„Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 2. júlí 2025 14:05 Diljá Mist segir að breytt viðhorf ungmenna gagnvart vinnumarkaði sé áhyggjuefni hjá atvinnurekendum landsins. Vísir/Vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, auglýsir eftir ábendingum frá atvinnurekendum um breytt viðhorf ungmenna á vinnumarkaði. Hún hefur fengið ábendingar að undanförnu sem snúa meðal annars að breyttu viðhorfi gagnvart veikindarétti, og auknum afskiptum foreldra. „Ég er alltaf í miklum samskiptum við atvinnulífið og atvinnurekendur, og undanfarið hafa borist til mín ábendingar um breytt viðhorf ungmenna, meðal annars varðandi veikindaréttindi og sumarfrí,“ segir Diljá í samtali við fréttastofu. „Sumarstarfsmenn sem eru kannski að koma en skilja kannski ekki alveg að inni í því er ekki sumarfrí.“ Foreldrar verði að hemja sig Diljá segir að eftir ábendingar þar sem atvinnurekendur lýstu áhyggjum af þróun mála hafi hún ákveðið að auglýsa eftir fleiri sögum. Hún hafi meðal annars verið að fá sögur af verulega auknum afskiptum foreldra af ungmennum á vinnumarkaði. „Ég hef verið að fá sögur af foreldravandamálum, þar sem að foreldrar eru að blanda sér í starfsumhverfi barnanna með beinum hætti, setja sig í samband við vinnuveitendur og svona,“ segir hún. Foreldrar, kennarar, og aðrir sem bera ábyrgð á samfélagsgerðinni verði að líta í eigin barm. Diljá veltir fyrir sér til dæmis hvort að áherslubreytingar hafi orðið í kennslu. „Það rifjaðist upp fyrir mér, að þetta var hluti af náminu þegar ég var í unglingadeild til dæmis. Það var umræða um vinnumarkaðinn og ég var að velta fyrir mér hvort við höfum aðeins gleymt okkur varðandi þessa þætti,“ segir Diljá. „Svo verða foreldrar auðvitað að hemja sig, ágæt áminning fyrir mann sjálfan.“ Málið varpi ljósi á stærri vanda Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um aukin afskipti foreldra af börnum sínum, hvort sem það í skólakerfinu, íþróttastarfi eða öðrum tómstundum. Diljá segir að umræðan um þessi mál varpi ljósi á stærri vanda. „Við foreldrar þurfum að fara hugsa okkur um. Erum við að kenna börnunum okkar að vinna? Erum við að kenna þeim heilbrigð viðhorf í garð vinnumarkaðar og hvað það er mikilvægt fyrir börn að læra að vinna? Það var að minnsta kosti lögð þung áhersla á það í mínu uppeldi.“ „Ég er að kalla fram umræðu um þetta.“ Diljá segir að það sé ábyrgð samfélagsins að skila af sér kynslóðum sem hafa heilbrigð viðhorf í garð vinnumarkaðarins. Svo virðist sem pottur sé víða brotinn varðandi fræðslu og uppeldi hvað ýmis atriði varðar. Hún segir mikilvægt að halda því til haga að hún hafi undan engu að kvarta sem viðskiptavinur, þegar ungmenni eru við störf. „Þau eru öll vel upplýst, kurteis og liðleg. Mér finnst mikilvægt að taka það fram.“ „En svo fær maður fullt af tölvupóstum frá þeim sem eru að reka vinnustaði, sem segja ég veit hvert þú ert að fara.“ „Samhljómurinn er þessi, þetta er viðhorfsmál hjá ungmennum, varðandi veikindarétt og frítökurétt. Svo eru það afskipti foreldra sem hafa færst í aukana,“ segir Diljá. Börn og uppeldi Vinnumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Þetta er býsna vandasöm umræða. Sumir vilja til dæmis meina að ef vinnuveitendur krefja launþega um læknisvottorð til að sanna veikindi sín, þá sé það til marks um að þeir treysti ekki starfsfólki sínu,“ segir Gunnar Ármannsson lögmaður og sviðsstjóri rekstrarsviðs VHE. 9. júní 2025 08:01 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Sjá meira
„Ég er alltaf í miklum samskiptum við atvinnulífið og atvinnurekendur, og undanfarið hafa borist til mín ábendingar um breytt viðhorf ungmenna, meðal annars varðandi veikindaréttindi og sumarfrí,“ segir Diljá í samtali við fréttastofu. „Sumarstarfsmenn sem eru kannski að koma en skilja kannski ekki alveg að inni í því er ekki sumarfrí.“ Foreldrar verði að hemja sig Diljá segir að eftir ábendingar þar sem atvinnurekendur lýstu áhyggjum af þróun mála hafi hún ákveðið að auglýsa eftir fleiri sögum. Hún hafi meðal annars verið að fá sögur af verulega auknum afskiptum foreldra af ungmennum á vinnumarkaði. „Ég hef verið að fá sögur af foreldravandamálum, þar sem að foreldrar eru að blanda sér í starfsumhverfi barnanna með beinum hætti, setja sig í samband við vinnuveitendur og svona,“ segir hún. Foreldrar, kennarar, og aðrir sem bera ábyrgð á samfélagsgerðinni verði að líta í eigin barm. Diljá veltir fyrir sér til dæmis hvort að áherslubreytingar hafi orðið í kennslu. „Það rifjaðist upp fyrir mér, að þetta var hluti af náminu þegar ég var í unglingadeild til dæmis. Það var umræða um vinnumarkaðinn og ég var að velta fyrir mér hvort við höfum aðeins gleymt okkur varðandi þessa þætti,“ segir Diljá. „Svo verða foreldrar auðvitað að hemja sig, ágæt áminning fyrir mann sjálfan.“ Málið varpi ljósi á stærri vanda Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um aukin afskipti foreldra af börnum sínum, hvort sem það í skólakerfinu, íþróttastarfi eða öðrum tómstundum. Diljá segir að umræðan um þessi mál varpi ljósi á stærri vanda. „Við foreldrar þurfum að fara hugsa okkur um. Erum við að kenna börnunum okkar að vinna? Erum við að kenna þeim heilbrigð viðhorf í garð vinnumarkaðar og hvað það er mikilvægt fyrir börn að læra að vinna? Það var að minnsta kosti lögð þung áhersla á það í mínu uppeldi.“ „Ég er að kalla fram umræðu um þetta.“ Diljá segir að það sé ábyrgð samfélagsins að skila af sér kynslóðum sem hafa heilbrigð viðhorf í garð vinnumarkaðarins. Svo virðist sem pottur sé víða brotinn varðandi fræðslu og uppeldi hvað ýmis atriði varðar. Hún segir mikilvægt að halda því til haga að hún hafi undan engu að kvarta sem viðskiptavinur, þegar ungmenni eru við störf. „Þau eru öll vel upplýst, kurteis og liðleg. Mér finnst mikilvægt að taka það fram.“ „En svo fær maður fullt af tölvupóstum frá þeim sem eru að reka vinnustaði, sem segja ég veit hvert þú ert að fara.“ „Samhljómurinn er þessi, þetta er viðhorfsmál hjá ungmennum, varðandi veikindarétt og frítökurétt. Svo eru það afskipti foreldra sem hafa færst í aukana,“ segir Diljá.
Börn og uppeldi Vinnumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Þetta er býsna vandasöm umræða. Sumir vilja til dæmis meina að ef vinnuveitendur krefja launþega um læknisvottorð til að sanna veikindi sín, þá sé það til marks um að þeir treysti ekki starfsfólki sínu,“ segir Gunnar Ármannsson lögmaður og sviðsstjóri rekstrarsviðs VHE. 9. júní 2025 08:01 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Sjá meira
Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Þetta er býsna vandasöm umræða. Sumir vilja til dæmis meina að ef vinnuveitendur krefja launþega um læknisvottorð til að sanna veikindi sín, þá sé það til marks um að þeir treysti ekki starfsfólki sínu,“ segir Gunnar Ármannsson lögmaður og sviðsstjóri rekstrarsviðs VHE. 9. júní 2025 08:01