Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2025 13:16 Löngu innköstin hennar Sveindísar eru vopn sem Svisslendingar eru mjög meðvitaðir um. vísir/Anton Þjálfarinn margreyndi Pia Sundhage, sem stýrir Sviss, er ekki í vafa um hvað sé lykilatriðið í því að vinna Ísland í stórleiknum á EM í fótbolta í kvöld. Þess vegna lét hún meðal annars leikmenn sína æfa það að verjast löngum innköstum Sveindísar Jane Jónsdóttur síðustu dag. Hin sænska Sundhage er orðin 65 ára gömul og hefur verið þjálfari síðan á síðustu öld. Hún hefur stýrt landsliðum Bandaríkjanna, Svíþjóðar, Brasilíu og nú Sviss. Eftir jafnteflin tvö við Ísland í Þjóðadeildinni fyrr á þessu ári veit Sundhage líklega allt sem hún vill vita um íslenska liðið, sem hún sló úr keppni á EM í Svíþjóð 2013 þegar hún stýrði sænska landsliðinu. „Við erum með plan“ „Þetta verður erfiður leikur. Íslenska liðið er líkamlega sterkt og mjög gott lið,“ sagði Sundhage á blaðamannafundi í gær, þegar hún var spurð út í hvað bæri að varast gegn Íslandi: „Ég heyri mig tala alltaf aftur og aftur um föst leikatriði. Þegar við mættum þeim þá voru það líka skyndisóknir [Sveindísar] Jónsdóttur með hennar hraða… Ef við höndlum föstu leikatriðin fer þetta vel. Við erum með plan en stundum lendir þú skrefi á eftir og þá kemur færi. Núna vita allir hvað þeir eiga að gera í föstum leikatriðum. Þetta verður bardagi og mér finnst liðið mjög samstillt til að takast á við margs konar aðstæður. Við verðum tilbúnar,“ sagði Sundhage. Markvörður Svisslendinga, Livia Peng, sagði við svissneska sjónvarpsrétthafann SRF að til að verjast föstum leikatriðum hefði sérstaklega verið líkt eftir löngum innköstum Sveindísar á æfingum. SRF bendir á að innköst Sveindísar virki eins og fastar hornspyrnur en Peng segir svissneska liðið búið að æfa vel að verjast þeim, rétt eins og fyrir fyrri leiki liðanna sem fóru 0-0 og 3-3 á þessu ári. Segja að Wälti sé klár í slaginn Sundhage sagði á blaðamannafundinum í gær að allir leikmenn Sviss væru klárir í slaginn. Það eigi einnig við um lykilmann liðsins, miðjumanninn Lia Wälti, sem varð Evrópumeistari með Arsenal í vor. Wälti hefur verið að glíma við meiðsli en gat spilað í 2-1 tapinu gegn Noregi á miðvikudag og ku aftur tilbúin að spila í kvöld. Íslendingar bíða þess að vita hvort besti leikmaður íslenska liðsins, fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir, nái sér af veikindum sínum í tæka tíð til að spila leikinn. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari sagði að ákvörðun yrði tekin í dag um það. Leikur Íslands og Sviss á EM í fótbolta hefst klukkan sjö að íslenskum tíma. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu á Vísi. Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan má finna alla umfjöllun íþróttadeildar Sýnar af mótinu. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Sjá meira
Hin sænska Sundhage er orðin 65 ára gömul og hefur verið þjálfari síðan á síðustu öld. Hún hefur stýrt landsliðum Bandaríkjanna, Svíþjóðar, Brasilíu og nú Sviss. Eftir jafnteflin tvö við Ísland í Þjóðadeildinni fyrr á þessu ári veit Sundhage líklega allt sem hún vill vita um íslenska liðið, sem hún sló úr keppni á EM í Svíþjóð 2013 þegar hún stýrði sænska landsliðinu. „Við erum með plan“ „Þetta verður erfiður leikur. Íslenska liðið er líkamlega sterkt og mjög gott lið,“ sagði Sundhage á blaðamannafundi í gær, þegar hún var spurð út í hvað bæri að varast gegn Íslandi: „Ég heyri mig tala alltaf aftur og aftur um föst leikatriði. Þegar við mættum þeim þá voru það líka skyndisóknir [Sveindísar] Jónsdóttur með hennar hraða… Ef við höndlum föstu leikatriðin fer þetta vel. Við erum með plan en stundum lendir þú skrefi á eftir og þá kemur færi. Núna vita allir hvað þeir eiga að gera í föstum leikatriðum. Þetta verður bardagi og mér finnst liðið mjög samstillt til að takast á við margs konar aðstæður. Við verðum tilbúnar,“ sagði Sundhage. Markvörður Svisslendinga, Livia Peng, sagði við svissneska sjónvarpsrétthafann SRF að til að verjast föstum leikatriðum hefði sérstaklega verið líkt eftir löngum innköstum Sveindísar á æfingum. SRF bendir á að innköst Sveindísar virki eins og fastar hornspyrnur en Peng segir svissneska liðið búið að æfa vel að verjast þeim, rétt eins og fyrir fyrri leiki liðanna sem fóru 0-0 og 3-3 á þessu ári. Segja að Wälti sé klár í slaginn Sundhage sagði á blaðamannafundinum í gær að allir leikmenn Sviss væru klárir í slaginn. Það eigi einnig við um lykilmann liðsins, miðjumanninn Lia Wälti, sem varð Evrópumeistari með Arsenal í vor. Wälti hefur verið að glíma við meiðsli en gat spilað í 2-1 tapinu gegn Noregi á miðvikudag og ku aftur tilbúin að spila í kvöld. Íslendingar bíða þess að vita hvort besti leikmaður íslenska liðsins, fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir, nái sér af veikindum sínum í tæka tíð til að spila leikinn. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari sagði að ákvörðun yrði tekin í dag um það. Leikur Íslands og Sviss á EM í fótbolta hefst klukkan sjö að íslenskum tíma. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu á Vísi. Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan má finna alla umfjöllun íþróttadeildar Sýnar af mótinu.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Sjá meira