Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar 30. júní 2025 12:01 Umræðan um orkuskipti í samgöngum snýst oft um umhverfisáhrif, losun gróðurhúsalofttegunda og loftgæði. Allt eru þetta mjög mikilvæg sjónarmið en stundum gleymist hversu stórt hlutverk kostnaður spilar þegar fólk íhugar að skipta úr brunabíl (eins og ég vil kalla bensín- og díselbíla) í rafbíl. Því skulum við ræða það. Krónur og aura. Hvað kostar að hlaða rafbíl í heimahleðslu? Byrjum á því að skoða hvernig rafmagn er mælt og hver kostnaður bak við það er. Rafmagnsorka er mæld í kWh (kílóvattstund) og er kostnaður við hana tvískiptur; annars vegar dreifing/flutningur og hins vegar sala. Dreifing og flutningur á rafmagni er sérleyfisskyld starfsemi og er landinu skipt upp í aðskilin dreifiveitusvæði þar sem ein dreifiveita sinnir hverju svæði. Notendur hafa því ekki val um hjá hvaða dreifiveitu þeir eru og ræðst það eftir því á hvaða dreifiveitusvæði húsnæði er. Kostnaður við dreifingu er mismunandi á milli dreifiveitna, en er mjög svipaður í þéttbýli sama hvar á landinu það er. Raforkusala er aftur á móti frjáls. Óháð því hvar þú býrð getur þú valið þér raforkusala og um hana ríkir samkeppni. Verð raforkusala er einnig mjög svipað og munar oft litlu. Um þessar mundir er heildarkostnaður rafmagns víða í kringum 21 kr/kWh og skiptist nánast jafn á milli dreifingar og sölu. Rafbílar eru mismunandi og eyðsla þeirra misjöfn. Líkt og með brunabíla hafa ytri aðstæður og akstursmáti mikil áhrif á hversu mikla orku þeir nota til aksturs. Þó er óumdeilanlegt að rafbílar nýta orkuna mun betur en brunabílar þar sem stór hluti orku brunabíla tapast í varma í staðinn fyrir að drífa ökutækið áfram. Til að bera saman orkukostnað rafbíla og brunabíla er hægt að nota meðaltöl og getur hver og einn aðlagað þessi meðalgildi að sinni reynslu ef þörf er á. Ef við gefum okkur að meðaleyðsla rafbíls sé 20 kWh/100 km og að heildarkostnaður raforku er 21 kr/kWh eins og kemur fram hér að ofan, er orkukostnaður rafbíls 420 kr/100 km, sem jafngildir um 4 kr/km. Við þennan kostnað má bæta veggjaldi sem er í dag 6 kr/km. Heildarkostnaður rafbíls er því 10 kr/km. Meðaleyðsla brunabíls er um 7,5 lítrar/100 km og lægsta verð fljótandi eldsneytis er um 280 kr/lítrinn. Orkukostnaður brunabíls er því 21 kr/km. ------------------------------------------------------------------------------------------------------------ Rafbíll hlaðinn heima er því 51% ódýrari í rekstri en brunabíll á ódýrasta eldsneytinu ------------------------------------------------------------------------------------------------------------ 400 km. akstur til Akureyrar kostar 4.000 kr. á rafbíl á meðan það kostar 8.400 kr. á brunabíl. Meðalakstur á Íslandi er um 12.500 km. á ári. Það myndi því kosta 127.000 kr. á ári að reka rafbíl á meðan það myndi kosta 262.000 kr. á ári að reka brunabíl. Sparnaðurinn er 135.000 kr. á einu ári. Hér er ekki tekið tilliti til uppsetningar og rekstur hleðslustöðvar við heimili en sá kostnaður er mismikill. Munurinn á rekstri rafbíls og brunabíls er það mikill á einu ári að hann dugar fyrir þeim upphafskostnaði. Hvað kostar að hlaða rafbíl í hverfahleðslu? Það er alls ekki nauðsynlegt að hafa aðgang að hleðslustöð heima við eða á vinnustað til að eiga og reka rafbíl, þó að það sé óneitanlega þægilegt. Uppbygging hleðsluinnviða er víða langt á veg komin og á höfuðborgarsvæðinu eru hverfahleðslur oft í 500 metra göngufjarlægð frá heimili. Rafbíla þarf ekki að hlaða daglega og dugar mörgum að hlaða einu sinni til tvisvar í viku og því auðvelt að uppfylla þá orkuþörf í hverfahleðslu. Orkuverð í hverfahleðslu er oft nálægt verði heimahleðslu og því getur það borgað sig að fá sér stuttan göngutúr tvisvar í viku í staðinn fyrir að láta setja upp hleðslustöð heima. Algengt verð í hverfahleðslu er 32 kr/kWh þegar tekið er tillit til tímagjalds sem er víða 0,5 til 1 kr/mín. Verðmunur hverfahleðslu og heimahleðslu er því ekki mikill eða um 11 kr/kWh. Ef við gefum okkur sömu forsendur og í dæminu hérna á undan og ökum 400 km. leið til Akureyrar á rafbíl sem er eingöngu hlaðinn í hverfahleðslu myndi sú ferð kosta um 2.560 kr. Með því að bæta 6 kr. veggjaldinu við er heildarkostnaður ferðarinnar 4.960 kr. Sama ferðalag á brunabíl (bensín-/díselbíl) myndi kosta 8.400 kr. ----------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Rafbíll hlaðinn í hverfahleðslu er 41% ódýrari í rekstri en brunabíll á ódýrasta eldsneytinu ----------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Eins og komið hefur fram er meðalakstur á Íslandi um 12.500 km. á ári. Það myndi því kosta 155.000 kr. á ári að reka rafbíl sem er eingöngu hlaðinn í hverfahleðslu. Að reka brunabíl kostar 262.000 kr. á ári ef ódýrasta eldsneytið er alltaf keypt. Sparnaðurinn er 107.000 kr. á einu ári. Í hvorugu dæminu er þörf að koma sér upp hleðslustöð/áfyllingarstöð heimavið og er hægt að bera þessa valkosti saman að jöfnu. Hvað kostar að hlaða rafbíl á hraðhleðslustöð? Rannsóknir sýna að rafbílaeigendur fullnægja um 10% af orkuþörf sinni á hraðhleðslustöðvum, á meðan 90% af orkunni er sótt heima við eða á vinnustað þar sem hún er mun ódýrari. Hraðhleðslustöðvar eru notaðar á allt annan hátt en heimahleðslustöðvar og eru nauðsynlegar á lengri ferðalögum eða þegar tími gefst ekki til að hlaða annars staðar. Hraðhleðslustöðvar eru því líkari orkustöðvum sem selja fljótandi eldsneyti og notkun þeirra álík. Einn af mörgum kostum rafbíls er að hann er hægt að hlaða þegar hann er ekki í notkun. Rafbílaeigandi þarf því ekki að nota sinn tíma til að fylla á tankinn, líkt og gert er með brunabíla, heldur er hægt að nýta tímann í eitthvað annað á meðan bíllinn bíður í sínu hleðslustæði. Það á ekki við um hraðhleðslustöðvar þar sem hleðsluhraðinn er mikill og hleðslutíminn stuttur. Algengt verð fyrir orku á hraðhleðslustöð er 55 kr/kWh sem er um 2,6 sinnum dýrara en heima þrátt fyrir að vera margfalt fljótari að hlaða. Hleðsla á hraðhleðslustöð er lang dýrasta leiðin til að hlaða rafbíl en samt ódýrari en ódýrasta fljótandi eldsneytið. Ef við gefum okkur sömu forsendur og í dæminu hérna á undan og ökum 400 km. leið til Akureyrar á rafbíl sem er eingöngu hlaðinn á hraðhleðslustöð myndi sú ferð kosta um 4.400 kr. Með því að bæta 6 kr. veggjaldinu við er heildarkostnaður ferðarinnar 6.800 kr. Tæknilega er ekki hægt að aka til Akureyrar með þessum hætti þar sem rafbíllinn leggur af stað að heiman fullhlaðinn af ódýrari orku. Sama ferðalag á brunabíl myndi kosta 8.400 kr. miðað við lægsta verð á eldsneyti. ---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Rafbíll hlaðinn á hraðhleðslustöð er næstum 20% ódýrari í rekstri en brunabíll ekinn á ódýrasta eldsneytinu ----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Hafa ber í huga að uppbygging hraðhleðslustöðva og rekstur þeirra er mjög dýr sem endurspeglast í hærra orkuverði. Stór hluti rekstrarkostnaðar hraðhleðslustöðva felst í dreifingarkostnaði sem er ákveðinn af viðkomandi dreifiveitu eins og vikið var að fyrr í þessari grein. Kostnaður til dreifiveitna hækkar hratt samhliða kröfu um stærri heimtaugar og getur því verið ríflega helmingur af útseldu verði í hraðhleðslustöð. Verðskrá dreifiveitna er því áhrifavaldur í uppbyggingu hleðsluinnviða og orkuskipta í samgöngum, sem þarf að hafa í huga. Miðað við 12.500 km. meðalakstur á Íslandi kostar 212.000 kr. á ári að reka rafbíl sem er eingöngu hlaðinn í hraðhleðslu. Að reka brunabíl kostar 262.000 kr. á ári ef ódýrasta eldsneytið er alltaf keypt. Sparnaðurinn er 50.000 kr. á einu ári ef ódýrasta eldsneytið er alltaf keypt. Rannsóknir sýna að rafbílaeigendur hlaða að meðaltali 10% í hraðhleðslustöð þannig þessi samanburður er varla marktækur, en hann sýnir að þrátt fyrir að langdýrasta leiðin er valin til að hlaða rafbíl, þá er hún samt ódýrari en ódýrasta eldsneytið. Í hvorugu dæminu er þörf að koma sér upp hleðslustöð/áfyllingarstöð heimavið og er hægt að bera þessa valkosti saman að jöfnu. Hérna má sjá myndrænan samanburð á þremur valkostum við hleðslu rafbíls og brunabíl. Þróun rafbíla hefur verið ógnarhröð undanfarin ár og mun halda áfram. Framboð rafbíla er orðið það mikið í dag að þeir fullnægja nánast öllum þörfum einstaklinga og fyrirtækja. Fyrir örfáum árum bjuggust flest við því að rafbílar myndu eingöngu henta sem borgarbílar fyrir styttri ferðir, en í dag eru í boði rafbílar með mikla drægni og pláss fyrir marga farþega. Þungaflutningar á landi sem lengi vel var talið að yrðu knúnir öðrum orkugjöfum en rafmagni hafa nýverið tekið rafmagnið í umferð. Það er því auðséð að framtíðin í samgöngum og flutningum á landi verður rafmögnuð. Höfundur er rekstrarstjóri hleðslulausna hjá ON. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vistvænir bílar Orkuskipti Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Umræðan um orkuskipti í samgöngum snýst oft um umhverfisáhrif, losun gróðurhúsalofttegunda og loftgæði. Allt eru þetta mjög mikilvæg sjónarmið en stundum gleymist hversu stórt hlutverk kostnaður spilar þegar fólk íhugar að skipta úr brunabíl (eins og ég vil kalla bensín- og díselbíla) í rafbíl. Því skulum við ræða það. Krónur og aura. Hvað kostar að hlaða rafbíl í heimahleðslu? Byrjum á því að skoða hvernig rafmagn er mælt og hver kostnaður bak við það er. Rafmagnsorka er mæld í kWh (kílóvattstund) og er kostnaður við hana tvískiptur; annars vegar dreifing/flutningur og hins vegar sala. Dreifing og flutningur á rafmagni er sérleyfisskyld starfsemi og er landinu skipt upp í aðskilin dreifiveitusvæði þar sem ein dreifiveita sinnir hverju svæði. Notendur hafa því ekki val um hjá hvaða dreifiveitu þeir eru og ræðst það eftir því á hvaða dreifiveitusvæði húsnæði er. Kostnaður við dreifingu er mismunandi á milli dreifiveitna, en er mjög svipaður í þéttbýli sama hvar á landinu það er. Raforkusala er aftur á móti frjáls. Óháð því hvar þú býrð getur þú valið þér raforkusala og um hana ríkir samkeppni. Verð raforkusala er einnig mjög svipað og munar oft litlu. Um þessar mundir er heildarkostnaður rafmagns víða í kringum 21 kr/kWh og skiptist nánast jafn á milli dreifingar og sölu. Rafbílar eru mismunandi og eyðsla þeirra misjöfn. Líkt og með brunabíla hafa ytri aðstæður og akstursmáti mikil áhrif á hversu mikla orku þeir nota til aksturs. Þó er óumdeilanlegt að rafbílar nýta orkuna mun betur en brunabílar þar sem stór hluti orku brunabíla tapast í varma í staðinn fyrir að drífa ökutækið áfram. Til að bera saman orkukostnað rafbíla og brunabíla er hægt að nota meðaltöl og getur hver og einn aðlagað þessi meðalgildi að sinni reynslu ef þörf er á. Ef við gefum okkur að meðaleyðsla rafbíls sé 20 kWh/100 km og að heildarkostnaður raforku er 21 kr/kWh eins og kemur fram hér að ofan, er orkukostnaður rafbíls 420 kr/100 km, sem jafngildir um 4 kr/km. Við þennan kostnað má bæta veggjaldi sem er í dag 6 kr/km. Heildarkostnaður rafbíls er því 10 kr/km. Meðaleyðsla brunabíls er um 7,5 lítrar/100 km og lægsta verð fljótandi eldsneytis er um 280 kr/lítrinn. Orkukostnaður brunabíls er því 21 kr/km. ------------------------------------------------------------------------------------------------------------ Rafbíll hlaðinn heima er því 51% ódýrari í rekstri en brunabíll á ódýrasta eldsneytinu ------------------------------------------------------------------------------------------------------------ 400 km. akstur til Akureyrar kostar 4.000 kr. á rafbíl á meðan það kostar 8.400 kr. á brunabíl. Meðalakstur á Íslandi er um 12.500 km. á ári. Það myndi því kosta 127.000 kr. á ári að reka rafbíl á meðan það myndi kosta 262.000 kr. á ári að reka brunabíl. Sparnaðurinn er 135.000 kr. á einu ári. Hér er ekki tekið tilliti til uppsetningar og rekstur hleðslustöðvar við heimili en sá kostnaður er mismikill. Munurinn á rekstri rafbíls og brunabíls er það mikill á einu ári að hann dugar fyrir þeim upphafskostnaði. Hvað kostar að hlaða rafbíl í hverfahleðslu? Það er alls ekki nauðsynlegt að hafa aðgang að hleðslustöð heima við eða á vinnustað til að eiga og reka rafbíl, þó að það sé óneitanlega þægilegt. Uppbygging hleðsluinnviða er víða langt á veg komin og á höfuðborgarsvæðinu eru hverfahleðslur oft í 500 metra göngufjarlægð frá heimili. Rafbíla þarf ekki að hlaða daglega og dugar mörgum að hlaða einu sinni til tvisvar í viku og því auðvelt að uppfylla þá orkuþörf í hverfahleðslu. Orkuverð í hverfahleðslu er oft nálægt verði heimahleðslu og því getur það borgað sig að fá sér stuttan göngutúr tvisvar í viku í staðinn fyrir að láta setja upp hleðslustöð heima. Algengt verð í hverfahleðslu er 32 kr/kWh þegar tekið er tillit til tímagjalds sem er víða 0,5 til 1 kr/mín. Verðmunur hverfahleðslu og heimahleðslu er því ekki mikill eða um 11 kr/kWh. Ef við gefum okkur sömu forsendur og í dæminu hérna á undan og ökum 400 km. leið til Akureyrar á rafbíl sem er eingöngu hlaðinn í hverfahleðslu myndi sú ferð kosta um 2.560 kr. Með því að bæta 6 kr. veggjaldinu við er heildarkostnaður ferðarinnar 4.960 kr. Sama ferðalag á brunabíl (bensín-/díselbíl) myndi kosta 8.400 kr. ----------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Rafbíll hlaðinn í hverfahleðslu er 41% ódýrari í rekstri en brunabíll á ódýrasta eldsneytinu ----------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Eins og komið hefur fram er meðalakstur á Íslandi um 12.500 km. á ári. Það myndi því kosta 155.000 kr. á ári að reka rafbíl sem er eingöngu hlaðinn í hverfahleðslu. Að reka brunabíl kostar 262.000 kr. á ári ef ódýrasta eldsneytið er alltaf keypt. Sparnaðurinn er 107.000 kr. á einu ári. Í hvorugu dæminu er þörf að koma sér upp hleðslustöð/áfyllingarstöð heimavið og er hægt að bera þessa valkosti saman að jöfnu. Hvað kostar að hlaða rafbíl á hraðhleðslustöð? Rannsóknir sýna að rafbílaeigendur fullnægja um 10% af orkuþörf sinni á hraðhleðslustöðvum, á meðan 90% af orkunni er sótt heima við eða á vinnustað þar sem hún er mun ódýrari. Hraðhleðslustöðvar eru notaðar á allt annan hátt en heimahleðslustöðvar og eru nauðsynlegar á lengri ferðalögum eða þegar tími gefst ekki til að hlaða annars staðar. Hraðhleðslustöðvar eru því líkari orkustöðvum sem selja fljótandi eldsneyti og notkun þeirra álík. Einn af mörgum kostum rafbíls er að hann er hægt að hlaða þegar hann er ekki í notkun. Rafbílaeigandi þarf því ekki að nota sinn tíma til að fylla á tankinn, líkt og gert er með brunabíla, heldur er hægt að nýta tímann í eitthvað annað á meðan bíllinn bíður í sínu hleðslustæði. Það á ekki við um hraðhleðslustöðvar þar sem hleðsluhraðinn er mikill og hleðslutíminn stuttur. Algengt verð fyrir orku á hraðhleðslustöð er 55 kr/kWh sem er um 2,6 sinnum dýrara en heima þrátt fyrir að vera margfalt fljótari að hlaða. Hleðsla á hraðhleðslustöð er lang dýrasta leiðin til að hlaða rafbíl en samt ódýrari en ódýrasta fljótandi eldsneytið. Ef við gefum okkur sömu forsendur og í dæminu hérna á undan og ökum 400 km. leið til Akureyrar á rafbíl sem er eingöngu hlaðinn á hraðhleðslustöð myndi sú ferð kosta um 4.400 kr. Með því að bæta 6 kr. veggjaldinu við er heildarkostnaður ferðarinnar 6.800 kr. Tæknilega er ekki hægt að aka til Akureyrar með þessum hætti þar sem rafbíllinn leggur af stað að heiman fullhlaðinn af ódýrari orku. Sama ferðalag á brunabíl myndi kosta 8.400 kr. miðað við lægsta verð á eldsneyti. ---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Rafbíll hlaðinn á hraðhleðslustöð er næstum 20% ódýrari í rekstri en brunabíll ekinn á ódýrasta eldsneytinu ----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Hafa ber í huga að uppbygging hraðhleðslustöðva og rekstur þeirra er mjög dýr sem endurspeglast í hærra orkuverði. Stór hluti rekstrarkostnaðar hraðhleðslustöðva felst í dreifingarkostnaði sem er ákveðinn af viðkomandi dreifiveitu eins og vikið var að fyrr í þessari grein. Kostnaður til dreifiveitna hækkar hratt samhliða kröfu um stærri heimtaugar og getur því verið ríflega helmingur af útseldu verði í hraðhleðslustöð. Verðskrá dreifiveitna er því áhrifavaldur í uppbyggingu hleðsluinnviða og orkuskipta í samgöngum, sem þarf að hafa í huga. Miðað við 12.500 km. meðalakstur á Íslandi kostar 212.000 kr. á ári að reka rafbíl sem er eingöngu hlaðinn í hraðhleðslu. Að reka brunabíl kostar 262.000 kr. á ári ef ódýrasta eldsneytið er alltaf keypt. Sparnaðurinn er 50.000 kr. á einu ári ef ódýrasta eldsneytið er alltaf keypt. Rannsóknir sýna að rafbílaeigendur hlaða að meðaltali 10% í hraðhleðslustöð þannig þessi samanburður er varla marktækur, en hann sýnir að þrátt fyrir að langdýrasta leiðin er valin til að hlaða rafbíl, þá er hún samt ódýrari en ódýrasta eldsneytið. Í hvorugu dæminu er þörf að koma sér upp hleðslustöð/áfyllingarstöð heimavið og er hægt að bera þessa valkosti saman að jöfnu. Hérna má sjá myndrænan samanburð á þremur valkostum við hleðslu rafbíls og brunabíl. Þróun rafbíla hefur verið ógnarhröð undanfarin ár og mun halda áfram. Framboð rafbíla er orðið það mikið í dag að þeir fullnægja nánast öllum þörfum einstaklinga og fyrirtækja. Fyrir örfáum árum bjuggust flest við því að rafbílar myndu eingöngu henta sem borgarbílar fyrir styttri ferðir, en í dag eru í boði rafbílar með mikla drægni og pláss fyrir marga farþega. Þungaflutningar á landi sem lengi vel var talið að yrðu knúnir öðrum orkugjöfum en rafmagni hafa nýverið tekið rafmagnið í umferð. Það er því auðséð að framtíðin í samgöngum og flutningum á landi verður rafmögnuð. Höfundur er rekstrarstjóri hleðslulausna hjá ON.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun