Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2025 10:30 Sandra María í viðtali eftir tapið gegn Finnum á miðvikudaginn. Getty/Aitor Alcalde Sandra María Jessen verður í ansi öðru umhverfi en hún hefur vanist í sumar, þegar hún stígur inn á troðfullan 30.000 manna Wankdorf-leikvanginn í kvöld eftir að hafa spilað inni í Boganum með Þór/KA. Ísland leikur sannkallaðan lykilleik á EM í fótbolta í kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma, þegar liðið mætir heimakonum í Sviss. Liðin mættust einmitt tvisvar í Þjóðadeildinni fyrr á þessu ári og gerðu þá í tvígang jafntefli, en nú er tilefnið enn stærra og ljóst að áhorfendur munu láta vel í sér heyra: „Það verða mikil læti og þess vegna skiptir miklu máli að við stelpurnar séum með góða líkamstjáningu okkar á milli og þekkjum og tengjum vel við næstu leikmenn á vellinum. Við erum búnar að fara yfir þetta allt vel, það er verið að aðstoða okkur eins mikið og hægt er og undirbúa okkur, og við vitum alveg hvað er í húfi og að stemningin verður gríðarmikil,“ sagði Sandra María á fjölmiðlahittingi við hótel landsliðsins, í aðdraganda leiksins. Klippa: Sandra María ætlar að gera EM að sínu „Þetta er lið sem við höfum mætt oft undanfarið og við þekkjum vel inn á þeirra styrkleika og veikleika. Við vitum hvað það var sem klikkaði í fyrri hálfleik og hvað það var sem við gerðum þegar við svöruðum svona vel, eftir að hafa lent 3-0 undir. Ég held að við tökum það með okkur og byggjum ofan á það. Við sýndum og sönnuðum fyrir okkur að við erum færar um þetta. Við þurfum bara að byrja frá mínútu eitt, í stað þess að bíða eftir að eitthvað gerist. Að þetta sé strax „allt eða ekkert“. Maður er bara jákvæður. Við þekkjum vel styrkleika þessa liðs og hvað þarf til að ná okkur í stig,“ sagði Sandra María. Hún var í fremstu víglínu Íslands gegn Finnlandi á miðvikudaginn en hvernig er að mæta nánast beint innan úr Boganum og á stóra leikvanga á stórmóti? „Þetta er rosalega mikill munur þarna á milli, maður verður bara að segja það. Annað væri lygi. En ég tel mig vera mjög vel undirbúna, búin að spila marga stóra leiki með landsliðinu, spila erlendis við sterkustu lið í heimi, og umkringd gæðaleikmönnum í hópnum sem að hjálpa manni að vera á góðum stað þegar leikirnir hefjast,“ sagði Sandra María létt. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sandra María Jessen hefur gengið í gegnum ýmislegt á þeim þrettán árum sem eru liðin síðan hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hún er núna orðin mamma, laus við öll meiðsli og í sínu besta formi mætt á EM í Sviss. 5. júlí 2025 09:03 „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ „Við þekkjum vel styrkleika þessa liðs og hvað við þurfum að gera til að ná okkur í stig,“ segir Sandra María Jessen um hálfgerðan úrslitaleik Íslands við Sviss á EM í fótbolta á morgun. 5. júlí 2025 11:05 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Sjá meira
Ísland leikur sannkallaðan lykilleik á EM í fótbolta í kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma, þegar liðið mætir heimakonum í Sviss. Liðin mættust einmitt tvisvar í Þjóðadeildinni fyrr á þessu ári og gerðu þá í tvígang jafntefli, en nú er tilefnið enn stærra og ljóst að áhorfendur munu láta vel í sér heyra: „Það verða mikil læti og þess vegna skiptir miklu máli að við stelpurnar séum með góða líkamstjáningu okkar á milli og þekkjum og tengjum vel við næstu leikmenn á vellinum. Við erum búnar að fara yfir þetta allt vel, það er verið að aðstoða okkur eins mikið og hægt er og undirbúa okkur, og við vitum alveg hvað er í húfi og að stemningin verður gríðarmikil,“ sagði Sandra María á fjölmiðlahittingi við hótel landsliðsins, í aðdraganda leiksins. Klippa: Sandra María ætlar að gera EM að sínu „Þetta er lið sem við höfum mætt oft undanfarið og við þekkjum vel inn á þeirra styrkleika og veikleika. Við vitum hvað það var sem klikkaði í fyrri hálfleik og hvað það var sem við gerðum þegar við svöruðum svona vel, eftir að hafa lent 3-0 undir. Ég held að við tökum það með okkur og byggjum ofan á það. Við sýndum og sönnuðum fyrir okkur að við erum færar um þetta. Við þurfum bara að byrja frá mínútu eitt, í stað þess að bíða eftir að eitthvað gerist. Að þetta sé strax „allt eða ekkert“. Maður er bara jákvæður. Við þekkjum vel styrkleika þessa liðs og hvað þarf til að ná okkur í stig,“ sagði Sandra María. Hún var í fremstu víglínu Íslands gegn Finnlandi á miðvikudaginn en hvernig er að mæta nánast beint innan úr Boganum og á stóra leikvanga á stórmóti? „Þetta er rosalega mikill munur þarna á milli, maður verður bara að segja það. Annað væri lygi. En ég tel mig vera mjög vel undirbúna, búin að spila marga stóra leiki með landsliðinu, spila erlendis við sterkustu lið í heimi, og umkringd gæðaleikmönnum í hópnum sem að hjálpa manni að vera á góðum stað þegar leikirnir hefjast,“ sagði Sandra María létt.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sandra María Jessen hefur gengið í gegnum ýmislegt á þeim þrettán árum sem eru liðin síðan hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hún er núna orðin mamma, laus við öll meiðsli og í sínu besta formi mætt á EM í Sviss. 5. júlí 2025 09:03 „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ „Við þekkjum vel styrkleika þessa liðs og hvað við þurfum að gera til að ná okkur í stig,“ segir Sandra María Jessen um hálfgerðan úrslitaleik Íslands við Sviss á EM í fótbolta á morgun. 5. júlí 2025 11:05 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Sjá meira
Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sandra María Jessen hefur gengið í gegnum ýmislegt á þeim þrettán árum sem eru liðin síðan hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hún er núna orðin mamma, laus við öll meiðsli og í sínu besta formi mætt á EM í Sviss. 5. júlí 2025 09:03
„Vitum hvað það var sem að klikkaði“ „Við þekkjum vel styrkleika þessa liðs og hvað við þurfum að gera til að ná okkur í stig,“ segir Sandra María Jessen um hálfgerðan úrslitaleik Íslands við Sviss á EM í fótbolta á morgun. 5. júlí 2025 11:05