Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. júlí 2025 16:01 Jón, Friðrik Bjartur og Unnur kanna nýja útibúið. Vísir/Friðrik Bjartur Eigendur veitingastaðarins Asks Pizzeria á Egilsstöðum töldu það vera gabb þegar þrír kínverskir fjárfestar sögðust vilja opna með þeim útibú staðarins í Kína. Samstarfið raungerðist, þau eru nú stödd í Kína og segjast enn vera að meðtaka atburðarásina. Friðrik Bjartur Magnússon, framkvæmdastjóri Asks Pizzería, tók meðal annars þátt í gerð auglýsingu, sem sýnd er á kínverskum samfélagsmiðlum, fyrir útibú íslenska veitingastaðarins, sem nú hefur opnað í glænýrri verslunarmiðstöð í hafnarborginni Weihai. Friðrik er nú staddur í borginni ásamt þeim Jóni og Unni Örnu Borgþórsdóttur en þau þrjú hafa rekið pítsastaðinn á Egilsstöðum um árabil. Hér má sjá Jón á nýja staðnum með pítsu í hönd.Vísir/Friðrik Bjartur „Við í rauninni fengum tölvupóst í mars, sem viðreyndar sáum aldrei. Svo var hringt í strákana og sagt að það væru mættir ákveðnir aðilar frá Kína á Ask á Egilsstöðum og vildu gjarnan fá að ræða við okkur,“ segir Unnur. Þarna voru tveir kínverskir ferðamenn sem sögðust hafa ferðast mikið um Evrópu og tjáðu þeim á fundinum að þau hefðu aldrei smakkað eins góða pítsu og að félagi þeirra ætlaði sér að opna veitingastað í verslunarmiðstöð sem var í byggingu í Kína. Hér má sjá íslensku pítsurnar í Kína.Vísir/Friðrik Bjartur „Eitt leiddi einhvern veginn að öðru og við fórum í ferð til Kína, hingað til Weihai um páskana aðeins til að taka stöðuna á þessu, til að athuga hvort þetta væri raunveruleiki eða hvort þetta væri eitt stórt scam,“ segir Unnur. „Svo förum við fyrsta daginn og skoðum verslunarmiðstöðina og það virtist nú ekkert vera að fara að opna á næstunni. Þá töluðu þau um júní 28 sem við tókum sem júní 2028 þangað til við sáum talninguna á veggnum, 72 dagar í opnun,“ segir Friðrik. Og það stóðst en þau hafa nú verið í viku úti við að þjálfa starfsfólk staðarins. „Og pítsurnar þær skítlúkka hérna erum við með Pamelu á matseðli beint frá Íslandi, aha þannig þetta er búið að ganga ótrúlega vel,“ segir Friðrik og sýnir pítsuna Pamelu. „Það eiginlega verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu í hvert einasta skiptið því það er fáránlegt að þetta sé að eiga sér stað.“ Kína Múlaþing Íslendingar erlendis Veitingastaðir Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
Friðrik Bjartur Magnússon, framkvæmdastjóri Asks Pizzería, tók meðal annars þátt í gerð auglýsingu, sem sýnd er á kínverskum samfélagsmiðlum, fyrir útibú íslenska veitingastaðarins, sem nú hefur opnað í glænýrri verslunarmiðstöð í hafnarborginni Weihai. Friðrik er nú staddur í borginni ásamt þeim Jóni og Unni Örnu Borgþórsdóttur en þau þrjú hafa rekið pítsastaðinn á Egilsstöðum um árabil. Hér má sjá Jón á nýja staðnum með pítsu í hönd.Vísir/Friðrik Bjartur „Við í rauninni fengum tölvupóst í mars, sem viðreyndar sáum aldrei. Svo var hringt í strákana og sagt að það væru mættir ákveðnir aðilar frá Kína á Ask á Egilsstöðum og vildu gjarnan fá að ræða við okkur,“ segir Unnur. Þarna voru tveir kínverskir ferðamenn sem sögðust hafa ferðast mikið um Evrópu og tjáðu þeim á fundinum að þau hefðu aldrei smakkað eins góða pítsu og að félagi þeirra ætlaði sér að opna veitingastað í verslunarmiðstöð sem var í byggingu í Kína. Hér má sjá íslensku pítsurnar í Kína.Vísir/Friðrik Bjartur „Eitt leiddi einhvern veginn að öðru og við fórum í ferð til Kína, hingað til Weihai um páskana aðeins til að taka stöðuna á þessu, til að athuga hvort þetta væri raunveruleiki eða hvort þetta væri eitt stórt scam,“ segir Unnur. „Svo förum við fyrsta daginn og skoðum verslunarmiðstöðina og það virtist nú ekkert vera að fara að opna á næstunni. Þá töluðu þau um júní 28 sem við tókum sem júní 2028 þangað til við sáum talninguna á veggnum, 72 dagar í opnun,“ segir Friðrik. Og það stóðst en þau hafa nú verið í viku úti við að þjálfa starfsfólk staðarins. „Og pítsurnar þær skítlúkka hérna erum við með Pamelu á matseðli beint frá Íslandi, aha þannig þetta er búið að ganga ótrúlega vel,“ segir Friðrik og sýnir pítsuna Pamelu. „Það eiginlega verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu í hvert einasta skiptið því það er fáránlegt að þetta sé að eiga sér stað.“
Kína Múlaþing Íslendingar erlendis Veitingastaðir Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira