Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar 30. júní 2025 12:01 Umræðan um orkuskipti í samgöngum snýst oft um umhverfisáhrif, losun gróðurhúsalofttegunda og loftgæði. Allt eru þetta mjög mikilvæg sjónarmið en stundum gleymist hversu stórt hlutverk kostnaður spilar þegar fólk íhugar að skipta úr brunabíl (eins og ég vil kalla bensín- og díselbíla) í rafbíl. Því skulum við ræða það. Krónur og aura. Hvað kostar að hlaða rafbíl í heimahleðslu? Byrjum á því að skoða hvernig rafmagn er mælt og hver kostnaður bak við það er. Rafmagnsorka er mæld í kWh (kílóvattstund) og er kostnaður við hana tvískiptur; annars vegar dreifing/flutningur og hins vegar sala. Dreifing og flutningur á rafmagni er sérleyfisskyld starfsemi og er landinu skipt upp í aðskilin dreifiveitusvæði þar sem ein dreifiveita sinnir hverju svæði. Notendur hafa því ekki val um hjá hvaða dreifiveitu þeir eru og ræðst það eftir því á hvaða dreifiveitusvæði húsnæði er. Kostnaður við dreifingu er mismunandi á milli dreifiveitna, en er mjög svipaður í þéttbýli sama hvar á landinu það er. Raforkusala er aftur á móti frjáls. Óháð því hvar þú býrð getur þú valið þér raforkusala og um hana ríkir samkeppni. Verð raforkusala er einnig mjög svipað og munar oft litlu. Um þessar mundir er heildarkostnaður rafmagns víða í kringum 21 kr/kWh og skiptist nánast jafn á milli dreifingar og sölu. Rafbílar eru mismunandi og eyðsla þeirra misjöfn. Líkt og með brunabíla hafa ytri aðstæður og akstursmáti mikil áhrif á hversu mikla orku þeir nota til aksturs. Þó er óumdeilanlegt að rafbílar nýta orkuna mun betur en brunabílar þar sem stór hluti orku brunabíla tapast í varma í staðinn fyrir að drífa ökutækið áfram. Til að bera saman orkukostnað rafbíla og brunabíla er hægt að nota meðaltöl og getur hver og einn aðlagað þessi meðalgildi að sinni reynslu ef þörf er á. Ef við gefum okkur að meðaleyðsla rafbíls sé 20 kWh/100 km og að heildarkostnaður raforku er 21 kr/kWh eins og kemur fram hér að ofan, er orkukostnaður rafbíls 420 kr/100 km, sem jafngildir um 4 kr/km. Við þennan kostnað má bæta veggjaldi sem er í dag 6 kr/km. Heildarkostnaður rafbíls er því 10 kr/km. Meðaleyðsla brunabíls er um 7,5 lítrar/100 km og lægsta verð fljótandi eldsneytis er um 280 kr/lítrinn. Orkukostnaður brunabíls er því 21 kr/km. ------------------------------------------------------------------------------------------------------------ Rafbíll hlaðinn heima er því 51% ódýrari í rekstri en brunabíll á ódýrasta eldsneytinu ------------------------------------------------------------------------------------------------------------ 400 km. akstur til Akureyrar kostar 4.000 kr. á rafbíl á meðan það kostar 8.400 kr. á brunabíl. Meðalakstur á Íslandi er um 12.500 km. á ári. Það myndi því kosta 127.000 kr. á ári að reka rafbíl á meðan það myndi kosta 262.000 kr. á ári að reka brunabíl. Sparnaðurinn er 135.000 kr. á einu ári. Hér er ekki tekið tilliti til uppsetningar og rekstur hleðslustöðvar við heimili en sá kostnaður er mismikill. Munurinn á rekstri rafbíls og brunabíls er það mikill á einu ári að hann dugar fyrir þeim upphafskostnaði. Hvað kostar að hlaða rafbíl í hverfahleðslu? Það er alls ekki nauðsynlegt að hafa aðgang að hleðslustöð heima við eða á vinnustað til að eiga og reka rafbíl, þó að það sé óneitanlega þægilegt. Uppbygging hleðsluinnviða er víða langt á veg komin og á höfuðborgarsvæðinu eru hverfahleðslur oft í 500 metra göngufjarlægð frá heimili. Rafbíla þarf ekki að hlaða daglega og dugar mörgum að hlaða einu sinni til tvisvar í viku og því auðvelt að uppfylla þá orkuþörf í hverfahleðslu. Orkuverð í hverfahleðslu er oft nálægt verði heimahleðslu og því getur það borgað sig að fá sér stuttan göngutúr tvisvar í viku í staðinn fyrir að láta setja upp hleðslustöð heima. Algengt verð í hverfahleðslu er 32 kr/kWh þegar tekið er tillit til tímagjalds sem er víða 0,5 til 1 kr/mín. Verðmunur hverfahleðslu og heimahleðslu er því ekki mikill eða um 11 kr/kWh. Ef við gefum okkur sömu forsendur og í dæminu hérna á undan og ökum 400 km. leið til Akureyrar á rafbíl sem er eingöngu hlaðinn í hverfahleðslu myndi sú ferð kosta um 2.560 kr. Með því að bæta 6 kr. veggjaldinu við er heildarkostnaður ferðarinnar 4.960 kr. Sama ferðalag á brunabíl (bensín-/díselbíl) myndi kosta 8.400 kr. ----------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Rafbíll hlaðinn í hverfahleðslu er 41% ódýrari í rekstri en brunabíll á ódýrasta eldsneytinu ----------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Eins og komið hefur fram er meðalakstur á Íslandi um 12.500 km. á ári. Það myndi því kosta 155.000 kr. á ári að reka rafbíl sem er eingöngu hlaðinn í hverfahleðslu. Að reka brunabíl kostar 262.000 kr. á ári ef ódýrasta eldsneytið er alltaf keypt. Sparnaðurinn er 107.000 kr. á einu ári. Í hvorugu dæminu er þörf að koma sér upp hleðslustöð/áfyllingarstöð heimavið og er hægt að bera þessa valkosti saman að jöfnu. Hvað kostar að hlaða rafbíl á hraðhleðslustöð? Rannsóknir sýna að rafbílaeigendur fullnægja um 10% af orkuþörf sinni á hraðhleðslustöðvum, á meðan 90% af orkunni er sótt heima við eða á vinnustað þar sem hún er mun ódýrari. Hraðhleðslustöðvar eru notaðar á allt annan hátt en heimahleðslustöðvar og eru nauðsynlegar á lengri ferðalögum eða þegar tími gefst ekki til að hlaða annars staðar. Hraðhleðslustöðvar eru því líkari orkustöðvum sem selja fljótandi eldsneyti og notkun þeirra álík. Einn af mörgum kostum rafbíls er að hann er hægt að hlaða þegar hann er ekki í notkun. Rafbílaeigandi þarf því ekki að nota sinn tíma til að fylla á tankinn, líkt og gert er með brunabíla, heldur er hægt að nýta tímann í eitthvað annað á meðan bíllinn bíður í sínu hleðslustæði. Það á ekki við um hraðhleðslustöðvar þar sem hleðsluhraðinn er mikill og hleðslutíminn stuttur. Algengt verð fyrir orku á hraðhleðslustöð er 55 kr/kWh sem er um 2,6 sinnum dýrara en heima þrátt fyrir að vera margfalt fljótari að hlaða. Hleðsla á hraðhleðslustöð er lang dýrasta leiðin til að hlaða rafbíl en samt ódýrari en ódýrasta fljótandi eldsneytið. Ef við gefum okkur sömu forsendur og í dæminu hérna á undan og ökum 400 km. leið til Akureyrar á rafbíl sem er eingöngu hlaðinn á hraðhleðslustöð myndi sú ferð kosta um 4.400 kr. Með því að bæta 6 kr. veggjaldinu við er heildarkostnaður ferðarinnar 6.800 kr. Tæknilega er ekki hægt að aka til Akureyrar með þessum hætti þar sem rafbíllinn leggur af stað að heiman fullhlaðinn af ódýrari orku. Sama ferðalag á brunabíl myndi kosta 8.400 kr. miðað við lægsta verð á eldsneyti. ---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Rafbíll hlaðinn á hraðhleðslustöð er næstum 20% ódýrari í rekstri en brunabíll ekinn á ódýrasta eldsneytinu ----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Hafa ber í huga að uppbygging hraðhleðslustöðva og rekstur þeirra er mjög dýr sem endurspeglast í hærra orkuverði. Stór hluti rekstrarkostnaðar hraðhleðslustöðva felst í dreifingarkostnaði sem er ákveðinn af viðkomandi dreifiveitu eins og vikið var að fyrr í þessari grein. Kostnaður til dreifiveitna hækkar hratt samhliða kröfu um stærri heimtaugar og getur því verið ríflega helmingur af útseldu verði í hraðhleðslustöð. Verðskrá dreifiveitna er því áhrifavaldur í uppbyggingu hleðsluinnviða og orkuskipta í samgöngum, sem þarf að hafa í huga. Miðað við 12.500 km. meðalakstur á Íslandi kostar 212.000 kr. á ári að reka rafbíl sem er eingöngu hlaðinn í hraðhleðslu. Að reka brunabíl kostar 262.000 kr. á ári ef ódýrasta eldsneytið er alltaf keypt. Sparnaðurinn er 50.000 kr. á einu ári ef ódýrasta eldsneytið er alltaf keypt. Rannsóknir sýna að rafbílaeigendur hlaða að meðaltali 10% í hraðhleðslustöð þannig þessi samanburður er varla marktækur, en hann sýnir að þrátt fyrir að langdýrasta leiðin er valin til að hlaða rafbíl, þá er hún samt ódýrari en ódýrasta eldsneytið. Í hvorugu dæminu er þörf að koma sér upp hleðslustöð/áfyllingarstöð heimavið og er hægt að bera þessa valkosti saman að jöfnu. Hérna má sjá myndrænan samanburð á þremur valkostum við hleðslu rafbíls og brunabíl. Þróun rafbíla hefur verið ógnarhröð undanfarin ár og mun halda áfram. Framboð rafbíla er orðið það mikið í dag að þeir fullnægja nánast öllum þörfum einstaklinga og fyrirtækja. Fyrir örfáum árum bjuggust flest við því að rafbílar myndu eingöngu henta sem borgarbílar fyrir styttri ferðir, en í dag eru í boði rafbílar með mikla drægni og pláss fyrir marga farþega. Þungaflutningar á landi sem lengi vel var talið að yrðu knúnir öðrum orkugjöfum en rafmagni hafa nýverið tekið rafmagnið í umferð. Það er því auðséð að framtíðin í samgöngum og flutningum á landi verður rafmögnuð. Höfundur er rekstrarstjóri hleðslulausna hjá ON. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vistvænir bílar Orkuskipti Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Umræðan um orkuskipti í samgöngum snýst oft um umhverfisáhrif, losun gróðurhúsalofttegunda og loftgæði. Allt eru þetta mjög mikilvæg sjónarmið en stundum gleymist hversu stórt hlutverk kostnaður spilar þegar fólk íhugar að skipta úr brunabíl (eins og ég vil kalla bensín- og díselbíla) í rafbíl. Því skulum við ræða það. Krónur og aura. Hvað kostar að hlaða rafbíl í heimahleðslu? Byrjum á því að skoða hvernig rafmagn er mælt og hver kostnaður bak við það er. Rafmagnsorka er mæld í kWh (kílóvattstund) og er kostnaður við hana tvískiptur; annars vegar dreifing/flutningur og hins vegar sala. Dreifing og flutningur á rafmagni er sérleyfisskyld starfsemi og er landinu skipt upp í aðskilin dreifiveitusvæði þar sem ein dreifiveita sinnir hverju svæði. Notendur hafa því ekki val um hjá hvaða dreifiveitu þeir eru og ræðst það eftir því á hvaða dreifiveitusvæði húsnæði er. Kostnaður við dreifingu er mismunandi á milli dreifiveitna, en er mjög svipaður í þéttbýli sama hvar á landinu það er. Raforkusala er aftur á móti frjáls. Óháð því hvar þú býrð getur þú valið þér raforkusala og um hana ríkir samkeppni. Verð raforkusala er einnig mjög svipað og munar oft litlu. Um þessar mundir er heildarkostnaður rafmagns víða í kringum 21 kr/kWh og skiptist nánast jafn á milli dreifingar og sölu. Rafbílar eru mismunandi og eyðsla þeirra misjöfn. Líkt og með brunabíla hafa ytri aðstæður og akstursmáti mikil áhrif á hversu mikla orku þeir nota til aksturs. Þó er óumdeilanlegt að rafbílar nýta orkuna mun betur en brunabílar þar sem stór hluti orku brunabíla tapast í varma í staðinn fyrir að drífa ökutækið áfram. Til að bera saman orkukostnað rafbíla og brunabíla er hægt að nota meðaltöl og getur hver og einn aðlagað þessi meðalgildi að sinni reynslu ef þörf er á. Ef við gefum okkur að meðaleyðsla rafbíls sé 20 kWh/100 km og að heildarkostnaður raforku er 21 kr/kWh eins og kemur fram hér að ofan, er orkukostnaður rafbíls 420 kr/100 km, sem jafngildir um 4 kr/km. Við þennan kostnað má bæta veggjaldi sem er í dag 6 kr/km. Heildarkostnaður rafbíls er því 10 kr/km. Meðaleyðsla brunabíls er um 7,5 lítrar/100 km og lægsta verð fljótandi eldsneytis er um 280 kr/lítrinn. Orkukostnaður brunabíls er því 21 kr/km. ------------------------------------------------------------------------------------------------------------ Rafbíll hlaðinn heima er því 51% ódýrari í rekstri en brunabíll á ódýrasta eldsneytinu ------------------------------------------------------------------------------------------------------------ 400 km. akstur til Akureyrar kostar 4.000 kr. á rafbíl á meðan það kostar 8.400 kr. á brunabíl. Meðalakstur á Íslandi er um 12.500 km. á ári. Það myndi því kosta 127.000 kr. á ári að reka rafbíl á meðan það myndi kosta 262.000 kr. á ári að reka brunabíl. Sparnaðurinn er 135.000 kr. á einu ári. Hér er ekki tekið tilliti til uppsetningar og rekstur hleðslustöðvar við heimili en sá kostnaður er mismikill. Munurinn á rekstri rafbíls og brunabíls er það mikill á einu ári að hann dugar fyrir þeim upphafskostnaði. Hvað kostar að hlaða rafbíl í hverfahleðslu? Það er alls ekki nauðsynlegt að hafa aðgang að hleðslustöð heima við eða á vinnustað til að eiga og reka rafbíl, þó að það sé óneitanlega þægilegt. Uppbygging hleðsluinnviða er víða langt á veg komin og á höfuðborgarsvæðinu eru hverfahleðslur oft í 500 metra göngufjarlægð frá heimili. Rafbíla þarf ekki að hlaða daglega og dugar mörgum að hlaða einu sinni til tvisvar í viku og því auðvelt að uppfylla þá orkuþörf í hverfahleðslu. Orkuverð í hverfahleðslu er oft nálægt verði heimahleðslu og því getur það borgað sig að fá sér stuttan göngutúr tvisvar í viku í staðinn fyrir að láta setja upp hleðslustöð heima. Algengt verð í hverfahleðslu er 32 kr/kWh þegar tekið er tillit til tímagjalds sem er víða 0,5 til 1 kr/mín. Verðmunur hverfahleðslu og heimahleðslu er því ekki mikill eða um 11 kr/kWh. Ef við gefum okkur sömu forsendur og í dæminu hérna á undan og ökum 400 km. leið til Akureyrar á rafbíl sem er eingöngu hlaðinn í hverfahleðslu myndi sú ferð kosta um 2.560 kr. Með því að bæta 6 kr. veggjaldinu við er heildarkostnaður ferðarinnar 4.960 kr. Sama ferðalag á brunabíl (bensín-/díselbíl) myndi kosta 8.400 kr. ----------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Rafbíll hlaðinn í hverfahleðslu er 41% ódýrari í rekstri en brunabíll á ódýrasta eldsneytinu ----------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Eins og komið hefur fram er meðalakstur á Íslandi um 12.500 km. á ári. Það myndi því kosta 155.000 kr. á ári að reka rafbíl sem er eingöngu hlaðinn í hverfahleðslu. Að reka brunabíl kostar 262.000 kr. á ári ef ódýrasta eldsneytið er alltaf keypt. Sparnaðurinn er 107.000 kr. á einu ári. Í hvorugu dæminu er þörf að koma sér upp hleðslustöð/áfyllingarstöð heimavið og er hægt að bera þessa valkosti saman að jöfnu. Hvað kostar að hlaða rafbíl á hraðhleðslustöð? Rannsóknir sýna að rafbílaeigendur fullnægja um 10% af orkuþörf sinni á hraðhleðslustöðvum, á meðan 90% af orkunni er sótt heima við eða á vinnustað þar sem hún er mun ódýrari. Hraðhleðslustöðvar eru notaðar á allt annan hátt en heimahleðslustöðvar og eru nauðsynlegar á lengri ferðalögum eða þegar tími gefst ekki til að hlaða annars staðar. Hraðhleðslustöðvar eru því líkari orkustöðvum sem selja fljótandi eldsneyti og notkun þeirra álík. Einn af mörgum kostum rafbíls er að hann er hægt að hlaða þegar hann er ekki í notkun. Rafbílaeigandi þarf því ekki að nota sinn tíma til að fylla á tankinn, líkt og gert er með brunabíla, heldur er hægt að nýta tímann í eitthvað annað á meðan bíllinn bíður í sínu hleðslustæði. Það á ekki við um hraðhleðslustöðvar þar sem hleðsluhraðinn er mikill og hleðslutíminn stuttur. Algengt verð fyrir orku á hraðhleðslustöð er 55 kr/kWh sem er um 2,6 sinnum dýrara en heima þrátt fyrir að vera margfalt fljótari að hlaða. Hleðsla á hraðhleðslustöð er lang dýrasta leiðin til að hlaða rafbíl en samt ódýrari en ódýrasta fljótandi eldsneytið. Ef við gefum okkur sömu forsendur og í dæminu hérna á undan og ökum 400 km. leið til Akureyrar á rafbíl sem er eingöngu hlaðinn á hraðhleðslustöð myndi sú ferð kosta um 4.400 kr. Með því að bæta 6 kr. veggjaldinu við er heildarkostnaður ferðarinnar 6.800 kr. Tæknilega er ekki hægt að aka til Akureyrar með þessum hætti þar sem rafbíllinn leggur af stað að heiman fullhlaðinn af ódýrari orku. Sama ferðalag á brunabíl myndi kosta 8.400 kr. miðað við lægsta verð á eldsneyti. ---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Rafbíll hlaðinn á hraðhleðslustöð er næstum 20% ódýrari í rekstri en brunabíll ekinn á ódýrasta eldsneytinu ----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Hafa ber í huga að uppbygging hraðhleðslustöðva og rekstur þeirra er mjög dýr sem endurspeglast í hærra orkuverði. Stór hluti rekstrarkostnaðar hraðhleðslustöðva felst í dreifingarkostnaði sem er ákveðinn af viðkomandi dreifiveitu eins og vikið var að fyrr í þessari grein. Kostnaður til dreifiveitna hækkar hratt samhliða kröfu um stærri heimtaugar og getur því verið ríflega helmingur af útseldu verði í hraðhleðslustöð. Verðskrá dreifiveitna er því áhrifavaldur í uppbyggingu hleðsluinnviða og orkuskipta í samgöngum, sem þarf að hafa í huga. Miðað við 12.500 km. meðalakstur á Íslandi kostar 212.000 kr. á ári að reka rafbíl sem er eingöngu hlaðinn í hraðhleðslu. Að reka brunabíl kostar 262.000 kr. á ári ef ódýrasta eldsneytið er alltaf keypt. Sparnaðurinn er 50.000 kr. á einu ári ef ódýrasta eldsneytið er alltaf keypt. Rannsóknir sýna að rafbílaeigendur hlaða að meðaltali 10% í hraðhleðslustöð þannig þessi samanburður er varla marktækur, en hann sýnir að þrátt fyrir að langdýrasta leiðin er valin til að hlaða rafbíl, þá er hún samt ódýrari en ódýrasta eldsneytið. Í hvorugu dæminu er þörf að koma sér upp hleðslustöð/áfyllingarstöð heimavið og er hægt að bera þessa valkosti saman að jöfnu. Hérna má sjá myndrænan samanburð á þremur valkostum við hleðslu rafbíls og brunabíl. Þróun rafbíla hefur verið ógnarhröð undanfarin ár og mun halda áfram. Framboð rafbíla er orðið það mikið í dag að þeir fullnægja nánast öllum þörfum einstaklinga og fyrirtækja. Fyrir örfáum árum bjuggust flest við því að rafbílar myndu eingöngu henta sem borgarbílar fyrir styttri ferðir, en í dag eru í boði rafbílar með mikla drægni og pláss fyrir marga farþega. Þungaflutningar á landi sem lengi vel var talið að yrðu knúnir öðrum orkugjöfum en rafmagni hafa nýverið tekið rafmagnið í umferð. Það er því auðséð að framtíðin í samgöngum og flutningum á landi verður rafmögnuð. Höfundur er rekstrarstjóri hleðslulausna hjá ON.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun