Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. júní 2025 11:29 Dómsmálaráðherra óskaði svara eftir að í ljós kom að fyrrverandi starfsmenn sérstaks saksóknara hefðu viðkvæm gögn undir höndum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari telur að fyrrverandi starfsmenn embættis sérstaks saksóknara hafi afritað gögn er vörðuðu símhleranir á tímabilinu 2009 til fyrri hluta árs 2012. Hann segir að á þeim tíma hafi fáum málum sem embættið hafði með höndum verið endanlega lokið og gögnunum þess vegna ekki verið eytt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum Ólafs Þórs við fyrirspurn dómsmálaráðuneytisins en fjölmiðlar greindu frá því á vormánuðum að Jón Óttar Ólafsson lögreglumaður og Guðmundur Haukur Gunnarsson lögmaður, báðir fyrrverandi starfsmenn sérstaks saksóknara, hefðu haft á brott með sér gögn þegar þeir hættu. Þeir stofnuðu í kjölfarið njósnafyrirtækið PPP sf. sem er meðal annars sagt hafa stundað njósnir fyrir Björgólf Thor Björgólfsson, í tengslum við mál fyrrverandi hlutahafa Landsbankans gegn auðmanninum. Meintur stuldur Jóns Óttars og Guðmundar Hauks á gögnunum var kærður árið 2012 en málið fellt niður af ríkissaksóknara. Í svörum Ólafs Þórs til dómsmálaráðuneytisins rekur hann meðal annars stofnun embættis sérstaks saksóknara, sem var komið á laggirnar í kjölfar bankahrunsins 2008 og lagt niður 2015. Þá er fjallað um tölvukerfi embættisins, verklag við símhleranir og varðveislu gagna. Almennt var verklagið þannig að sérstakur saksóknari lagði símhlerunarkröfu fyrir héraðsdóm og að henni samþykktri var viðkomandi símanúmer tengt í hlerun af tölvu- og rafeindadeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Allar upptökurnar fóru inn á hlustunardrif sem aðeins fáir höfðu aðgang að. Hlustað var á upptökurnar eftir á og skráð hver hlustaði, hvort umrætt símtal hafði þýðingu fyrir rannsókn mála og hvort að varðveita ætti það eða eyða. Öllum símtölum milli viðkomandi og verjenda bar að eyða strax en aðrar upptökur voru geymdar, fyrst samkvæmt íslenskum lögum og síðar samkvæmt dómi Mannréttindadómstóls Evrópu, sem komst að þeirri niðurstöðu árið 2009, í málinu Natunen gegn Finnlandi, að yfirvöldum bæri að geyma allar símtalaupptökur þar til umræddum málum væri lokið á öllum dómstigum. Í svörum sínum ítrekar Ólafur Þór að aðgangur að hlustunardrifinu hafi verið afmarkaður við rannsakendur sem unnu að rannsókn viðkomandi máls. Aðgengi hafi verið stjórnað með aðgangsstýringu og frá áramótunum 2011 til 2012 hafi verið hægt að rekja rafræn spor starfsmanna. Þá var settur upp læsingarhugbúnaður sem virkjaðist þegar gögn voru afrituð á minniskubba. Hér má finna svör héraðssaksóknara við fyrirspurn dómsmálaráðuneytisins. Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum Ólafs Þórs við fyrirspurn dómsmálaráðuneytisins en fjölmiðlar greindu frá því á vormánuðum að Jón Óttar Ólafsson lögreglumaður og Guðmundur Haukur Gunnarsson lögmaður, báðir fyrrverandi starfsmenn sérstaks saksóknara, hefðu haft á brott með sér gögn þegar þeir hættu. Þeir stofnuðu í kjölfarið njósnafyrirtækið PPP sf. sem er meðal annars sagt hafa stundað njósnir fyrir Björgólf Thor Björgólfsson, í tengslum við mál fyrrverandi hlutahafa Landsbankans gegn auðmanninum. Meintur stuldur Jóns Óttars og Guðmundar Hauks á gögnunum var kærður árið 2012 en málið fellt niður af ríkissaksóknara. Í svörum Ólafs Þórs til dómsmálaráðuneytisins rekur hann meðal annars stofnun embættis sérstaks saksóknara, sem var komið á laggirnar í kjölfar bankahrunsins 2008 og lagt niður 2015. Þá er fjallað um tölvukerfi embættisins, verklag við símhleranir og varðveislu gagna. Almennt var verklagið þannig að sérstakur saksóknari lagði símhlerunarkröfu fyrir héraðsdóm og að henni samþykktri var viðkomandi símanúmer tengt í hlerun af tölvu- og rafeindadeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Allar upptökurnar fóru inn á hlustunardrif sem aðeins fáir höfðu aðgang að. Hlustað var á upptökurnar eftir á og skráð hver hlustaði, hvort umrætt símtal hafði þýðingu fyrir rannsókn mála og hvort að varðveita ætti það eða eyða. Öllum símtölum milli viðkomandi og verjenda bar að eyða strax en aðrar upptökur voru geymdar, fyrst samkvæmt íslenskum lögum og síðar samkvæmt dómi Mannréttindadómstóls Evrópu, sem komst að þeirri niðurstöðu árið 2009, í málinu Natunen gegn Finnlandi, að yfirvöldum bæri að geyma allar símtalaupptökur þar til umræddum málum væri lokið á öllum dómstigum. Í svörum sínum ítrekar Ólafur Þór að aðgangur að hlustunardrifinu hafi verið afmarkaður við rannsakendur sem unnu að rannsókn viðkomandi máls. Aðgengi hafi verið stjórnað með aðgangsstýringu og frá áramótunum 2011 til 2012 hafi verið hægt að rekja rafræn spor starfsmanna. Þá var settur upp læsingarhugbúnaður sem virkjaðist þegar gögn voru afrituð á minniskubba. Hér má finna svör héraðssaksóknara við fyrirspurn dómsmálaráðuneytisins.
Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira