„Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 6. júlí 2025 13:36 Opið bréf til Sönnu Magdalenu Mörtudóttur Sæl, Sanna ég þekki þig ekki neitt nema það sem ég hef séð og lesið í fjölmiðlum og á netinu, ég hreifst strax af þér, meira að sega áður en ég vissi að þú værir sósíalisti. Þú varst skýrmælt, málefnaleg, alþýðulag, skemmtileg, þolinmóð, ákveðin, komst vel fyrir, sterk og sjálfsörugg, falleg að innan sem utan, enda hrifust margir með hvort sem þeir voru Sósíalistar eða ekki. Í kosningabaráttunni í haust hrósaði ég þér og Karli Héðni, „unga flotta fólkið okkar“ deildi efninu ykkar og reyndi að koma ykkur að við öll möguleg umræðuefni við allskonar fólk, ég varði þig meira að segja með tárum, því ég hafði svo mikla trú á þér og ykkur sem leidduð flokkinn. En nú hefurðu sýnt þitt rétta eðli, nota utanaðkomandi fólk til að ná völdum á Vorstjörnunni, sem er „styrktarfélag“ rekið af Sósíalistum og fyrir þeirra fé, undir þeirri lygi að þið væruð að bjarga Samstöðinni. Þitt fyrsta verk sem formaður Vorstjörnunnar var að henda Sósíalistaflokknum út úr Bolholti! Út úr þeirra eigin húsnæði, sem þeir byggðu upp með sameiginlegu átaki og fyrir fjármagn flokksins. Megir þú hafa skömm af. Sósíalistaflokkur Íslands þurfti að fresta fundi sem stóð til að halda til að kynna fyrir flokksmönnum nýja stefnu þeirra í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og íbúa af erlendum uppruna, því flokknum hefur nokkuð skyndilega verið vísað úr húsnæði sínu í Bolholti, flokkurinn þinn er heimilislaus, þökk sé þér! Gangi ykkur vel að halda húsnæðinu og Samstöðinni án peninga frá flokknum, því mest allur peningurinn fór í þetta svo varla var til peningur fyrir kosningabaráttunni síðasta haust. Ég er ansi hrædd um að dagar Samstöðvarinnar séu taldir. Og gangi þér vel í framtíðinni, ekki skil ég hvernig kjósendur eiga að treysta manneskju sem svíkur sína eigin félaga, eða hvaða flokkur vill hafa þig innanborðs miðað við hvernig þú hefur komið fram við flokksbræður þína og systur. Og þú situr enn í Borgarstjórn fyrir flokkinn og kallar þig enn Sósíalista, vinsamlegast leiðréttu þetta, þú ert búinn að stinga flokksbræður þína í bakið og það er ekkert sósíalist við þína hegðun. Þú hefur sannað hið fornkveðna að „oft er flagð undir fögru skinni“ Höfundur er Sósíalisti númer 3181. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmunda G. Guðmundsdóttir Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til Sönnu Magdalenu Mörtudóttur Sæl, Sanna ég þekki þig ekki neitt nema það sem ég hef séð og lesið í fjölmiðlum og á netinu, ég hreifst strax af þér, meira að sega áður en ég vissi að þú værir sósíalisti. Þú varst skýrmælt, málefnaleg, alþýðulag, skemmtileg, þolinmóð, ákveðin, komst vel fyrir, sterk og sjálfsörugg, falleg að innan sem utan, enda hrifust margir með hvort sem þeir voru Sósíalistar eða ekki. Í kosningabaráttunni í haust hrósaði ég þér og Karli Héðni, „unga flotta fólkið okkar“ deildi efninu ykkar og reyndi að koma ykkur að við öll möguleg umræðuefni við allskonar fólk, ég varði þig meira að segja með tárum, því ég hafði svo mikla trú á þér og ykkur sem leidduð flokkinn. En nú hefurðu sýnt þitt rétta eðli, nota utanaðkomandi fólk til að ná völdum á Vorstjörnunni, sem er „styrktarfélag“ rekið af Sósíalistum og fyrir þeirra fé, undir þeirri lygi að þið væruð að bjarga Samstöðinni. Þitt fyrsta verk sem formaður Vorstjörnunnar var að henda Sósíalistaflokknum út úr Bolholti! Út úr þeirra eigin húsnæði, sem þeir byggðu upp með sameiginlegu átaki og fyrir fjármagn flokksins. Megir þú hafa skömm af. Sósíalistaflokkur Íslands þurfti að fresta fundi sem stóð til að halda til að kynna fyrir flokksmönnum nýja stefnu þeirra í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og íbúa af erlendum uppruna, því flokknum hefur nokkuð skyndilega verið vísað úr húsnæði sínu í Bolholti, flokkurinn þinn er heimilislaus, þökk sé þér! Gangi ykkur vel að halda húsnæðinu og Samstöðinni án peninga frá flokknum, því mest allur peningurinn fór í þetta svo varla var til peningur fyrir kosningabaráttunni síðasta haust. Ég er ansi hrædd um að dagar Samstöðvarinnar séu taldir. Og gangi þér vel í framtíðinni, ekki skil ég hvernig kjósendur eiga að treysta manneskju sem svíkur sína eigin félaga, eða hvaða flokkur vill hafa þig innanborðs miðað við hvernig þú hefur komið fram við flokksbræður þína og systur. Og þú situr enn í Borgarstjórn fyrir flokkinn og kallar þig enn Sósíalista, vinsamlegast leiðréttu þetta, þú ert búinn að stinga flokksbræður þína í bakið og það er ekkert sósíalist við þína hegðun. Þú hefur sannað hið fornkveðna að „oft er flagð undir fögru skinni“ Höfundur er Sósíalisti númer 3181.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun