„Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2025 22:16 Þorsteinn Halldórsson gengur af velli í Bern í kvöld, afar vonsvikinn eins og leikmenn og starfslið. vísir/Anton „Eðlilega er ég, leikmenn og allir í kringum liðið þungir yfir þessu,“ sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í Bern í kvöld, eftir að ljóst varð að Ísland kæmist ekki upp úr sínum riðli á EM kvenna í fótbolta. „Vonbrigði. Þetta er bara staðan í dag. Við töpuðum og þurfum að díla við það. Næsti sólarhringur fer í að takast á við þetta og þjappa okkur saman fyrir síðasta leik,“ sagði Þorsteinn, eftir 2-0 tapið gegn Sviss sem gerir að verkum að Ísland er án stiga eftir tvo leiki af þremur. Vísir spurði Þorstein hvort að hann myndi íhuga stöðu sína sem landsliðsþjálfari, fyrst niðurstaðan varð þessi, en svo skömmu eftir leik var svarið: „Auðvitað skil ég alveg spurninguna og hvað er krafa, eða hvernig ég á að orða það. Þetta er bara eðlilegur hluti af því að vera þjálfari. En ég hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik. Ég er ekki að fara að leggjast yfir það. Ég ætla að klára þetta mót og væntanlega eftir mót þá sest ég niður með mínum yfirmönnum og við förum yfir stöðuna,“ sagði Þorsteinn en hann er með samning við KSÍ sem gildir yfir undan- og mögulega lokakeppni HM 2027. „Ef þú hefur einhvern styrkleika þá þarftu að nota hann“ Íslenska liðið ógnaði talsvert með löngum innköstum í kvöld en að öðru leyti gekk afar illa að skapa hættu: „Ef þú hefur einhvern styrkleika þá þarftu líka að nota hann. Það er ekkert að því að nota löng innköst til að skapa færi. Auðvitað hefði maður viljað sjá mark þarna í alla vega einu tilfellinu. Við sköpuðum ekki mikið af opnum færum í þessum leik, það er alveg ljóst, og áttum í erfiðleikum þegar við komumst á síðasta þriðjung með að búa eitthvað til. Það gekk illa í dag. Við komum okkur í góðar stöður sem við náðum ekki að nýta. Þessi leikur var bara svona en eftir því sem leið á seinni hálfleikinn fannst mér við vera að ná tökum á þessu, en svo kemur þetta mark upp úr því að við töpum boltanum á slæmum stað og fáum á okkur hraða sókn,“ sagði Þorsteinn. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Tengdar fréttir Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Ísland mátti sætta sig við 2-0 tap gegn heimakonum á Evrópumeistaramótinu í Sviss en úrslitin þýða að Ísland á ekki möguleika á að komast upp úr riðlinum þrátt fyrir að eiga einn leik eftir. 6. júlí 2025 21:33 Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Svisslendingar skipuðu boltasæki á Wankdorf-vellinum í Bern að fjarlægja handklæði sem Sveindís Jane Jónsdóttir hafði notað til að þurrka boltann fyrir löng innköst sín. 6. júlí 2025 20:02 Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta þurfti sigur gegn heimakonum í Sviss á Wankdorf-vellinum í Bern til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum sínum en varð ekki erindi sem erfiði. Tvö mörk í síðar hálfleik tryggðu Sviss sigurinn 6. júlí 2025 16:02 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Chelsea - West Ham | Bæði lið í stuði Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjá meira
„Vonbrigði. Þetta er bara staðan í dag. Við töpuðum og þurfum að díla við það. Næsti sólarhringur fer í að takast á við þetta og þjappa okkur saman fyrir síðasta leik,“ sagði Þorsteinn, eftir 2-0 tapið gegn Sviss sem gerir að verkum að Ísland er án stiga eftir tvo leiki af þremur. Vísir spurði Þorstein hvort að hann myndi íhuga stöðu sína sem landsliðsþjálfari, fyrst niðurstaðan varð þessi, en svo skömmu eftir leik var svarið: „Auðvitað skil ég alveg spurninguna og hvað er krafa, eða hvernig ég á að orða það. Þetta er bara eðlilegur hluti af því að vera þjálfari. En ég hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik. Ég er ekki að fara að leggjast yfir það. Ég ætla að klára þetta mót og væntanlega eftir mót þá sest ég niður með mínum yfirmönnum og við förum yfir stöðuna,“ sagði Þorsteinn en hann er með samning við KSÍ sem gildir yfir undan- og mögulega lokakeppni HM 2027. „Ef þú hefur einhvern styrkleika þá þarftu að nota hann“ Íslenska liðið ógnaði talsvert með löngum innköstum í kvöld en að öðru leyti gekk afar illa að skapa hættu: „Ef þú hefur einhvern styrkleika þá þarftu líka að nota hann. Það er ekkert að því að nota löng innköst til að skapa færi. Auðvitað hefði maður viljað sjá mark þarna í alla vega einu tilfellinu. Við sköpuðum ekki mikið af opnum færum í þessum leik, það er alveg ljóst, og áttum í erfiðleikum þegar við komumst á síðasta þriðjung með að búa eitthvað til. Það gekk illa í dag. Við komum okkur í góðar stöður sem við náðum ekki að nýta. Þessi leikur var bara svona en eftir því sem leið á seinni hálfleikinn fannst mér við vera að ná tökum á þessu, en svo kemur þetta mark upp úr því að við töpum boltanum á slæmum stað og fáum á okkur hraða sókn,“ sagði Þorsteinn.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Tengdar fréttir Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Ísland mátti sætta sig við 2-0 tap gegn heimakonum á Evrópumeistaramótinu í Sviss en úrslitin þýða að Ísland á ekki möguleika á að komast upp úr riðlinum þrátt fyrir að eiga einn leik eftir. 6. júlí 2025 21:33 Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Svisslendingar skipuðu boltasæki á Wankdorf-vellinum í Bern að fjarlægja handklæði sem Sveindís Jane Jónsdóttir hafði notað til að þurrka boltann fyrir löng innköst sín. 6. júlí 2025 20:02 Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta þurfti sigur gegn heimakonum í Sviss á Wankdorf-vellinum í Bern til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum sínum en varð ekki erindi sem erfiði. Tvö mörk í síðar hálfleik tryggðu Sviss sigurinn 6. júlí 2025 16:02 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Chelsea - West Ham | Bæði lið í stuði Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjá meira
Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Ísland mátti sætta sig við 2-0 tap gegn heimakonum á Evrópumeistaramótinu í Sviss en úrslitin þýða að Ísland á ekki möguleika á að komast upp úr riðlinum þrátt fyrir að eiga einn leik eftir. 6. júlí 2025 21:33
Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Svisslendingar skipuðu boltasæki á Wankdorf-vellinum í Bern að fjarlægja handklæði sem Sveindís Jane Jónsdóttir hafði notað til að þurrka boltann fyrir löng innköst sín. 6. júlí 2025 20:02
Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta þurfti sigur gegn heimakonum í Sviss á Wankdorf-vellinum í Bern til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum sínum en varð ekki erindi sem erfiði. Tvö mörk í síðar hálfleik tryggðu Sviss sigurinn 6. júlí 2025 16:02