„Það er ekki þörf á mér lengur“ Aron Guðmundsson skrifar 3. júlí 2025 15:32 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, styrktarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Vísir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, styrktarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er til staðar fyrir þá leikmenn sem vilja leita til hennar en segir mikilvægt að vera ekki yfirþyrmandi. Gunnhildur nýtur sín sem þjálfari í teymi landsliðsins og segir það ekki kitla að sprikla með á æfingum. Ísland tapaði fyrsta leik sínum á EM í Sviss í gærkvöldi gegn Finnlandi og var frammistaða liðsins undir væntingum, náði aldrei flugi. Gunnhildur Yrsa lék á sínum tíma 102 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og fór á stórmót með liðinu, það fylgi því alltaf stress og spenna að fara á þannig mót. Klippa: „Erum alltaf okkar helsti gagnrýnandi“ „Mér fannst leikurinn bara upp og niður og stelpurnar eiga svakalegt hrós skilið fyrir sína frammistöðu eftir að þær urðu einum manni færri. Þær gáfust aldrei upp. Ég er ótrúlega stolt af þeim.“ En ertu í svona stöðu að miðla af reynslu þinni sem leikmaður til stelpnanna? „Já og nei. Maður vill ekki vera yfirþyrmandi en vill þó alltaf vera til staðar fyrir þær. Maður er til staðar fyrir þær sem þurfa þess, þær vita að þær geta alltaf leitað til mín og vita það manna best. Þetta eru atvinnukonur með mikla reynslu sjálfar. Við erum alltaf okkar helsti gagnrýnandi. Maður er líka hérna til þess að peppa þær áfram, koma þeim í gang. Nú tekur við annar leikur, sex stig í pottinum.“ Gunnhildur hefur þó ekki lagt fótboltaskóna alfarið á hilluna. Hún leikur í kanadísku úrvalsdeildinni með liði Halifax Tide þar sem að hún er fyrirliði liðsins. Kitlar það ekkert að stíga inn á völlinn hér og taka þátt í æfingum? „Mínir landsliðsskór eru komnir upp á hilluna og ég nýt mín betur núna sem þjálfari. Það er geggjað að vera enn þá hluti af þessum hóp. Þær hafa tekið vel á móti mér sem þjálfari og hafa stutt mig í því. Ég treysti þeim hundrað prósent í þessu verkefni. Það er ekki þörf á mér lengur.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Ísland tapaði fyrsta leik sínum á EM í Sviss í gærkvöldi gegn Finnlandi og var frammistaða liðsins undir væntingum, náði aldrei flugi. Gunnhildur Yrsa lék á sínum tíma 102 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og fór á stórmót með liðinu, það fylgi því alltaf stress og spenna að fara á þannig mót. Klippa: „Erum alltaf okkar helsti gagnrýnandi“ „Mér fannst leikurinn bara upp og niður og stelpurnar eiga svakalegt hrós skilið fyrir sína frammistöðu eftir að þær urðu einum manni færri. Þær gáfust aldrei upp. Ég er ótrúlega stolt af þeim.“ En ertu í svona stöðu að miðla af reynslu þinni sem leikmaður til stelpnanna? „Já og nei. Maður vill ekki vera yfirþyrmandi en vill þó alltaf vera til staðar fyrir þær. Maður er til staðar fyrir þær sem þurfa þess, þær vita að þær geta alltaf leitað til mín og vita það manna best. Þetta eru atvinnukonur með mikla reynslu sjálfar. Við erum alltaf okkar helsti gagnrýnandi. Maður er líka hérna til þess að peppa þær áfram, koma þeim í gang. Nú tekur við annar leikur, sex stig í pottinum.“ Gunnhildur hefur þó ekki lagt fótboltaskóna alfarið á hilluna. Hún leikur í kanadísku úrvalsdeildinni með liði Halifax Tide þar sem að hún er fyrirliði liðsins. Kitlar það ekkert að stíga inn á völlinn hér og taka þátt í æfingum? „Mínir landsliðsskór eru komnir upp á hilluna og ég nýt mín betur núna sem þjálfari. Það er geggjað að vera enn þá hluti af þessum hóp. Þær hafa tekið vel á móti mér sem þjálfari og hafa stutt mig í því. Ég treysti þeim hundrað prósent í þessu verkefni. Það er ekki þörf á mér lengur.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira