Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2025 13:54 Allt var með kyrrum kjörum á bílastæði N1 við Hringbraut þegar blaðamaður leit við í hádeginu í dag. Vísir/KTD Karlmaður sem réðst á rútubílstjóra á sjötugsaldri í Reykjavík á laugardagskvöld var nýbúinn að kasta upp í rútunni. Fimm unga menn þurfti til að halda aftur af árásarmanninum sem er Íslendingur um tvítugt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því á sunnudaginn að farþegi í rútu hefði ráðist á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur. Aðrir farþegar hefðu haldið árásarmanninum niðri á bílastæði N1 við Hringbraut þar til lögregla kom á vettvang. Fékk að fljóta með í bæinn Samkvæmt heimildum fréttastofu var rútan að ferja gesti úr veislu í úthverfi Reykjavíkur um miðnætti í áframhaldandi stuð á næturlífinu í miðborginni. Um var að ræða minni gerð af rútu sem gestirnir pöntuðu sem ódýrari kost en að fara í nokkrum leigubílum niður í bæ. Samkvæmt heimildum fréttastofu er árásarmaðurinn íslenskur og um tvítugt. Hann var meðal gesta í veislunni en þó ekki hluti af þeim vinahóp sem pantaði rútuna. Hann fékk þó að fljóta með niður í bæ en ekki vildi betur til en svo að hann kastaði upp á leiðinni. Árásarmaðurinn sagði rútubílstjóranum við það tilefni að stöðva för rútunnar og hleypa sér út en rútubílstjórinn vildi ekki verða við því á miðri umferðargötu. Skipti þá engum togum heldur lét gesturinn höggin dynja á bílstjóranum sem mun vera á sjötugsaldri. Sá töluvert á andliti bílstjórans Bílstjórinn ók þá inn á bílastæði N1 við Hringbraut og hörfaði út úr rútunni. Árásarmaðurinn reyndi að ráðast aftur á bílstjórann og þurfti fjóra til fimm unga karlmenn úr rútunni til að halda aftur af honum. Í millitíðinni hafði verið hringt í lögreglu sem mætti á svæðið skömmu síðar. Samkvæmt heimildum fréttastofu gafst árásarmaðurinn ekki upp fyrr en hann heyrði í sírenum lögreglubílsins sem var ekið með hraði inn á bílastæðið. Sjúkrabíll mætti í kjölfarið og var rútubílstjórinn fluttur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi til aðhlynningar. Töluvert sá á andliti hans eftir árásina. Árásarmaðurinn gisti nóttina í fangageymslu og var tekin skýrsla af honum á sunnudagsmorgun. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Maður sem réðist á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur um miðnætti í nótt er Íslendingur og var farþegi rútunnar. Aðrir farþegar héldu manninum, sem var orðinn ölvaður, niðri þar til lögregla kom á vettvang og handtók hann. Rútubílstjórinn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. 29. júní 2025 11:12 Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Ráðist var á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur í gær en vegfarendum tókst að yfirbuga árásarmanninn og halda honum niðri þar til lögreglan kom á vettvang og handtók manninn. 29. júní 2025 07:36 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því á sunnudaginn að farþegi í rútu hefði ráðist á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur. Aðrir farþegar hefðu haldið árásarmanninum niðri á bílastæði N1 við Hringbraut þar til lögregla kom á vettvang. Fékk að fljóta með í bæinn Samkvæmt heimildum fréttastofu var rútan að ferja gesti úr veislu í úthverfi Reykjavíkur um miðnætti í áframhaldandi stuð á næturlífinu í miðborginni. Um var að ræða minni gerð af rútu sem gestirnir pöntuðu sem ódýrari kost en að fara í nokkrum leigubílum niður í bæ. Samkvæmt heimildum fréttastofu er árásarmaðurinn íslenskur og um tvítugt. Hann var meðal gesta í veislunni en þó ekki hluti af þeim vinahóp sem pantaði rútuna. Hann fékk þó að fljóta með niður í bæ en ekki vildi betur til en svo að hann kastaði upp á leiðinni. Árásarmaðurinn sagði rútubílstjóranum við það tilefni að stöðva för rútunnar og hleypa sér út en rútubílstjórinn vildi ekki verða við því á miðri umferðargötu. Skipti þá engum togum heldur lét gesturinn höggin dynja á bílstjóranum sem mun vera á sjötugsaldri. Sá töluvert á andliti bílstjórans Bílstjórinn ók þá inn á bílastæði N1 við Hringbraut og hörfaði út úr rútunni. Árásarmaðurinn reyndi að ráðast aftur á bílstjórann og þurfti fjóra til fimm unga karlmenn úr rútunni til að halda aftur af honum. Í millitíðinni hafði verið hringt í lögreglu sem mætti á svæðið skömmu síðar. Samkvæmt heimildum fréttastofu gafst árásarmaðurinn ekki upp fyrr en hann heyrði í sírenum lögreglubílsins sem var ekið með hraði inn á bílastæðið. Sjúkrabíll mætti í kjölfarið og var rútubílstjórinn fluttur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi til aðhlynningar. Töluvert sá á andliti hans eftir árásina. Árásarmaðurinn gisti nóttina í fangageymslu og var tekin skýrsla af honum á sunnudagsmorgun. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Maður sem réðist á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur um miðnætti í nótt er Íslendingur og var farþegi rútunnar. Aðrir farþegar héldu manninum, sem var orðinn ölvaður, niðri þar til lögregla kom á vettvang og handtók hann. Rútubílstjórinn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. 29. júní 2025 11:12 Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Ráðist var á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur í gær en vegfarendum tókst að yfirbuga árásarmanninn og halda honum niðri þar til lögreglan kom á vettvang og handtók manninn. 29. júní 2025 07:36 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Sjá meira
Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Maður sem réðist á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur um miðnætti í nótt er Íslendingur og var farþegi rútunnar. Aðrir farþegar héldu manninum, sem var orðinn ölvaður, niðri þar til lögregla kom á vettvang og handtók hann. Rútubílstjórinn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. 29. júní 2025 11:12
Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Ráðist var á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur í gær en vegfarendum tókst að yfirbuga árásarmanninn og halda honum niðri þar til lögreglan kom á vettvang og handtók manninn. 29. júní 2025 07:36