„Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2025 21:33 Rob Holding og tengdamamma hans, Eunice Quason, á leiknum gegn Finnum á EM. Sveindís segir Holding hafa notið þess í botn að vera meðal íslenskra stuðningsmanna. vísir/Anton Sveindís Jane Jónsdóttir er lítið fyrir það að ræða um fótbolta, nema þegar það er hluti af hennar störfum sem fótboltakonu. Þó að kærasti hennar Rob Holding sé einnig þekktur fótboltamaður þá tala þau eiginlega ekkert um boltann. Það er um það bil sólarhringur í næsta leik Íslands á EM þegar liðið mætir Sviss í Bern annað kvöld. Bæði lið urðu að sætta sig við tap á fyrsta leikdegi og því er gríðarlega mikið undir í leiknum. Holding, sem er meðal annars fyrrverandi leikmaður Arsenal, var á meðal stuðningsmanna Íslands á leiknum við Finna á miðvikudaginn, hress í bragði og gaf af sér á Fan Zone fyrir leikinn. Hann var svo klár í víkingaklappið á leiknum sjálfum: „Honum fannst það geggjað. Hann hafði aldrei gert það áður og ég held að hann hafi ekki séð þetta fyrir sér fyrir svona tveimur árum. Hann kom einmitt inná að þetta væri fyrsta stórmótið hans, kvennamegin, og honum fannst þetta bara mjög skemmtilegt og elskaði íslenska stuðningsmenn,“ sagði Sveindís við Vísi í gær, í hótelgarði landsliðsins í Sviss. Klippa: Sveindís og Holding tala um allt annað en fótbolta „Tala voða lítið um fótbolta“ Þau Holding gátu varið góðri stund saman á fimmtudaginn, þegar leikmenn fengu frídag, en sá tími var ekki nýttur til að ræða neitt varðandi leikinn við Finna eða komandi rimmu við Sviss: „Ég tala voða lítið um fótbolta, ef ég er ekki í fótbolta. Mér finnst bara gott að tala um eitthvað allt annað við hann. Við höfum nóg annað að tala um,“ sagði Sveindís sem naut þess vel að verja tíma með Holding og pabba hans, mömmu sinni og pabba, í Thun. „Við vorum hér á hótelinu í smátíma og fórum svo bara niður í bæ og fengum okkur kvöldmat. Nýttum daginn vel og kvöldið. Þetta var mjög næs og kærkomið frí og ég held að allir hafi nýtt þetta vel. Þetta var örugglega mjög gott fyrir alla, líka þau í staffinu. Aðeins að koma okkur út. Þetta er frábært svæði hér en það er líka gott að koma sér út fyrir svæðið og njóta,“ sagði Sveindís. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Sjá meira
Það er um það bil sólarhringur í næsta leik Íslands á EM þegar liðið mætir Sviss í Bern annað kvöld. Bæði lið urðu að sætta sig við tap á fyrsta leikdegi og því er gríðarlega mikið undir í leiknum. Holding, sem er meðal annars fyrrverandi leikmaður Arsenal, var á meðal stuðningsmanna Íslands á leiknum við Finna á miðvikudaginn, hress í bragði og gaf af sér á Fan Zone fyrir leikinn. Hann var svo klár í víkingaklappið á leiknum sjálfum: „Honum fannst það geggjað. Hann hafði aldrei gert það áður og ég held að hann hafi ekki séð þetta fyrir sér fyrir svona tveimur árum. Hann kom einmitt inná að þetta væri fyrsta stórmótið hans, kvennamegin, og honum fannst þetta bara mjög skemmtilegt og elskaði íslenska stuðningsmenn,“ sagði Sveindís við Vísi í gær, í hótelgarði landsliðsins í Sviss. Klippa: Sveindís og Holding tala um allt annað en fótbolta „Tala voða lítið um fótbolta“ Þau Holding gátu varið góðri stund saman á fimmtudaginn, þegar leikmenn fengu frídag, en sá tími var ekki nýttur til að ræða neitt varðandi leikinn við Finna eða komandi rimmu við Sviss: „Ég tala voða lítið um fótbolta, ef ég er ekki í fótbolta. Mér finnst bara gott að tala um eitthvað allt annað við hann. Við höfum nóg annað að tala um,“ sagði Sveindís sem naut þess vel að verja tíma með Holding og pabba hans, mömmu sinni og pabba, í Thun. „Við vorum hér á hótelinu í smátíma og fórum svo bara niður í bæ og fengum okkur kvöldmat. Nýttum daginn vel og kvöldið. Þetta var mjög næs og kærkomið frí og ég held að allir hafi nýtt þetta vel. Þetta var örugglega mjög gott fyrir alla, líka þau í staffinu. Aðeins að koma okkur út. Þetta er frábært svæði hér en það er líka gott að koma sér út fyrir svæðið og njóta,“ sagði Sveindís.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Sjá meira