Íslenski boltinn

Sjáðu Hall­grím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KA-menn fagna öðru marka Hallgríms Mar Steingrímssonar í Laugardalnum i gær.
KA-menn fagna öðru marka Hallgríms Mar Steingrímssonar í Laugardalnum i gær. Vísir/Ernir

Hallgrímur Mar Steingrímsson var enn á ný hetja KA-manna í gær þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 útisigri á KR í Bestu deild karla í fótbolta.

Nú er hægt að sjá mörkin úr leiknum mikilvæga frá því í Laugardalnum í gær.

Hallgrímur Mar skoraði mörkin sín með fjögurra mínútna millibili í seinni hálfleik.

Fyrra markið með skoti beint úr aukaspyrnu á 65. mínútu, aukaspyrnu sem hann vann sjálfur. Spyrnan var stórglæsileg og Halldór Snær Georgsson kom ekki vörnum við í marki KR.

Seinna markið kom á 69. mínútu eftir góðan undirbúning Ingimars Torbjörnssonar Stöle.

Aron Sigurðarson minnkaði muninn tveimur mínútum síðar en KR-ingum tókst ekki að jafna metin.

Þetta var fyrsti deildarsigur KA-manna síðan í lok maí og hann kom Akureyrarliðinu líka upp úr fallsæti.

Hallgrímur Mar er jafnframt kominn með 65 mörk fyrir KA í efstu deild eða tuttugu mörkum meira en næsti maður á lista sem er Elfar Árni Aðalsteinsson, núverandi leikmaður Völsungs.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum.

Klippa: Mörkin úr leik KR og KA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×