„Það er ekki þörf á mér lengur“ Aron Guðmundsson skrifar 3. júlí 2025 15:32 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, styrktarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Vísir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, styrktarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er til staðar fyrir þá leikmenn sem vilja leita til hennar en segir mikilvægt að vera ekki yfirþyrmandi. Gunnhildur nýtur sín sem þjálfari í teymi landsliðsins og segir það ekki kitla að sprikla með á æfingum. Ísland tapaði fyrsta leik sínum á EM í Sviss í gærkvöldi gegn Finnlandi og var frammistaða liðsins undir væntingum, náði aldrei flugi. Gunnhildur Yrsa lék á sínum tíma 102 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og fór á stórmót með liðinu, það fylgi því alltaf stress og spenna að fara á þannig mót. Klippa: „Erum alltaf okkar helsti gagnrýnandi“ „Mér fannst leikurinn bara upp og niður og stelpurnar eiga svakalegt hrós skilið fyrir sína frammistöðu eftir að þær urðu einum manni færri. Þær gáfust aldrei upp. Ég er ótrúlega stolt af þeim.“ En ertu í svona stöðu að miðla af reynslu þinni sem leikmaður til stelpnanna? „Já og nei. Maður vill ekki vera yfirþyrmandi en vill þó alltaf vera til staðar fyrir þær. Maður er til staðar fyrir þær sem þurfa þess, þær vita að þær geta alltaf leitað til mín og vita það manna best. Þetta eru atvinnukonur með mikla reynslu sjálfar. Við erum alltaf okkar helsti gagnrýnandi. Maður er líka hérna til þess að peppa þær áfram, koma þeim í gang. Nú tekur við annar leikur, sex stig í pottinum.“ Gunnhildur hefur þó ekki lagt fótboltaskóna alfarið á hilluna. Hún leikur í kanadísku úrvalsdeildinni með liði Halifax Tide þar sem að hún er fyrirliði liðsins. Kitlar það ekkert að stíga inn á völlinn hér og taka þátt í æfingum? „Mínir landsliðsskór eru komnir upp á hilluna og ég nýt mín betur núna sem þjálfari. Það er geggjað að vera enn þá hluti af þessum hóp. Þær hafa tekið vel á móti mér sem þjálfari og hafa stutt mig í því. Ég treysti þeim hundrað prósent í þessu verkefni. Það er ekki þörf á mér lengur.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Ísland tapaði fyrsta leik sínum á EM í Sviss í gærkvöldi gegn Finnlandi og var frammistaða liðsins undir væntingum, náði aldrei flugi. Gunnhildur Yrsa lék á sínum tíma 102 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og fór á stórmót með liðinu, það fylgi því alltaf stress og spenna að fara á þannig mót. Klippa: „Erum alltaf okkar helsti gagnrýnandi“ „Mér fannst leikurinn bara upp og niður og stelpurnar eiga svakalegt hrós skilið fyrir sína frammistöðu eftir að þær urðu einum manni færri. Þær gáfust aldrei upp. Ég er ótrúlega stolt af þeim.“ En ertu í svona stöðu að miðla af reynslu þinni sem leikmaður til stelpnanna? „Já og nei. Maður vill ekki vera yfirþyrmandi en vill þó alltaf vera til staðar fyrir þær. Maður er til staðar fyrir þær sem þurfa þess, þær vita að þær geta alltaf leitað til mín og vita það manna best. Þetta eru atvinnukonur með mikla reynslu sjálfar. Við erum alltaf okkar helsti gagnrýnandi. Maður er líka hérna til þess að peppa þær áfram, koma þeim í gang. Nú tekur við annar leikur, sex stig í pottinum.“ Gunnhildur hefur þó ekki lagt fótboltaskóna alfarið á hilluna. Hún leikur í kanadísku úrvalsdeildinni með liði Halifax Tide þar sem að hún er fyrirliði liðsins. Kitlar það ekkert að stíga inn á völlinn hér og taka þátt í æfingum? „Mínir landsliðsskór eru komnir upp á hilluna og ég nýt mín betur núna sem þjálfari. Það er geggjað að vera enn þá hluti af þessum hóp. Þær hafa tekið vel á móti mér sem þjálfari og hafa stutt mig í því. Ég treysti þeim hundrað prósent í þessu verkefni. Það er ekki þörf á mér lengur.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira