Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar 1. júlí 2025 15:15 „Börn fremja fleiri ofbeldisbrot en nokkru sinni,“ er fyrirsögn greinar sem birtist á mbl.is í dag. Er þarna vitnað í nýútkomna skýrslu Stjórnarráðs Íslands: „Áætlun fyrir aðgerðir vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum“. Í þessari skýrslu er að finna gögn frá lögreglu og Barnaverndarstofu þar sem farið er yfir áhættuhegðan barna o.fl. Þessar tölur mátti einnig finna í svörtum skýrslum um börn sem komu út á síðasta ári. Þar kom m.a. fram að meiriháttar og stórfelldum líkamsárásum ungmenna hafði fjölgað um 188% frá árinu 2019. Þar kom líka fram að börn væru vistuð í einkareknum búsetuúrræðum þar sem fagmennsku skorti og eftirliti væri ábótavant. Síðastliðið ár voru börn í vanda vistuð í fangageymslum í Hafnarfirði vegna skorts á viðeigandi úrræðum. Svar stjórnvalda við þessari stöðu og þessum vanda má sjá í fjármálaætlun til ársins 2030. Þar kemur fram að framlög til forvarna, lýðheilsu og umhverfis barna í grunnskólum verða skorin niður um samtals 5,7 ma.kr. Á sama tíma er gert ráð fyrir 11 ma.kr. innspýtingu til öryggis- og varnarmála. Eftir fjölmarga neyðarfundi í NATO var síðan tekin ákvörðun um að stefna á að útgjöld til öryggis- og varnarmála verði 70 ma.kr. innan 10 ára. Forgangsmál á Íslandi hafa víst aldrei snúist um börn. Viðvörunarbjöllur sl. fimm ár Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) sendi strax í upphafi Covid faraldursins frá sér yfirlýsingu þar sem varað var við áhrifum faraldursins á geðheilsu til skemmri og lengri tíma. Var sérstaklega bent á að horfa þyrfti til geðheilsu barna og þeirra sem væru í viðkvæmri stöðu. Kreppur sl. 100 ára voru fyrst og fremst efnahagslegar og því er erfitt að leita í söguna til að spá fyrir um afleiðingar. Einangrun, ótti, samfélagsmiðlar, falsfréttir o.fl. gerðu þessa kreppu flóknari en aðrar kreppur í sögunni. Líkindi væri helst að finna í löndum þar sem einstaklingar hafa búið við skert frelsi vegna stjórnmálaskoðana eða stríðsástands. Geðhjálp benti stjórnvöldum ítrekað á þessa yfirlýsingu og þær viðvörunabjöllur sem sjá mátti í geðheilsuvísum ár hvert í kjölfarið. WHO sendi síðan frá sér aðra yfirlýsingu þann 8. október 2021, þar sem m.a. eftirfarandi kom fram: Samantekt, sem birt er í nýjum gagnagrunni Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar um geðheilbrigðismál, sýnir svart á hvítu að þjóðum heimsins hefur mistekist að bjóða þegnunum viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu. Þetta gerist á þeim tíma sem mikilvægi þess að setja geðheilbrigðismál á oddinn hefur aldrei verið jafn brýnt. Rannsóknir um skammtímaáhrif Covid á geðheilsu sérstaklega barna og ungmenna eru ekki margar og langtímaáhrifin eru ekki að fullu komin í ljós. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gaf út skýrsluna Mental Health and COVID 19: Early evidence of the pandemic‘s impact í mars 2022 þar sem fyrstu gögn voru tekin saman. Þar komu fram sterkar vísbendingar um neikvæð áhrif sóttvarnaraðgerða á geðheilsu. Sérstaklega er tekið fram að sjálfsvígstíðni barna og ungmenna hafi aukist og geðheilsu hrakað þar sem aðgerðir gegn veirunni voru umfangsmiklar. Mótvægisaðgerðir íslenskra stjórnvalda voru afar takmarkaðar og áherslan eins og nær alltaf á efnahagslega þætti og þarfir atvinnulífsins. Hvar er farsældin? Verðmætamat okkar þarf að breytast. Efnishyggjan hefur því miður fengið að ráða allt of lengi. Síaukin neysla okkar festir okkur í eltingaleik sem skilur lítið eftir sig og er svo sannarlega ekki vinasamlegur geðheilsu okkar. Þegar veiran herjaði á okkur var engu til sparað þegar kom að mannafla eða fjármagni. Þegar fjalla á um kvótakerfið þá mæta allir á dekk í umræðuna og linna ekki látunum fyrr en þeirra sjónarmið verður ofan á. Við þurfum að horfa þannig á geðheilbrigðismál og þá sérstaklega barna- og ungmenna. Að átta okkur á afleiðingum þeirrar stefnu sem nú er í gangi og leiðrétta hana. Hvar er þríeykið? Hvar eru greiningardeildir bankanna? Hvar er stuðningsnet fyrir verðandi foreldra og stuðningur fyrstu tvö árin í lífi barna? Hvar eru meðferðarúrræði barna? Hvar er farsældin? Hvers vegna er þykir það eðlilegt að auka framlög til öryggis- og varnarmála um 11 ma.kr. en draga á sama tíma úr framlögum til geð- og lýðheilsu barna um 5,7 ma.kr.? Hvar er 100 klst. umræða um málefni barna á Alþingi? Hvers vegna þykir eðlilegt að allir sem starfa í banka hafi viðskiptapróf úr háskóla á sama tíma og það þykir eðlilegt að 80% þeirra, sem starfa á geðdeildum og stofnunum þar sem fólk með geðrænan vanda dvelur, séu ófagmenntaðir? Þessi listi er ekki tæmandi. Því miður eru engar líkur á því að þingið fresti sumarfríum vegna alvarlegrar stöðu barna á Íslandi. Svörtu skýrslurnar sem birtar voru sumarið 2024 og svörtu skýrslurnar núna hafa mér vitandi ekki fengið svo mikið sem mínútu umfjöllun á Alþingi. Það virðist ekki vera heilög skylda þingmanna að ræða þessa stöðu. Það eru vonbrigði. Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Börn fremja fleiri ofbeldisbrot en nokkru sinni,“ er fyrirsögn greinar sem birtist á mbl.is í dag. Er þarna vitnað í nýútkomna skýrslu Stjórnarráðs Íslands: „Áætlun fyrir aðgerðir vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum“. Í þessari skýrslu er að finna gögn frá lögreglu og Barnaverndarstofu þar sem farið er yfir áhættuhegðan barna o.fl. Þessar tölur mátti einnig finna í svörtum skýrslum um börn sem komu út á síðasta ári. Þar kom m.a. fram að meiriháttar og stórfelldum líkamsárásum ungmenna hafði fjölgað um 188% frá árinu 2019. Þar kom líka fram að börn væru vistuð í einkareknum búsetuúrræðum þar sem fagmennsku skorti og eftirliti væri ábótavant. Síðastliðið ár voru börn í vanda vistuð í fangageymslum í Hafnarfirði vegna skorts á viðeigandi úrræðum. Svar stjórnvalda við þessari stöðu og þessum vanda má sjá í fjármálaætlun til ársins 2030. Þar kemur fram að framlög til forvarna, lýðheilsu og umhverfis barna í grunnskólum verða skorin niður um samtals 5,7 ma.kr. Á sama tíma er gert ráð fyrir 11 ma.kr. innspýtingu til öryggis- og varnarmála. Eftir fjölmarga neyðarfundi í NATO var síðan tekin ákvörðun um að stefna á að útgjöld til öryggis- og varnarmála verði 70 ma.kr. innan 10 ára. Forgangsmál á Íslandi hafa víst aldrei snúist um börn. Viðvörunarbjöllur sl. fimm ár Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) sendi strax í upphafi Covid faraldursins frá sér yfirlýsingu þar sem varað var við áhrifum faraldursins á geðheilsu til skemmri og lengri tíma. Var sérstaklega bent á að horfa þyrfti til geðheilsu barna og þeirra sem væru í viðkvæmri stöðu. Kreppur sl. 100 ára voru fyrst og fremst efnahagslegar og því er erfitt að leita í söguna til að spá fyrir um afleiðingar. Einangrun, ótti, samfélagsmiðlar, falsfréttir o.fl. gerðu þessa kreppu flóknari en aðrar kreppur í sögunni. Líkindi væri helst að finna í löndum þar sem einstaklingar hafa búið við skert frelsi vegna stjórnmálaskoðana eða stríðsástands. Geðhjálp benti stjórnvöldum ítrekað á þessa yfirlýsingu og þær viðvörunabjöllur sem sjá mátti í geðheilsuvísum ár hvert í kjölfarið. WHO sendi síðan frá sér aðra yfirlýsingu þann 8. október 2021, þar sem m.a. eftirfarandi kom fram: Samantekt, sem birt er í nýjum gagnagrunni Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar um geðheilbrigðismál, sýnir svart á hvítu að þjóðum heimsins hefur mistekist að bjóða þegnunum viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu. Þetta gerist á þeim tíma sem mikilvægi þess að setja geðheilbrigðismál á oddinn hefur aldrei verið jafn brýnt. Rannsóknir um skammtímaáhrif Covid á geðheilsu sérstaklega barna og ungmenna eru ekki margar og langtímaáhrifin eru ekki að fullu komin í ljós. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gaf út skýrsluna Mental Health and COVID 19: Early evidence of the pandemic‘s impact í mars 2022 þar sem fyrstu gögn voru tekin saman. Þar komu fram sterkar vísbendingar um neikvæð áhrif sóttvarnaraðgerða á geðheilsu. Sérstaklega er tekið fram að sjálfsvígstíðni barna og ungmenna hafi aukist og geðheilsu hrakað þar sem aðgerðir gegn veirunni voru umfangsmiklar. Mótvægisaðgerðir íslenskra stjórnvalda voru afar takmarkaðar og áherslan eins og nær alltaf á efnahagslega þætti og þarfir atvinnulífsins. Hvar er farsældin? Verðmætamat okkar þarf að breytast. Efnishyggjan hefur því miður fengið að ráða allt of lengi. Síaukin neysla okkar festir okkur í eltingaleik sem skilur lítið eftir sig og er svo sannarlega ekki vinasamlegur geðheilsu okkar. Þegar veiran herjaði á okkur var engu til sparað þegar kom að mannafla eða fjármagni. Þegar fjalla á um kvótakerfið þá mæta allir á dekk í umræðuna og linna ekki látunum fyrr en þeirra sjónarmið verður ofan á. Við þurfum að horfa þannig á geðheilbrigðismál og þá sérstaklega barna- og ungmenna. Að átta okkur á afleiðingum þeirrar stefnu sem nú er í gangi og leiðrétta hana. Hvar er þríeykið? Hvar eru greiningardeildir bankanna? Hvar er stuðningsnet fyrir verðandi foreldra og stuðningur fyrstu tvö árin í lífi barna? Hvar eru meðferðarúrræði barna? Hvar er farsældin? Hvers vegna er þykir það eðlilegt að auka framlög til öryggis- og varnarmála um 11 ma.kr. en draga á sama tíma úr framlögum til geð- og lýðheilsu barna um 5,7 ma.kr.? Hvar er 100 klst. umræða um málefni barna á Alþingi? Hvers vegna þykir eðlilegt að allir sem starfa í banka hafi viðskiptapróf úr háskóla á sama tíma og það þykir eðlilegt að 80% þeirra, sem starfa á geðdeildum og stofnunum þar sem fólk með geðrænan vanda dvelur, séu ófagmenntaðir? Þessi listi er ekki tæmandi. Því miður eru engar líkur á því að þingið fresti sumarfríum vegna alvarlegrar stöðu barna á Íslandi. Svörtu skýrslurnar sem birtar voru sumarið 2024 og svörtu skýrslurnar núna hafa mér vitandi ekki fengið svo mikið sem mínútu umfjöllun á Alþingi. Það virðist ekki vera heilög skylda þingmanna að ræða þessa stöðu. Það eru vonbrigði. Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun