Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. júní 2025 19:15 Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er meðal ræðukónga þinglokanna. Vísir/Vilhelm Umræðan um veiðigjaldsfrumvarpið er nú orðin þriðja lengsta umræða þingsins frá árinu 1991 en það hefur verið rætt í rúmlega hundrað klukkustundir. Málið er aftur á dagskrá þingsins í kvöld. Það var á föstudaginn síðastliðinn sem að umræðan um frumvarp til breytinga á veiðigjöldum skreið yfir hundrað klukkustunda múrinn og hefur umræðan staðið lengur en umræðan um EES samninginn árið 1993. Veiðigjaldafrumvarpið er því í þriðja sæti yfir lengstu umræður þingmanna Alþingis en í fyrsta sæti trónir málefni þriðja orkupakkans árið 2019 sem þingmenn ræddu í 147 klukkustundir. Í öðru sæti er Icesave samningurinn sem var ræddur í rétt rúmar 135 klukkustundir árið 2010. Þegar ræðutími fyrstu og annarrar umræðu er tekinn saman sést að þingmenn hafa rætt frumvarpið í yfir hundrað klukkustundir. Umræðunni er samt sem áður ekki lokið og er málið á dagskrá þingsins í kvöld. Ræðurnar eru orðnar yfir þrjú hundruð talsins og hafa nokkrir þingmenn haldið hátt í þrjátíu ræður. Þegar þessi orð eru rituð hefur málið verið rætt í um fimm klukkustundir. Vert er að taka fram að Íslandsmet var slegið í fyrstu umræðu um frumvarpið en ekkert frumvarp hefur verið rætt jafn lengi í fyrstu umræðu. Málið snýst um hækkun á veiðigjöldum en frumvarpið var kynnt af Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daða Má Kristóferssyni í lok mars. Ráðherrarnir segja að um sé að ræða leiðréttingu á gjöldunum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa meðal annars gagnrýnt frumvarpið þar sem verið sé að veitast að landsbyggðinni og minni fyrirtækjum í geiranum. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Það var á föstudaginn síðastliðinn sem að umræðan um frumvarp til breytinga á veiðigjöldum skreið yfir hundrað klukkustunda múrinn og hefur umræðan staðið lengur en umræðan um EES samninginn árið 1993. Veiðigjaldafrumvarpið er því í þriðja sæti yfir lengstu umræður þingmanna Alþingis en í fyrsta sæti trónir málefni þriðja orkupakkans árið 2019 sem þingmenn ræddu í 147 klukkustundir. Í öðru sæti er Icesave samningurinn sem var ræddur í rétt rúmar 135 klukkustundir árið 2010. Þegar ræðutími fyrstu og annarrar umræðu er tekinn saman sést að þingmenn hafa rætt frumvarpið í yfir hundrað klukkustundir. Umræðunni er samt sem áður ekki lokið og er málið á dagskrá þingsins í kvöld. Ræðurnar eru orðnar yfir þrjú hundruð talsins og hafa nokkrir þingmenn haldið hátt í þrjátíu ræður. Þegar þessi orð eru rituð hefur málið verið rætt í um fimm klukkustundir. Vert er að taka fram að Íslandsmet var slegið í fyrstu umræðu um frumvarpið en ekkert frumvarp hefur verið rætt jafn lengi í fyrstu umræðu. Málið snýst um hækkun á veiðigjöldum en frumvarpið var kynnt af Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daða Má Kristóferssyni í lok mars. Ráðherrarnir segja að um sé að ræða leiðréttingu á gjöldunum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa meðal annars gagnrýnt frumvarpið þar sem verið sé að veitast að landsbyggðinni og minni fyrirtækjum í geiranum.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira