Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2025 09:00 Alisha Lehmann og Sveindís Jane Jónsdóttir gætu mæst í Bern í kvöld en það verður þó að segjast að Sveindís er í mikið stærra hlutverki hjá Íslandi en Lehmann hjá Sviss. Samsett/Getty Stærsta stjarna svissneska liðsins, sem Ísland mætir á EM í kvöld, er alls ekki besti leikmaður liðsins. Alisha Lehmann er með 17 milljón fylgjendur á Instagram, langflesta af öllum fótboltakonum í heiminum. Sveindís Jane Jónsdóttir segir það gefa leiknum aukakrydd að Sviss sé með Lehmann innanborðs. Lehmann, sem er 26 ára gömul, hefur verið leikmaður Juventus síðustu misseri en var áður hjá Aston Villa og West Ham á Englandi. Þá á hún að baki fjölda landsleikja en er þó ekki ein af þeim sem þjálfarinn Pia Sundhage treystir helst á. Sveindís er sjálf virk á samfélagsmiðlum og segir það vel gert hjá Lehmann hve miklum vinsældum hún hafi náð á Instagram. „Ég held að hún hafi búið til sinn fylgjendahóp bara sjálf. Fínasti leikmaður en ég hef ekki séð hana spila mikið. Hún er alla vega í þessu landsliði og hefur örugglega unnið fyrir því sjálf,“ sagði Sveindís aðspurð um Lehmann í hótelgarði landsliðsins um helgina, eins og sjá má hér að neðan. Klippa: Sveindís hrósaði stjörnu Sviss „Ég veit ekki hvort hún spili á móti okkur en ég held að það yrði bara skemmtilegt. Stuðningsfólk Sviss yrði mjög ánægt með að fá hana inn á. Við spiluðum við þær fyrir tveimur árum og það trylltist allt þegar hún kom inn á. Ég þekki hana voða lítið en hef heyrt góða hluti um hana og hún er flott manneskja. Flott hjá henni að hafa búið til svona góðan og stóran fylgjendahóp,“ sagði Sveindís. Kemur fyrir að ljót skilaboð berist Lehmann hefur sjálf talað um það að allri athyglinni geti fylgt leiðindi og ljót skilaboð en Sveindís tengir lítið við það: „Ég held að hún sé með svona 17 milljón followers þannig að það er kannski smámunur þarna á milli,“ sagði Sveindís og hló, áður en hún bætti við: „Ég alla vega tengi lítið við það. En það getur alveg komið fyrir að það séu einhverjir með ljót skilaboð sem þeir senda á mann en maður á ekkert að vera að pæla í því. Þau eru oftast undir leyndum notendanöfnum og eitthvað sem maður ætti ekki að vera að spá neitt í.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ „Við þekkjum vel styrkleika þessa liðs og hvað við þurfum að gera til að ná okkur í stig,“ segir Sandra María Jessen um hálfgerðan úrslitaleik Íslands við Sviss á EM í fótbolta á morgun. 5. júlí 2025 11:05 Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sandra María Jessen hefur gengið í gegnum ýmislegt á þeim þrettán árum sem eru liðin síðan hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hún er núna orðin mamma, laus við öll meiðsli og í sínu besta formi mætt á EM í Sviss. 5. júlí 2025 09:03 Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ „Mér finnst þetta auðvitað mjög gott,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir um það að búa yfir sennilega mesta hraða nokkurs leikmanns á Evrópumótinu í fótbolta. Liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu eru alla vega sammála um að þessi hæfileiki hennar sé eitthvað sem þær myndu vilja hafa. 4. júlí 2025 22:00 Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Sveindís Jane Jónsdóttir gefur lítið fyrir þá ákvörðun hins (áður) virta miðils The Athletic að hafa sett íslensku landsliðstreyjuna í neðsta sæti yfir fallegustu búningana á EM í fótbolta í Sviss. 4. júlí 2025 17:30 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira
Lehmann, sem er 26 ára gömul, hefur verið leikmaður Juventus síðustu misseri en var áður hjá Aston Villa og West Ham á Englandi. Þá á hún að baki fjölda landsleikja en er þó ekki ein af þeim sem þjálfarinn Pia Sundhage treystir helst á. Sveindís er sjálf virk á samfélagsmiðlum og segir það vel gert hjá Lehmann hve miklum vinsældum hún hafi náð á Instagram. „Ég held að hún hafi búið til sinn fylgjendahóp bara sjálf. Fínasti leikmaður en ég hef ekki séð hana spila mikið. Hún er alla vega í þessu landsliði og hefur örugglega unnið fyrir því sjálf,“ sagði Sveindís aðspurð um Lehmann í hótelgarði landsliðsins um helgina, eins og sjá má hér að neðan. Klippa: Sveindís hrósaði stjörnu Sviss „Ég veit ekki hvort hún spili á móti okkur en ég held að það yrði bara skemmtilegt. Stuðningsfólk Sviss yrði mjög ánægt með að fá hana inn á. Við spiluðum við þær fyrir tveimur árum og það trylltist allt þegar hún kom inn á. Ég þekki hana voða lítið en hef heyrt góða hluti um hana og hún er flott manneskja. Flott hjá henni að hafa búið til svona góðan og stóran fylgjendahóp,“ sagði Sveindís. Kemur fyrir að ljót skilaboð berist Lehmann hefur sjálf talað um það að allri athyglinni geti fylgt leiðindi og ljót skilaboð en Sveindís tengir lítið við það: „Ég held að hún sé með svona 17 milljón followers þannig að það er kannski smámunur þarna á milli,“ sagði Sveindís og hló, áður en hún bætti við: „Ég alla vega tengi lítið við það. En það getur alveg komið fyrir að það séu einhverjir með ljót skilaboð sem þeir senda á mann en maður á ekkert að vera að pæla í því. Þau eru oftast undir leyndum notendanöfnum og eitthvað sem maður ætti ekki að vera að spá neitt í.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ „Við þekkjum vel styrkleika þessa liðs og hvað við þurfum að gera til að ná okkur í stig,“ segir Sandra María Jessen um hálfgerðan úrslitaleik Íslands við Sviss á EM í fótbolta á morgun. 5. júlí 2025 11:05 Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sandra María Jessen hefur gengið í gegnum ýmislegt á þeim þrettán árum sem eru liðin síðan hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hún er núna orðin mamma, laus við öll meiðsli og í sínu besta formi mætt á EM í Sviss. 5. júlí 2025 09:03 Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ „Mér finnst þetta auðvitað mjög gott,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir um það að búa yfir sennilega mesta hraða nokkurs leikmanns á Evrópumótinu í fótbolta. Liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu eru alla vega sammála um að þessi hæfileiki hennar sé eitthvað sem þær myndu vilja hafa. 4. júlí 2025 22:00 Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Sveindís Jane Jónsdóttir gefur lítið fyrir þá ákvörðun hins (áður) virta miðils The Athletic að hafa sett íslensku landsliðstreyjuna í neðsta sæti yfir fallegustu búningana á EM í fótbolta í Sviss. 4. júlí 2025 17:30 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira
„Vitum hvað það var sem að klikkaði“ „Við þekkjum vel styrkleika þessa liðs og hvað við þurfum að gera til að ná okkur í stig,“ segir Sandra María Jessen um hálfgerðan úrslitaleik Íslands við Sviss á EM í fótbolta á morgun. 5. júlí 2025 11:05
Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sandra María Jessen hefur gengið í gegnum ýmislegt á þeim þrettán árum sem eru liðin síðan hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hún er núna orðin mamma, laus við öll meiðsli og í sínu besta formi mætt á EM í Sviss. 5. júlí 2025 09:03
Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ „Mér finnst þetta auðvitað mjög gott,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir um það að búa yfir sennilega mesta hraða nokkurs leikmanns á Evrópumótinu í fótbolta. Liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu eru alla vega sammála um að þessi hæfileiki hennar sé eitthvað sem þær myndu vilja hafa. 4. júlí 2025 22:00
Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Sveindís Jane Jónsdóttir gefur lítið fyrir þá ákvörðun hins (áður) virta miðils The Athletic að hafa sett íslensku landsliðstreyjuna í neðsta sæti yfir fallegustu búningana á EM í fótbolta í Sviss. 4. júlí 2025 17:30