Fótbolti

Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guillermo Ochoa og Edson Alvarez lyfta Gullbikarnum í nótt með félögum sínum í landsliði Mexíkó.
Guillermo Ochoa og Edson Alvarez lyfta Gullbikarnum í nótt með félögum sínum í landsliði Mexíkó. Getty/ Aric Becker

Mexikó vann í nótt Gullbikarinn, sem er Norður- og Mið-Ameríkukeppni landsliða í fótbolta, eftir sigur á Bandaríkjunum i úrslitaleik.

Þetta er í annað skiptið í röð sem Mexíkóbúar fagna sigri í keppninni. Mexíkó vann 2-1 sigur á bandaríska liðinu í úrslitaleiknum í Houston.

Öll þrjú mörkin í leiknum voru skoruð af leikmönnum sem spila í ensku úrvalsdeildinni.

Chris Richards hjá Crystal Palace kom bandaríska landsliðinu yfir strax á fjórðu mínútu leiksins. Fulham maðurinn Raúl Jiménez jafnaði metin á 27. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Edson Álvarez, sem spilar með West Ham, var hetja þjóðar sinnar þegar hann skoraði sigurmarkið á 77. mínútu.

Mauricio Pochettino, þjálfara Bandaríkjamanna, mistókst þarna að vinna fyrsta titil sinn með liðinu.

Þetta er tíunda skiptið sem Mexíkó vinnur Gullbikar Concacaf. Bandaríkjamenn unnu hann siðast árið 2021 og þá í sjöunda skiptið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×