauður íhaldsmaður. Drepið þingmann íhaldsflokksins á ykkar svæði,“ en hljómsveitin baðst síðar afsökunar á þessum ummælum. Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands og Kemi Badenoch formaður breska íhaldsflokksins, höfðu bæði lýst yfir óánægju með að Kneecap kæmi fram á hátíðinni. Starmer sagði að það væri óviðeigandi að hljómsveitin fengi að spila. „Þetta snýst um hótanir sem eiga ekki að viðgangast. Ég vil ekki segja of mikið af því það er dómsmál í gangi en ég held það sé ekki viðeigandi að hún spili á hátíðinni.“ Glastonbury hátíðin hefur gefið út yfirlýsingu þar sem framganga Kneecap og Bob Vylan er fordæmd. „Glastonbury fordæmir alla hatursorðræðu og hvatningu til ofbeldis,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Ísraelska sendiráðið í Bretlandi birti færslu á X þar sem þau lýstu yfir mikilli óánægju með þá hvatningu til ofbeldis og hatursorðræðu sem þau segja að hafi fengið að viðgangast á hátíðinni. The Embassy of Israel in the United Kingdom is deeply disturbed by the inflammatory and hateful rhetoric expressed on stage at the Glastonbury Festival.Freedom of expression is a cornerstone of democracy. But when speech crosses into incitement, hatred, and advocacy of ethnic…— Israel in the UK 🇮🇱🤝🇬🇧 (@IsraelinUK) June 28, 2025 Bretland Fjölmiðlar Ísrael Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Ríkisstjórn Bretlands hefur fordæmt ummælin sem látin voru falla, og hefur BBC sætt harðri gagnrýni fyrir að leyfa atvikinu að eiga sér stað í beinni útsendingu. Lisa Nandy, menningarmálaráðherra Bretlands, hefur krafið forstjóra BBC útskýringar á því hvers vegna sjónvarpsstöðin sjónvarpaði tónleikunum án athugasemda. Talsmaður BBC hefur látið hafa eftir sér að ummælin hafi verið afar óviðeigandi, og sagði að á skjánum hefði verið gefin út viðvörun vegna tungutaksins. Þá verði tónleikarnir ekki aðgengilegir á spilara BBC eins og venjan er með flestar útsendingar. BBC hefur ekki svarað fyrirspurnum um það hvort gerðar hafi verið fyrirfram ráðstafanir vegna mögulegrar hegðunar Bob Vylan, eða hvort gefin verði út afsökunarbeiðni til gyðinga. „Death, death to the IDF, death death to the IDF,“ sagði söngvari rapptvíeykisins Bob Vylan aftur og aftur á sviði og áhorfendur tóku undir. BBC director : "Cut Kneecap, show someone else, use anyone."BBC editor : "That Vylan guy?"BBC director : "Anyone!"Bob Vylan : [crowd chanting] "Death, Death to the IDF, Death Death to the IDF"🤣🤣 pic.twitter.com/7g8zQot15G— Julian Sayarer (@JulianSayarer) June 28, 2025 Auk þess fór rapparinn ófögrum orðum um gyðing sem er eigandi plötufyrirtækis sem Bob Vylan var einu sinni á mála hjá. „Núna um daginn var birtur listi opinberlega yfir fólkið sem hafði reynt að koma í veg fyrir að vinir okkar í Kneecap fengju að spila hér í dag. Viti menn, hvern sé ég á helvítis listanum, þetta sköllótta ógeð sem ég vann einu sinni hjá,“ sagði söngvarinn á sviði. Útsending BBC frá tónleikum Bob Vylan var send út án þess nokkuð hefði verið klippt út. Seinna um kvöldið slökkti BBC á útsendingu frá tónleikum hljómsveitarinnar Kneecap, og sagði að klippt útgáfa af tónleikunum yrði gerð aðgengileg á vef BBC síðar. Írska hljómsveitin Kneecap steig á svið skömmu seinna og þar sögðu þeir meðal annars: „Til andskotans með Keir Starmer,“ til viðbótar við hefðbundin palestínsk slagorð. Liam Óg Ó hAnnaidh, meðlimur Kneecap, sætir ákæru fyrir að hafa veifað fána hryðjuverkasamtakanna Hezbollah á öðrum tónleikum. Írska hljómsveitin Kneecap á sviði.AP Tónleikum Kneecap var sem fyrr segir ekki sjónvarpað hjá BBC vegna þess að líklegt þótti að hljómsveitin myndi halda uppteknum hætti og hvetja til ofbeldis. Írska hljómsveitin sætti harðri gagnrýni í apríl þegar upptaka frá tónleikum leit dagsins ljós, þar sem þeir sögðu: „Eini góði íhaldsmaðurinn er dauður íhaldsmaður. Drepið þingmann íhaldsflokksins á ykkar svæði,“ en hljómsveitin baðst síðar afsökunar á þessum ummælum. Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands og Kemi Badenoch formaður breska íhaldsflokksins, höfðu bæði lýst yfir óánægju með að Kneecap kæmi fram á hátíðinni. Starmer sagði að það væri óviðeigandi að hljómsveitin fengi að spila. „Þetta snýst um hótanir sem eiga ekki að viðgangast. Ég vil ekki segja of mikið af því það er dómsmál í gangi en ég held það sé ekki viðeigandi að hún spili á hátíðinni.“ Glastonbury hátíðin hefur gefið út yfirlýsingu þar sem framganga Kneecap og Bob Vylan er fordæmd. „Glastonbury fordæmir alla hatursorðræðu og hvatningu til ofbeldis,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Ísraelska sendiráðið í Bretlandi birti færslu á X þar sem þau lýstu yfir mikilli óánægju með þá hvatningu til ofbeldis og hatursorðræðu sem þau segja að hafi fengið að viðgangast á hátíðinni. The Embassy of Israel in the United Kingdom is deeply disturbed by the inflammatory and hateful rhetoric expressed on stage at the Glastonbury Festival.Freedom of expression is a cornerstone of democracy. But when speech crosses into incitement, hatred, and advocacy of ethnic…— Israel in the UK 🇮🇱🤝🇬🇧 (@IsraelinUK) June 28, 2025
Bretland Fjölmiðlar Ísrael Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira