Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Sindri Sverrisson skrifar 7. júlí 2025 22:03 Iman Beney og Sædís Rún Heiðarsdóttir í baráttunni í Bern í gærkvöld. Getty/Noemi Llamas Tvítugi Ólsarinn Sædís Rún Heiðarsdóttir er eins og margar aðrar í íslenska fótboltalandsliðinu að upplifa sín mestu vonbrigði á ferlinum, eftir tapið gegn Sviss á EM í gær. Tapið sem gerði út um vonir um 8-liða úrslit. „Auðvitað. Sérstaklega þegar þetta er eitthvað sem maður hefur þráð og dreymt um ótrúlega lengi. Eitthvað sem maður hafði hlakkað rosalega mikið til. Að fara inn í klefa og dansa og syngja með stelpunum. Síðan einhvern veginn gerist það ekki og það er auðvitað vonbrigði. En við eigum leik eftir, enn möguleiki á að taka sigur þar og við ætlum að gera það,“ sagði Sædís á æfingasvæði Íslands í Thun í dag. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Sædís daginn eftir vonbrigðin miklu Sædís hefur nú spilað 21 A-landsleik, þrátt fyrir ungan aldur, og áður staðið í ströngu á stórmóti því hún var fyrirliði U19-landsliðsins í lokakeppni EM fyrir tveimur árum. Þá þarf að setja ný markmið Þessi sparkvissi bakvörður meistaraliðs Vålerenga í Noregi bar sig nokkuð vel í dag þrátt fyrir tapið í gær, en…: „Þetta hefur verið þungt. Erfitt að koma í orð hvernig manni líður. Þetta eru auðvitað mikil vonbrigði og við ætluðum okkur meira. Við höfum talað opinskátt um það hvað við ætluðum okkur og því miður náðist það ekki. Þá þýðir ekkert annað en að setja ný markmið og það er komið; við ætlum að vinna þennan Noregsleik Þetta fylgir því bara að vera íþróttamaður. Maður veit að „eftir leik“ er „fyrir leik“. Maður þarf að minna sig á að maður hefur ekki mikinn tíma til að vera að hugsa um það sem er búið. Maður þarf bara að rífa sig í gang,“ sagði Sædís. Sædís Rún Heiðarsdóttir kom snemma inná gegn Sviss í gær, vegna meiðsla Guðnýjar Árnadóttur.vísir/Anton Var ekkert hræðilegt Nú þegar niðurstaðan er ljós má velta fyrir sér hvað Ísland hefði getað gert öðruvísi: „Það er erfitt að festa fingur á eitthvað eitt sem maður hefði átt að gera öðruvísi. Auðvitað hugsar maður alltaf eftir á: „ef og hefði“ og allt það en það þýðir lítið í íþróttum. Þetta er búið og gert og við þurfum að horfa áfram veginn,“ segir Sædís og vill líka sjá björtu hliðarnar: „Já algjörlega. Þó við höfum tapað báðum þessum leikjum þá var þetta ekkert hræðilegt. Úrslitin segja ekki alveg allt. Leikurinn í gær var alls ekki 2-0 leikur, bara frekar jafn, en fótboltaleikir snúast um að skora fleiri mörk en andstæðingurinn og því miður gerðist það ekki.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
„Auðvitað. Sérstaklega þegar þetta er eitthvað sem maður hefur þráð og dreymt um ótrúlega lengi. Eitthvað sem maður hafði hlakkað rosalega mikið til. Að fara inn í klefa og dansa og syngja með stelpunum. Síðan einhvern veginn gerist það ekki og það er auðvitað vonbrigði. En við eigum leik eftir, enn möguleiki á að taka sigur þar og við ætlum að gera það,“ sagði Sædís á æfingasvæði Íslands í Thun í dag. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Sædís daginn eftir vonbrigðin miklu Sædís hefur nú spilað 21 A-landsleik, þrátt fyrir ungan aldur, og áður staðið í ströngu á stórmóti því hún var fyrirliði U19-landsliðsins í lokakeppni EM fyrir tveimur árum. Þá þarf að setja ný markmið Þessi sparkvissi bakvörður meistaraliðs Vålerenga í Noregi bar sig nokkuð vel í dag þrátt fyrir tapið í gær, en…: „Þetta hefur verið þungt. Erfitt að koma í orð hvernig manni líður. Þetta eru auðvitað mikil vonbrigði og við ætluðum okkur meira. Við höfum talað opinskátt um það hvað við ætluðum okkur og því miður náðist það ekki. Þá þýðir ekkert annað en að setja ný markmið og það er komið; við ætlum að vinna þennan Noregsleik Þetta fylgir því bara að vera íþróttamaður. Maður veit að „eftir leik“ er „fyrir leik“. Maður þarf að minna sig á að maður hefur ekki mikinn tíma til að vera að hugsa um það sem er búið. Maður þarf bara að rífa sig í gang,“ sagði Sædís. Sædís Rún Heiðarsdóttir kom snemma inná gegn Sviss í gær, vegna meiðsla Guðnýjar Árnadóttur.vísir/Anton Var ekkert hræðilegt Nú þegar niðurstaðan er ljós má velta fyrir sér hvað Ísland hefði getað gert öðruvísi: „Það er erfitt að festa fingur á eitthvað eitt sem maður hefði átt að gera öðruvísi. Auðvitað hugsar maður alltaf eftir á: „ef og hefði“ og allt það en það þýðir lítið í íþróttum. Þetta er búið og gert og við þurfum að horfa áfram veginn,“ segir Sædís og vill líka sjá björtu hliðarnar: „Já algjörlega. Þó við höfum tapað báðum þessum leikjum þá var þetta ekkert hræðilegt. Úrslitin segja ekki alveg allt. Leikurinn í gær var alls ekki 2-0 leikur, bara frekar jafn, en fótboltaleikir snúast um að skora fleiri mörk en andstæðingurinn og því miður gerðist það ekki.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira