Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar 6. júlí 2025 17:01 Þann 5. júlí síðastliðinn samþykkti Alþingi lagafrumvarp menningarmálaráðherra um sviðslistir, þar sem lögð er til stofnun Óperu, sem mun starfa innan Þjóðleikhússins en hafa aðsetur í Hörpu. Kostir samlegðar leikhússins og óperunnar eru augljósir þegar kemur að samnýtingu stoðdeilda og þekkingar á leikhúsvinnu. Í Hörpu munu rými, sem áður hýstu stoðdeildir, nýtast betur til æfinga fyrir listamenn. Samþykkt frumvarpsins er risastór áfangi í menningarsögu Íslands. Með frumvarpinu er stefnt að því að til verði stöðugildi fyrir einsöngvara og kórsöngvara, sem mun styrkja atvinnustöðu söngvara á Íslandi auk þess að vera forsenda þess að hægt verði að halda samfellu í starfi óperunnar og sinna því margþætta starfi sem til er ætlast af menningarstofnunum í nútímasamfélagi. Stofnun óperunnar hefur vakið mikinn áhuga kollega erlendis, þar sem menningarstofnanir víðast hvar eiga undir högg að sækja vegna niðurskurðar og áhugaleysis stjórnvalda. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú sýnt í verki að hún hyggst setja menningu og listir á oddinn, og setur þannig vonandi fordæmi um það sem koma skal í íslensku samfélagi. Í framhaldinu er mikilvægt að huga að framtíð og vexti Óperunnar, sem og annarra menningarstofnana, styrkja þær og bæta, en um leið skoða leiðir til að þess að meira fjármagn fari í listsköpunina sjálfa. Þetta má meðal annars gera með því að skoða sameiningu Óperunnar, Þjóðleikhússins og Íslenska dansflokksins í eina sviðlistastofnun, þar sem hver eining hefur listrænt sjálfstæði, eins og boðað er í greinargerð með frumvarpinu. Baráttan fyrir stofnun óperu til jafns við Þjóðleikhúsið og Íslenska dansflokkinn hefur staðið í áratugi. Árið 1957 lagði Ragnhildur Helgadóttir til á Alþingi að stofnaður yrði “íslenzkur óperuflokkur”. Þetta hefur því verið löng og ströng barátta með mörgum sigrum sem mótað hafa íslenska óperusögu. Síðustu ár hefur mikil vinna verið sett í að móta framtíð óperu á Íslandi með víðtæku samráði við hagsmunaaðila og mikilli faglegri vinnu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, fyrrverandi menningarmálaráðherra, á gríðarmiklar þakkir skyldar fyrir að hafa komið þessu máli af stað og sýnt því mikinn stuðning og áhuga. Og núverandi menningarmálaráðherra, Logi Einarsson, hélt svo áfram með málið og kann ég honum miklar þakkir fyrir það. Það hafa margir komið að undirbúningi og eftirfylgni þessa máls, sem ber að þakka. Fyrst langar mig að nefna Bandalag íslenskra listamanna og Fagfélag klassískra söngvara á Íslandi sem hafa staðið þétt við málið allt frá byrjun. Ýmsar nefndir hafa starfað um málið og hafa þær allar unnið frábært starf. Þórunn Sigurðardóttir hefur síðan farið fyrir undirbúningsnefnd vegna stofnunar Þjóðaróperu, sem í sátu Þóra Einarsdóttir og Þórunn Gréta Sigurðardóttir, og hafa þær unnið gríðarlega faglegt starf í að finna þá útfærslu sem best hefur hentað. Innan ráðuneytisins ber að þakka Finni Bjarnasyni og Örnu Kristínu Einarsdóttur fyrir að fylgja málinu vel eftir. Aðrir sem eiga gríðarmiklar þakkir skyldar eru Halldór Guðmundsson og Magnús Geir Þórðarson hjá Þjóðleikhúsinu og Svanhildur Konráðsdóttur hjá Hörpu. En mest ber að þakka söngvurum og óperuunnendum sem hafa ekki gefist upp þó á móti hafi blásið. Það hefur öllu máli skipt. Til hamingju Íslendingar! Ég hlakka til að sjá ykkur í óperunni! Höfundur er óperusöngvari og gjaldkeri Klassís, Fagfélags klassískra söngvara á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðaróperan Þjóðleikhúsið Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Þann 5. júlí síðastliðinn samþykkti Alþingi lagafrumvarp menningarmálaráðherra um sviðslistir, þar sem lögð er til stofnun Óperu, sem mun starfa innan Þjóðleikhússins en hafa aðsetur í Hörpu. Kostir samlegðar leikhússins og óperunnar eru augljósir þegar kemur að samnýtingu stoðdeilda og þekkingar á leikhúsvinnu. Í Hörpu munu rými, sem áður hýstu stoðdeildir, nýtast betur til æfinga fyrir listamenn. Samþykkt frumvarpsins er risastór áfangi í menningarsögu Íslands. Með frumvarpinu er stefnt að því að til verði stöðugildi fyrir einsöngvara og kórsöngvara, sem mun styrkja atvinnustöðu söngvara á Íslandi auk þess að vera forsenda þess að hægt verði að halda samfellu í starfi óperunnar og sinna því margþætta starfi sem til er ætlast af menningarstofnunum í nútímasamfélagi. Stofnun óperunnar hefur vakið mikinn áhuga kollega erlendis, þar sem menningarstofnanir víðast hvar eiga undir högg að sækja vegna niðurskurðar og áhugaleysis stjórnvalda. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú sýnt í verki að hún hyggst setja menningu og listir á oddinn, og setur þannig vonandi fordæmi um það sem koma skal í íslensku samfélagi. Í framhaldinu er mikilvægt að huga að framtíð og vexti Óperunnar, sem og annarra menningarstofnana, styrkja þær og bæta, en um leið skoða leiðir til að þess að meira fjármagn fari í listsköpunina sjálfa. Þetta má meðal annars gera með því að skoða sameiningu Óperunnar, Þjóðleikhússins og Íslenska dansflokksins í eina sviðlistastofnun, þar sem hver eining hefur listrænt sjálfstæði, eins og boðað er í greinargerð með frumvarpinu. Baráttan fyrir stofnun óperu til jafns við Þjóðleikhúsið og Íslenska dansflokkinn hefur staðið í áratugi. Árið 1957 lagði Ragnhildur Helgadóttir til á Alþingi að stofnaður yrði “íslenzkur óperuflokkur”. Þetta hefur því verið löng og ströng barátta með mörgum sigrum sem mótað hafa íslenska óperusögu. Síðustu ár hefur mikil vinna verið sett í að móta framtíð óperu á Íslandi með víðtæku samráði við hagsmunaaðila og mikilli faglegri vinnu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, fyrrverandi menningarmálaráðherra, á gríðarmiklar þakkir skyldar fyrir að hafa komið þessu máli af stað og sýnt því mikinn stuðning og áhuga. Og núverandi menningarmálaráðherra, Logi Einarsson, hélt svo áfram með málið og kann ég honum miklar þakkir fyrir það. Það hafa margir komið að undirbúningi og eftirfylgni þessa máls, sem ber að þakka. Fyrst langar mig að nefna Bandalag íslenskra listamanna og Fagfélag klassískra söngvara á Íslandi sem hafa staðið þétt við málið allt frá byrjun. Ýmsar nefndir hafa starfað um málið og hafa þær allar unnið frábært starf. Þórunn Sigurðardóttir hefur síðan farið fyrir undirbúningsnefnd vegna stofnunar Þjóðaróperu, sem í sátu Þóra Einarsdóttir og Þórunn Gréta Sigurðardóttir, og hafa þær unnið gríðarlega faglegt starf í að finna þá útfærslu sem best hefur hentað. Innan ráðuneytisins ber að þakka Finni Bjarnasyni og Örnu Kristínu Einarsdóttur fyrir að fylgja málinu vel eftir. Aðrir sem eiga gríðarmiklar þakkir skyldar eru Halldór Guðmundsson og Magnús Geir Þórðarson hjá Þjóðleikhúsinu og Svanhildur Konráðsdóttur hjá Hörpu. En mest ber að þakka söngvurum og óperuunnendum sem hafa ekki gefist upp þó á móti hafi blásið. Það hefur öllu máli skipt. Til hamingju Íslendingar! Ég hlakka til að sjá ykkur í óperunni! Höfundur er óperusöngvari og gjaldkeri Klassís, Fagfélags klassískra söngvara á Íslandi.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun