Sport

Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Anastasia Pavlyuchenkova var allt annað en sátt með dómara leiksins.
Anastasia Pavlyuchenkova var allt annað en sátt með dómara leiksins. Clive Brunskill/Getty

Tennisspilarinn Anastasia Pavlyuchenkova segir að leiknum hafi verið stolið af henni. Það er vegna þess að rafræna kerfið sem segir til um hvort boltinn fari yfir línuna eða ekki, brást í dag í leik hennar gegn Sonay Kartal.

Kartal sló boltanum of langt í stöðunni 4-4 en tæknin klikkaði og boltinn var dæmdur inni. Pavlyuchenkova sagðist hafa séð að boltinn var úti, og sjónvarpsendursýningar staðfestu það.

Eftir góða pásu þar sem dómari leiksins hringdi til að athuga hvort að kerfið væri í lagi, sagði hann að kerfið hafði ekki virkað í þetta skiptið og að það ætti að endurspila fyrir þetta stig.

Hefði Pavlyuchenkova fengið dæmt stigið, hefði hún komist yfir 5-4. Kartal vann hinsvegar stigið og á endanum leikinn.

Sem betur fer fyrir Wimbledon og Pavlyuchenkova þá vann hún viðureignina og hún heldur áfram í næstu umferð. Þrátt fyrir það var hún ekki sátt í hita leiksins og hafði þetta að segja við dómarann.

„Af því að hún er Breti, geta þau sagt hvað sem er. Þú tókst leikinn frá mér. Þeir stálu leiknum, stálu honum,“ sagði Pavlyuchenkova alveg æf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×