Boðar arftaka Dalai Lama Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2025 14:02 Dalai Lama er gamall í hettunni. AP/Ashwini Bhatia Dalai Lama, trúarlegur leiðtogi Tíbeta, tilkynnti í dag að eftirmaður hans yrði fundinn að honum gengnum. Hann hafði áður gefið til kynna að mögulega yrði hann síðasti maðurinn til þess að gegna hlutverkinu. Samkvæmt tíbetskri búddistatrú endurholdgast Dalai Lama. Trúarleiðtoginn, sem verður níræður á sunnudaginn, sagði í dag að finna ætti næsta Dalai Lama og viðurkenna hann sem arftaka sinn, að sögn AP-fréttastofunnar. Kínverjar ættu ekki að koma nálægt því að finna næsta Dalai Lama. Kommúnistastjórnin í Kína hefur ítrekað fullyrt að hún hafi ein vald til þess að tilnefna næsta trúarleiðtoga Tíbeta. Hann þurfi að finna í tíbetskum hlutum Kína til þess að tryggja yfirráð kommúnistastjórnarinnar yfir valferlinu. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins ítrekaði þetta í dag þegar hann sagði að endurholdgun Dalai Lama yrði að vera á forsendum Kína og sæta samþykki miðstjórnar kommúnistaflokksins. Togstreita á milli kínverskra stjórnvalda og tíbetskra munka sem eru hliðhollir núverandi Dalai Lama er sögð gera það líklegt að þeir verði tveir eftir andlát hans. Kínverjar innlimuðu Tíbet árið 1951. Dalai Lama fór í útlegð eftir uppreisn Tíbeta árið 1959 og stýrði sjálfskipaðri ríkisstjórn Tíbet í útlegð til ársins 2011. Hann hefur hvatt fylgjendur sína til þess að hafna Dalai Lama sem Kínverjar velji. Mannréttindasamtökin Amnesty International sögðu í yfirlýsingu í dag að tilraunir kínverskra stjórnvalda til þess að stýra vali á næsta Dalai Lama væru bein árás á trúfrelsi Tíbeta. Núverandi Dalai Lama er sá fjórtándi í röðinni. Hann var fimm ára gamall þegar hann var lýstur endurholdgaður trúarleiðtogi tíbetskra búddista. Það getur tekið nokkur ár að finna næsta Dalai Lama. Tíbet Kína Trúmál Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Samkvæmt tíbetskri búddistatrú endurholdgast Dalai Lama. Trúarleiðtoginn, sem verður níræður á sunnudaginn, sagði í dag að finna ætti næsta Dalai Lama og viðurkenna hann sem arftaka sinn, að sögn AP-fréttastofunnar. Kínverjar ættu ekki að koma nálægt því að finna næsta Dalai Lama. Kommúnistastjórnin í Kína hefur ítrekað fullyrt að hún hafi ein vald til þess að tilnefna næsta trúarleiðtoga Tíbeta. Hann þurfi að finna í tíbetskum hlutum Kína til þess að tryggja yfirráð kommúnistastjórnarinnar yfir valferlinu. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins ítrekaði þetta í dag þegar hann sagði að endurholdgun Dalai Lama yrði að vera á forsendum Kína og sæta samþykki miðstjórnar kommúnistaflokksins. Togstreita á milli kínverskra stjórnvalda og tíbetskra munka sem eru hliðhollir núverandi Dalai Lama er sögð gera það líklegt að þeir verði tveir eftir andlát hans. Kínverjar innlimuðu Tíbet árið 1951. Dalai Lama fór í útlegð eftir uppreisn Tíbeta árið 1959 og stýrði sjálfskipaðri ríkisstjórn Tíbet í útlegð til ársins 2011. Hann hefur hvatt fylgjendur sína til þess að hafna Dalai Lama sem Kínverjar velji. Mannréttindasamtökin Amnesty International sögðu í yfirlýsingu í dag að tilraunir kínverskra stjórnvalda til þess að stýra vali á næsta Dalai Lama væru bein árás á trúfrelsi Tíbeta. Núverandi Dalai Lama er sá fjórtándi í röðinni. Hann var fimm ára gamall þegar hann var lýstur endurholdgaður trúarleiðtogi tíbetskra búddista. Það getur tekið nokkur ár að finna næsta Dalai Lama.
Tíbet Kína Trúmál Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira