Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. júní 2025 19:15 Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er meðal ræðukónga þinglokanna. Vísir/Vilhelm Umræðan um veiðigjaldsfrumvarpið er nú orðin þriðja lengsta umræða þingsins frá árinu 1991 en það hefur verið rætt í rúmlega hundrað klukkustundir. Málið er aftur á dagskrá þingsins í kvöld. Það var á föstudaginn síðastliðinn sem að umræðan um frumvarp til breytinga á veiðigjöldum skreið yfir hundrað klukkustunda múrinn og hefur umræðan staðið lengur en umræðan um EES samninginn árið 1993. Veiðigjaldafrumvarpið er því í þriðja sæti yfir lengstu umræður þingmanna Alþingis en í fyrsta sæti trónir málefni þriðja orkupakkans árið 2019 sem þingmenn ræddu í 147 klukkustundir. Í öðru sæti er Icesave samningurinn sem var ræddur í rétt rúmar 135 klukkustundir árið 2010. Þegar ræðutími fyrstu og annarrar umræðu er tekinn saman sést að þingmenn hafa rætt frumvarpið í yfir hundrað klukkustundir. Umræðunni er samt sem áður ekki lokið og er málið á dagskrá þingsins í kvöld. Ræðurnar eru orðnar yfir þrjú hundruð talsins og hafa nokkrir þingmenn haldið hátt í þrjátíu ræður. Þegar þessi orð eru rituð hefur málið verið rætt í um fimm klukkustundir. Vert er að taka fram að Íslandsmet var slegið í fyrstu umræðu um frumvarpið en ekkert frumvarp hefur verið rætt jafn lengi í fyrstu umræðu. Málið snýst um hækkun á veiðigjöldum en frumvarpið var kynnt af Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daða Má Kristóferssyni í lok mars. Ráðherrarnir segja að um sé að ræða leiðréttingu á gjöldunum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa meðal annars gagnrýnt frumvarpið þar sem verið sé að veitast að landsbyggðinni og minni fyrirtækjum í geiranum. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Það var á föstudaginn síðastliðinn sem að umræðan um frumvarp til breytinga á veiðigjöldum skreið yfir hundrað klukkustunda múrinn og hefur umræðan staðið lengur en umræðan um EES samninginn árið 1993. Veiðigjaldafrumvarpið er því í þriðja sæti yfir lengstu umræður þingmanna Alþingis en í fyrsta sæti trónir málefni þriðja orkupakkans árið 2019 sem þingmenn ræddu í 147 klukkustundir. Í öðru sæti er Icesave samningurinn sem var ræddur í rétt rúmar 135 klukkustundir árið 2010. Þegar ræðutími fyrstu og annarrar umræðu er tekinn saman sést að þingmenn hafa rætt frumvarpið í yfir hundrað klukkustundir. Umræðunni er samt sem áður ekki lokið og er málið á dagskrá þingsins í kvöld. Ræðurnar eru orðnar yfir þrjú hundruð talsins og hafa nokkrir þingmenn haldið hátt í þrjátíu ræður. Þegar þessi orð eru rituð hefur málið verið rætt í um fimm klukkustundir. Vert er að taka fram að Íslandsmet var slegið í fyrstu umræðu um frumvarpið en ekkert frumvarp hefur verið rætt jafn lengi í fyrstu umræðu. Málið snýst um hækkun á veiðigjöldum en frumvarpið var kynnt af Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daða Má Kristóferssyni í lok mars. Ráðherrarnir segja að um sé að ræða leiðréttingu á gjöldunum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa meðal annars gagnrýnt frumvarpið þar sem verið sé að veitast að landsbyggðinni og minni fyrirtækjum í geiranum.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira