Íslenski boltinn

Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Hvuttinn á Hásteinsvelli.
Hvuttinn á Hásteinsvelli. skjáskot

„Hér er kominn óboðinn gestur,“ sagði Kristinn Kjærnested sem er að lýsa leik ÍBV gegn Víking þegar hundur hljóp inn á völlinn.

Það var á 5. mínútu leiksins þegar ÍBV ætlaði að taka hornspyrnu sem hundurinn hljóp inn á völlinn. Vallarstarfsmenn voru fljótir að koma honum af vellinum, og hundurinn virkaði mjög samvinnufús.

Þá rölti hins vegar eigandi hundsins inn á völlinn á eftir honum, hann var ekki jafn hraðskreiður. Þetta tafði leikinn um góða mínútu en hægt er að sjá atvikið í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Hundur truflar leik ÍBV og Víkings



Fleiri fréttir

Sjá meira


×