Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Bjarki Sigurðsson skrifar 4. júlí 2025 11:38 Rúður voru brotnar til að hægt væri að komast inn við Austurbrún 21. Visir/Viktor freyr Tveir voru handteknir eftir húsleit í Laugardal annars vegar og Kópavogi hins vegar í gær. Handtökurnar tengjast umfangsmikilli rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fimm í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Fréttastofa greindi í gær frá stórri lögregluaðgerð við Austurbrún í Reykjavík. Lögreglumenn brutu glerútidyrahurð tvíbýlis til að komast þangað inn og var lóðin girt af á meðan vettvangur var rannsakaður. Um svipað leyti var farið í aðra húsleit í Kópavogi. Aðgerðirnar voru framkvæmdar sem liður í rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri brotastarfsemi. Rannsóknin teygir anga sína víða, og hefur húsleit einnig verið framkvæmd bæði á Raufarhöfn og Borgarnesi. Tveir voru handteknir í gær en öðrum þeirra var síðar sleppt lausum að sögn Skarphéðins Aðalsteinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. „Við erum búin að fara í húsleit sex sinnum víðs vegar á landinu og erum að rannsaka mögulega skipulagða brotastarfsemi sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna. Við erum með fimm í gæsluvarðhaldi og það er til skoðunar hvort við förum fram á gæsluvarðhald yfir þeim sjötta,“ segir Skarphéðinn. Hann segist ekki geta tjáð sig um hvort skipulagða brotastarfsemin snúi að fleiru en bara fíkniefnaframleiðslu. „Þetta er umfangsmikið og tímafrekt, eins og svona rannsóknir eru. En mikilvægt fyrir samfélagið,“ segir Skarphéðinn. Búið er að leggja hald á þónokkuð af fíkniefnum og tækjum til fíkniefnaframleiðslu, en engin vopn. „Þetta er mál sem teygir anga sína víða, eins og fram hefur komið. Það eru margir sem tengjast málinu á mörgum stöðum,“ segir Skarphéðinn. Var þetta síðasta aðgerðin eða áttu von á að það verði ráðist í fleiri aðgerðir vegna rannsóknarinnar? „Ég bara get ekki svarað því eins og staðan er. Málið er enn til rannsóknar og við verðum að sjá til hvert það leiðir okkur.“ Lögreglumál Fíkniefnabrot Reykjavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Fréttastofa greindi í gær frá stórri lögregluaðgerð við Austurbrún í Reykjavík. Lögreglumenn brutu glerútidyrahurð tvíbýlis til að komast þangað inn og var lóðin girt af á meðan vettvangur var rannsakaður. Um svipað leyti var farið í aðra húsleit í Kópavogi. Aðgerðirnar voru framkvæmdar sem liður í rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri brotastarfsemi. Rannsóknin teygir anga sína víða, og hefur húsleit einnig verið framkvæmd bæði á Raufarhöfn og Borgarnesi. Tveir voru handteknir í gær en öðrum þeirra var síðar sleppt lausum að sögn Skarphéðins Aðalsteinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. „Við erum búin að fara í húsleit sex sinnum víðs vegar á landinu og erum að rannsaka mögulega skipulagða brotastarfsemi sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna. Við erum með fimm í gæsluvarðhaldi og það er til skoðunar hvort við förum fram á gæsluvarðhald yfir þeim sjötta,“ segir Skarphéðinn. Hann segist ekki geta tjáð sig um hvort skipulagða brotastarfsemin snúi að fleiru en bara fíkniefnaframleiðslu. „Þetta er umfangsmikið og tímafrekt, eins og svona rannsóknir eru. En mikilvægt fyrir samfélagið,“ segir Skarphéðinn. Búið er að leggja hald á þónokkuð af fíkniefnum og tækjum til fíkniefnaframleiðslu, en engin vopn. „Þetta er mál sem teygir anga sína víða, eins og fram hefur komið. Það eru margir sem tengjast málinu á mörgum stöðum,“ segir Skarphéðinn. Var þetta síðasta aðgerðin eða áttu von á að það verði ráðist í fleiri aðgerðir vegna rannsóknarinnar? „Ég bara get ekki svarað því eins og staðan er. Málið er enn til rannsóknar og við verðum að sjá til hvert það leiðir okkur.“
Lögreglumál Fíkniefnabrot Reykjavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira