Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2025 09:10 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, gefur Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, danskt knus og kram við komuna til Árósa í gær. AP/Mikkel Berg Pedersen/Ritzau Danir, sem hafa tekið við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins, vilja að sambandið beiti sér af fullum þunga gegn Ungverjalandi vegna áframhaldandi brota gegn grundvallargildum þess. Til greina kemur að svipta Ungverja atkvæðarétti í ákveðnum málum. Stjórn þjóðernispopúlistans Viktors Orban í Ungverjalandi hefur reynst erfiður ljár í þúfu fyrir Evrópusambandið á undanförnum árum. Hún hefur náð kverkataki á dómstólum í landinu, grafið undan frjálsum fjölmiðlum og félagasamtökum og beitt sér gegn hinsegin fólki og innflytjendum. Þá hefur Orban staðið í vegi Evrópusambandsaðildar Úkraínu og torveldað sambandinu að aðstoða Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa. Orban er einn nánasti bandamaður Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í Evrópu. Danir tóku við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins í vikunni og ætla að segja hingað og ekki lengra. Marie Bjerre, Evrópumálaráðherra Danmerkur, segir að aukinn kraftur verði settur í að kanna hvort ástæða sé til þess að refsa Ungverjum á grundvelli sjöundu greinar sáttmálans um Evrópusambandsins. Hún gerir ráð fyrir að hægt sé að svipta ríki atkvæðarétti ef þau brjóta alvarlega eða viðvarandi gegn grunngildum sambandsins. „Við sjáum grundvallargildin enn brotin,“ sagði Bjerre við fréttamenn í Árósum þegar framkvæmdastjórnin heimsóttu borgina í tilefni af formennskuskiptunum í ráðherraráðinu. Viktor Orban er forsætisráðherra Ungverjalands. Hann hefur meðal annars staðið í vegi Evrópusambandsaðildar Úkraínu. Tengsl hans við Vladímír Pútín Rússlandsforseta eru enda náin.Getty/Tacca Evrópusambandið hefur fram að þessu veigrað sér við að beita heimildinni gegn Ungverjum þrátt fyrir að það hafi lengi sakað þá um að brjóta reglur þess. Evrópska útgáfa Politico segir að ef Dönum sé alvara með að sverfa til stáls gegn Ungverjum þurfi þeir að fá afgerandi stuðning Frakka og Þjóðverja sem hafa til þessa ekki verið tilbúnir að ganga svo langt. Bjerre segir að einnig komi til greina að takmarka aðgang ríkja sem brjóta reglurnar að sameiginlegum sjóðum sambandsins. Danmörk Evrópusambandið Ungverjaland Úkraína Moldóva Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Stjórn þjóðernispopúlistans Viktors Orban í Ungverjalandi hefur reynst erfiður ljár í þúfu fyrir Evrópusambandið á undanförnum árum. Hún hefur náð kverkataki á dómstólum í landinu, grafið undan frjálsum fjölmiðlum og félagasamtökum og beitt sér gegn hinsegin fólki og innflytjendum. Þá hefur Orban staðið í vegi Evrópusambandsaðildar Úkraínu og torveldað sambandinu að aðstoða Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa. Orban er einn nánasti bandamaður Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í Evrópu. Danir tóku við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins í vikunni og ætla að segja hingað og ekki lengra. Marie Bjerre, Evrópumálaráðherra Danmerkur, segir að aukinn kraftur verði settur í að kanna hvort ástæða sé til þess að refsa Ungverjum á grundvelli sjöundu greinar sáttmálans um Evrópusambandsins. Hún gerir ráð fyrir að hægt sé að svipta ríki atkvæðarétti ef þau brjóta alvarlega eða viðvarandi gegn grunngildum sambandsins. „Við sjáum grundvallargildin enn brotin,“ sagði Bjerre við fréttamenn í Árósum þegar framkvæmdastjórnin heimsóttu borgina í tilefni af formennskuskiptunum í ráðherraráðinu. Viktor Orban er forsætisráðherra Ungverjalands. Hann hefur meðal annars staðið í vegi Evrópusambandsaðildar Úkraínu. Tengsl hans við Vladímír Pútín Rússlandsforseta eru enda náin.Getty/Tacca Evrópusambandið hefur fram að þessu veigrað sér við að beita heimildinni gegn Ungverjum þrátt fyrir að það hafi lengi sakað þá um að brjóta reglur þess. Evrópska útgáfa Politico segir að ef Dönum sé alvara með að sverfa til stáls gegn Ungverjum þurfi þeir að fá afgerandi stuðning Frakka og Þjóðverja sem hafa til þessa ekki verið tilbúnir að ganga svo langt. Bjerre segir að einnig komi til greina að takmarka aðgang ríkja sem brjóta reglurnar að sameiginlegum sjóðum sambandsins.
Danmörk Evrópusambandið Ungverjaland Úkraína Moldóva Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira