Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Sindri Sverrisson skrifar 7. júlí 2025 16:01 Alayah Pilgrim fagnar seinna marki Sviss sem sendi Ísland endanlega úr keppni á EM. Getty/Aitor Alcalde Gríðarlegur áhugi var hér í Sviss á leik heimakvenna við Ísland á EM í fótbolta í gær og sigur Svisslendinga að sjálfsögðu aðalefnið í öllum helstu miðlum sem töldu sigurinn þó ekki ýkja verðskuldaðan. Samkvæmt SRF voru um 833.000 manns af þýskumælandi hluta Sviss að fylgjast með leiknum í gær, sem samsvarar um 60% markaðshlutdeild, eða örlítið fleiri en sáu Sviss tapa fyrir Noregi í fyrsta leik. Inni í þessum tölum eru ekki allir þeir sem horfðu á leikinn á almenningssvæðum. Þær svissnesku stóðust pressuna og unnu 2-0 sigur í gær en mörkin komu ekki fyrr en korter var til leiksloka og hafði íslenska liðið þá verið betri aðilinn. Um það eru svissnesku blöðin sammála. „Þangað til [Géraldine] Reuteler kom þessu í 1-0 átti landsliðið erfitt kvöld í rigningunni í Bern gegn baráttuglöðum og stundum of árásargjörnum Íslendingum. Þær voru ekki sannfærandi í leik sínum lengi vel en börðust til baka og þvinguðu fram nauðsynlega heppni með annarri ástríðufullri frammistöðu. Þær þurftu nefnilega á því að halda enda átti Ísland tvö skot í þverslána,“ sagði í umfjöllun Blick og einnig: „Íslensku konurnar spiluðu betur lengi vel og náðu forskoti á Svisslendinga með sinni hörku og líkamlegum styrk í návígum. Það var mikill léttir að komast í 1-0. Eftir það var leikurinn þeirra [Svisslendinga].“ Puð í 75 mínútur en eitt augnablik breytti öllu NZZ tók í svipaðan streng: „Svissneska liðið stritaði í 75 mínútur gegn Íslandi. Liðið náði litlu fram, skorti hugmyndir og virtist sífellt þreyttara. Eitt augnablik var nóg til að breyta öllu. Fyrirliðinn Lia Wälti vann boltann. Hröð sókn í þetta skiptið. Sending frá Sydney Schertenleib til Géraldine Reuteler. Lágt skot í markið. Heppnismark. Áhorfendur á uppseldum Wankdorf-leikvanginum biðu lengi eftir einhverju eins og upphafsneista. Stuðningsmenn virtust hlédrægari en á miðvikudaginn, þegar þeir báru liðið áfram með sér og orkan úr stúkunni færðist inn á völlinn. Það var eins og allir væru að bíða eftir að eitthvað myndi gerast.“ Sviss er nú á leið í úrslitaleik við Finnland á fimmtudaginn, um hvort þessara liða nær 2. sæti riðilsins og fylgir Noregi áfram í 8-liða úrslitin. Ísland og Noregur mætast hins vegar í frekar þýðingarlitlum leik þar sem ljóst er að Noregur vinnur riðilinn (innbyrðis úrslit gilda ef lið verða jöfn að stigum) og Ísland endar neðst. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira
Samkvæmt SRF voru um 833.000 manns af þýskumælandi hluta Sviss að fylgjast með leiknum í gær, sem samsvarar um 60% markaðshlutdeild, eða örlítið fleiri en sáu Sviss tapa fyrir Noregi í fyrsta leik. Inni í þessum tölum eru ekki allir þeir sem horfðu á leikinn á almenningssvæðum. Þær svissnesku stóðust pressuna og unnu 2-0 sigur í gær en mörkin komu ekki fyrr en korter var til leiksloka og hafði íslenska liðið þá verið betri aðilinn. Um það eru svissnesku blöðin sammála. „Þangað til [Géraldine] Reuteler kom þessu í 1-0 átti landsliðið erfitt kvöld í rigningunni í Bern gegn baráttuglöðum og stundum of árásargjörnum Íslendingum. Þær voru ekki sannfærandi í leik sínum lengi vel en börðust til baka og þvinguðu fram nauðsynlega heppni með annarri ástríðufullri frammistöðu. Þær þurftu nefnilega á því að halda enda átti Ísland tvö skot í þverslána,“ sagði í umfjöllun Blick og einnig: „Íslensku konurnar spiluðu betur lengi vel og náðu forskoti á Svisslendinga með sinni hörku og líkamlegum styrk í návígum. Það var mikill léttir að komast í 1-0. Eftir það var leikurinn þeirra [Svisslendinga].“ Puð í 75 mínútur en eitt augnablik breytti öllu NZZ tók í svipaðan streng: „Svissneska liðið stritaði í 75 mínútur gegn Íslandi. Liðið náði litlu fram, skorti hugmyndir og virtist sífellt þreyttara. Eitt augnablik var nóg til að breyta öllu. Fyrirliðinn Lia Wälti vann boltann. Hröð sókn í þetta skiptið. Sending frá Sydney Schertenleib til Géraldine Reuteler. Lágt skot í markið. Heppnismark. Áhorfendur á uppseldum Wankdorf-leikvanginum biðu lengi eftir einhverju eins og upphafsneista. Stuðningsmenn virtust hlédrægari en á miðvikudaginn, þegar þeir báru liðið áfram með sér og orkan úr stúkunni færðist inn á völlinn. Það var eins og allir væru að bíða eftir að eitthvað myndi gerast.“ Sviss er nú á leið í úrslitaleik við Finnland á fimmtudaginn, um hvort þessara liða nær 2. sæti riðilsins og fylgir Noregi áfram í 8-liða úrslitin. Ísland og Noregur mætast hins vegar í frekar þýðingarlitlum leik þar sem ljóst er að Noregur vinnur riðilinn (innbyrðis úrslit gilda ef lið verða jöfn að stigum) og Ísland endar neðst.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira