Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Árni Sæberg skrifar 1. júlí 2025 10:41 Vilhjálmur Bjarnason er einn margra hluthafa í Íslandsbanka. Stöð 2 Vantrauststillaga gagnvart stjórnarmanni Íslandsbanka, sem fjárfestirinn Vilhjálmur Bjarnason lagði fyrir hluthafafund bankans í gær, var felld með 99,74 prósentum atkvæða. Eigendur bankans virðast ekki hafa sömu áhyggjur og Vilhjálmur af tölvubréfi sem stjórnarmaðurinn, Stefán Sigurðsson, sendi fyrir sautján árum. Líkt og Vísir fjallaði um í gær var tillaga Vilhjálms eitt tveggja mála sem tekin voru fyrir á hluthafafundi Íslandsbanka í gær. Taldi sæti í stjórninni alls ekki henta Stefáni „Hluthafafundur í Íslandsbanka hf. haldin þann 30. júní 2025 telur stjórnarmanninn Stefán Sigurðsson með öllu óhæfan til að gæta hagsmuna hluthafa. Framganga hans við að niðurlægja og lítilsvirða hluthafa á aðalfundi í Glitni hf. vorið 2008 bendir eindregið til að störf í stjórn hlutafélags í eigu almennings og lífeyrissjóða hentar umræddum stjórnarmanni alls ekki. Hluthafafundur í Íslandsbanka hf. krefst þess að ferill stjórnarmanna í félaginu sé hafinn yfir allan vafa hvað heilindi varðar,“ sagði í tillögu Vilhjálms. Í tilkynningu á vef Íslandsbanka segir að tillaga Vilhjálms hafi verið felld og fundarstjóri fundarins sagði í gær að það hefði verið gert með 99,74 prósentum atkvæða. Ekki liggur fyrir hversu margir ríflega þrjátíu þúsund hluthafa bankans nýttu atkvæðisrétt sinn á fundinum. Tölvubréf sem væri komið með bílpróf Í fundargögnum sagði að neðangreind úrklippa úr skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hefði verið birt með tillögunni til skýringar, að beiðni Vilhjálms: „Titringur virðist hafa verið innan Glitnis fyrir aðalfund bankans 20. febrúar 2008, en þar ætlaði Vilhjálmur Bjarnason að gera athugasemdir við starfslokasamning sem gerður var við Bjarna Ármannsson 2007. Einkum hugðist hann gagnrýna kaup bankans á hlutabréfum í Glitni af Bjarna. Starfsmaður Glitnis skrifar í tölvubréfi: „Hugmyndin er að leggja fram yfirlýsingu á fundinum á morgun sem svarar spurningum Vilhjálms Bjarnasonar. Þetta mun gera Vilhjálmi erfiðara fyrir að stela senunni á fundinum og koma aðalatriðum málsins til fjölmiðla.“ Í öðru tölvubréfi frá sama starfsmanni sama dag segir: „Ég held að við ættum ekki að gefa Vilhjálmi of mikinn tíma á fundinum til þess að undirbúa svör við svarinu. Þannig að mínu mati ætti þetta ekki að koma við upphaf fundarins.“ Tölvubréf frá Stefáni Sigurðssyni til nokkurra stjórnenda og starfsmanna Glitnis 20. febrúar 2008 RNA 8. Bindi bls. 221“ Íslandsbanki Hrunið Fjármálafyrirtæki Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Líkt og Vísir fjallaði um í gær var tillaga Vilhjálms eitt tveggja mála sem tekin voru fyrir á hluthafafundi Íslandsbanka í gær. Taldi sæti í stjórninni alls ekki henta Stefáni „Hluthafafundur í Íslandsbanka hf. haldin þann 30. júní 2025 telur stjórnarmanninn Stefán Sigurðsson með öllu óhæfan til að gæta hagsmuna hluthafa. Framganga hans við að niðurlægja og lítilsvirða hluthafa á aðalfundi í Glitni hf. vorið 2008 bendir eindregið til að störf í stjórn hlutafélags í eigu almennings og lífeyrissjóða hentar umræddum stjórnarmanni alls ekki. Hluthafafundur í Íslandsbanka hf. krefst þess að ferill stjórnarmanna í félaginu sé hafinn yfir allan vafa hvað heilindi varðar,“ sagði í tillögu Vilhjálms. Í tilkynningu á vef Íslandsbanka segir að tillaga Vilhjálms hafi verið felld og fundarstjóri fundarins sagði í gær að það hefði verið gert með 99,74 prósentum atkvæða. Ekki liggur fyrir hversu margir ríflega þrjátíu þúsund hluthafa bankans nýttu atkvæðisrétt sinn á fundinum. Tölvubréf sem væri komið með bílpróf Í fundargögnum sagði að neðangreind úrklippa úr skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hefði verið birt með tillögunni til skýringar, að beiðni Vilhjálms: „Titringur virðist hafa verið innan Glitnis fyrir aðalfund bankans 20. febrúar 2008, en þar ætlaði Vilhjálmur Bjarnason að gera athugasemdir við starfslokasamning sem gerður var við Bjarna Ármannsson 2007. Einkum hugðist hann gagnrýna kaup bankans á hlutabréfum í Glitni af Bjarna. Starfsmaður Glitnis skrifar í tölvubréfi: „Hugmyndin er að leggja fram yfirlýsingu á fundinum á morgun sem svarar spurningum Vilhjálms Bjarnasonar. Þetta mun gera Vilhjálmi erfiðara fyrir að stela senunni á fundinum og koma aðalatriðum málsins til fjölmiðla.“ Í öðru tölvubréfi frá sama starfsmanni sama dag segir: „Ég held að við ættum ekki að gefa Vilhjálmi of mikinn tíma á fundinum til þess að undirbúa svör við svarinu. Þannig að mínu mati ætti þetta ekki að koma við upphaf fundarins.“ Tölvubréf frá Stefáni Sigurðssyni til nokkurra stjórnenda og starfsmanna Glitnis 20. febrúar 2008 RNA 8. Bindi bls. 221“
Íslandsbanki Hrunið Fjármálafyrirtæki Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira