Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. júlí 2025 21:02 Nærri tvö þúsund og fimm hundruð börn bíða nú eftir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna. Vísir/Vilhelm Metfjöldi barna bíður nú eftir ADHD- eða einhverfugreiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna eða nærri tvö þúsund og fimm hundruð börn. Aldrei hafa jafn margar tilvísanir borist og á þessu ári. Yfirlæknir segir í skoðun að vísa börnum í meira mæli frá. Geðheilsumiðstöð barna veitir geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn frá meðgöngu til átján ára aldurs og fjölskyldur þeirra. Miðstöðin tók til starfa árið 2022 og síðan þá hefur þeim fjölgað hratt sem leita til hennar og langir biðlistar myndast. Til að mynda bíða nú 2.480 börn eftir því að komast í ADHD- eða einhverfugreiningu Börnum á biðlista hefur fjölgað hratt.Vísir/Sara „Það er í ákveðnu hámarki eins og er. Við héldum kannski að það væri aðeins að draga úr en því miður hefur það ekki orðið raunin á þessu ári,“ segir Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvar barna. Börn fara fyrst í frumgreiningu áður en nöfn þeirra eru skráð til frekari greiningar, en biðlistinn lengist stöðugt og getur barn þurft að bíða í allt að þrjú ár til að komast að. Hundrað fimmtíu og fjórar tilvísanir að meðaltali berast í hverju mánuði, sem er metfjöldi og foreldrar hafa áhyggjur. Tilvísanir til Geðheilsumiðstöðvar í hverjum mánuði hafa aldrei verið fleiri. Vísir/Sara „Það náttúrulega er í öngum sínum og þetta hef slæm áhrif oft á foreldra og stundum er um að ræða börn með mikinn vanda og við reynum náttúrulega að forgangsraða líka málum ef við sjáum að vandinn er mjög mikill.“ Erfitt sé að segja hvað skýri þessa fjölgun en ástæðurnar geti verið margar svo sem að betur sé fylgst með í skólum. Dæmi eru um að foreldrar gefist upp á biðlistanum og leiti til einkaaðila. Slíkt getur þó verið kostnaðarsamt. Guðrún segir margt hafa verið gert til að reyna að stytta biðlistann. Þannig hafi stöðugildum verið fjölgað og verklag skoðað. „Svo eru í rauninni fleiri leiðir sem við verðum að fara. Við verðum að skoða bæði kannski hvort að við eigum að vísa meira frá. Við erum með lága frávísunarprósentu og jafnvel að reyna að semja við önnur teymi, geðheilsuteymi sem eru til, hvort að þau geti tekið eitthvað af til dæmis ADHD málunum.“ Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir yfirlæknir á Geðheilsumiðstöð barna segir að skoða verði hvort vísa þurfi börnum frá.Vísir/Sigurjón Á meðan börnin bíða eftir að komast að sé mikilvægt, ef grunur er um ADHD eða einhverfu, að gripið sé til ráðstafana. „Samkvæmt farsældarlögum eiga þau náttúrulega fullan rétt á þjónustu eins og önnur börn bara við hæfi. Þannig það ætti ekki að þurfa að vera komin staðfest greining þó það sé alltaf betra fyrir börnin og alla aðila þá er samt mikilvægt að grípa fyrr inn í þó að greining sé ekki komin.“ Heilbrigðismál Börn og uppeldi ADHD Einhverfa Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Sjá meira
Geðheilsumiðstöð barna veitir geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn frá meðgöngu til átján ára aldurs og fjölskyldur þeirra. Miðstöðin tók til starfa árið 2022 og síðan þá hefur þeim fjölgað hratt sem leita til hennar og langir biðlistar myndast. Til að mynda bíða nú 2.480 börn eftir því að komast í ADHD- eða einhverfugreiningu Börnum á biðlista hefur fjölgað hratt.Vísir/Sara „Það er í ákveðnu hámarki eins og er. Við héldum kannski að það væri aðeins að draga úr en því miður hefur það ekki orðið raunin á þessu ári,“ segir Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvar barna. Börn fara fyrst í frumgreiningu áður en nöfn þeirra eru skráð til frekari greiningar, en biðlistinn lengist stöðugt og getur barn þurft að bíða í allt að þrjú ár til að komast að. Hundrað fimmtíu og fjórar tilvísanir að meðaltali berast í hverju mánuði, sem er metfjöldi og foreldrar hafa áhyggjur. Tilvísanir til Geðheilsumiðstöðvar í hverjum mánuði hafa aldrei verið fleiri. Vísir/Sara „Það náttúrulega er í öngum sínum og þetta hef slæm áhrif oft á foreldra og stundum er um að ræða börn með mikinn vanda og við reynum náttúrulega að forgangsraða líka málum ef við sjáum að vandinn er mjög mikill.“ Erfitt sé að segja hvað skýri þessa fjölgun en ástæðurnar geti verið margar svo sem að betur sé fylgst með í skólum. Dæmi eru um að foreldrar gefist upp á biðlistanum og leiti til einkaaðila. Slíkt getur þó verið kostnaðarsamt. Guðrún segir margt hafa verið gert til að reyna að stytta biðlistann. Þannig hafi stöðugildum verið fjölgað og verklag skoðað. „Svo eru í rauninni fleiri leiðir sem við verðum að fara. Við verðum að skoða bæði kannski hvort að við eigum að vísa meira frá. Við erum með lága frávísunarprósentu og jafnvel að reyna að semja við önnur teymi, geðheilsuteymi sem eru til, hvort að þau geti tekið eitthvað af til dæmis ADHD málunum.“ Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir yfirlæknir á Geðheilsumiðstöð barna segir að skoða verði hvort vísa þurfi börnum frá.Vísir/Sigurjón Á meðan börnin bíða eftir að komast að sé mikilvægt, ef grunur er um ADHD eða einhverfu, að gripið sé til ráðstafana. „Samkvæmt farsældarlögum eiga þau náttúrulega fullan rétt á þjónustu eins og önnur börn bara við hæfi. Þannig það ætti ekki að þurfa að vera komin staðfest greining þó það sé alltaf betra fyrir börnin og alla aðila þá er samt mikilvægt að grípa fyrr inn í þó að greining sé ekki komin.“
Heilbrigðismál Börn og uppeldi ADHD Einhverfa Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Sjá meira