Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Jón Þór Stefánsson skrifar 7. júlí 2025 14:36 Árásin sem málið varðar átti sér stað í húsnæði Matfugls á Kjalarnesi. Vísir/Egill Dimitar Atanasov Koychev, karlmaður á fimmtugsaldri, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að stinga tvo menn síðastliðna nýársnótt. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm þess efnis í dag. Atvikin sem málið varðar áttu sér stað í húsnæði Matfugls á Kjalarnesi í Reykjavík aðfaranótt 1. janúar. Dimitar var gefið að sök að leggja nokkrum sinnum til tveggja manna með hníf og reyna að svipta þá lífi. Umræddur hnífur var sagður vera með 11,5 sentímetra löngu hnífsblaði. Sjá nánar: Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Í ákæru sagði að Dimitar hefði stungið fyrri manninn endurtekið í bakið og hinn í brjóstkassann og kviðinn. Bæði fórnarlömbin hefðu hlotið lífshættulegg sár vegna þess. Bar fyrir sig sjálfsvörn og minnisleysi Fyrir dómi sagði Dimitar að hann hefði beitt hnífnum í sjálfsvörn. Hann hefði verið hræddur þegar atburðir þessarar nætur hefðu átt sér stað. Kvöldið hefði byrjað rólega, matur og áfengi verið á borðum og allt verið eðlilegt. Hann sagði tvo menn frá Póllandi hafa komið á staðinn og hann verið stressaður vegna nærveru þeirra. Stemmingin hefði breyst um miðnætti þegar menn byrjað að rífast og í kjölfarið komið til handalögmála í eldhúsinu milli eins manns frá Póllandi og annars frá Slóvakíu. Þetta hafi þróast í þá átt að fleiri en einn hefði verið að berja manninn frá Slóvakíu. Dimitar sagðist hafa reynt að fá þá til að hætta því, en mennirnir farið að ýta við honum og lemja hann. Hann hefði fallið á gólfið og þegar hann hafi reynt að standa á fætur hefðu mennirnir sparkað í hann, bæði í búk og höfuð. Þá hafi hann reynt að flýja og ekki vitað hvernig hnífur hafi endað í höndum hans. Hann sagðist bara muna að hann hefði haldið á hníf. Hann sagðist ekki muna eftir að hafa stungið mennina, en tveir þeirra hefðu skyndilega farið í burtu, og sá sem var frá Slóvakíu orðið einn eftir. Jafnframt sagðist hann muna að „ein af stelpunum“ hefði komið að honum og öskrað og spurt hvað hann hefði gert. Maðurinn sagðist ekki muna hvort hann eða hún hefði tekið hnífinn og sett í vaskinn. Hann sagðist ekki muna til þess að aðrir en hann hefðu verið með hnífa umrædda nótt. Hitti árásarmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Annar þeirra sem var stunginn lýsti því fyrir dómi að umrætt kvöld hefðu tveir menn verið að rífast. Annar þeirra hefði slegið hinn sem hafi fengið blóðnasir fyrir vikið. Þá hefði Dimitar, sem átti ekki hlut í þessum átökum, stungið þann sem sló hinn. Strax í kjölfarið hefði Dimitar svo stungið hann. Maðurinn sagðist ekki þekkja Dimitar, og umrætt kvöld hefði hann hitt hann í fyrsta skipti. Þá tók hann fram að enginn hefði lagt hendur á árásarmanninn áður en hann stakk þá tvo. Heimilislaus eftir árásina Hinn maðurinn sem var stunginn lýsti jafnframt þessum átökum sem áttu sér áður en hann var stunginn. Hann sagðist muna eftir því að Dimitar, sem hafi ekkert tengst átökunum, hefði beðið þá um að hætta. Svo hafi hann fundið þegar hann hafi verið stunginn. Honum hafi þá verið litið á Dimitar og séð hann taka stutta sveiflu með hendinni að hinu fórnarlambinu og stinga það. Árásin hefði haft slæm áhrif á líf hans. Nú væri hann heimilislaus og svæfi í bíl sínum. Ekki í geðrofi eða með algjört óminni Fram kemur í dómi héraðsdóms að eftir stungurnar hefði Dimitar hringt á Neyðarlínuna og þá hefði hann sagst hafa stungið mennina tvo í sjálfsvörn, og sagðist ekki hafa átt annarra kost á völ. Hann viðurkenndi jafnframt að hafa stungið mennina í samtali við lögreglu á vettvangi. Að mati dómsins var því ekkert sem benti til annars en að hann hefði stungið mennina með hnífi. Lögfull sönnun væri komin á lýsingu ákærunnar, fyrir utan það að annar maðurinn hafi einungis verið stunginn einu sinni. Með vísan til framburðar vitna og læknis taldi dómurinn að frásögn Dimitars um að hann hefði sjálfur orðið fyrir ofbeldi ekki standast. Jafnframt var það mat dómsins að Dimitar hefði átt að vera ljóst að með því að veita mönnunum þessa áverka væri langlíklegasta afleiðinginn að þeir myndu hljóta bana. Þá var niðurstaða geðlæknis að útilokað væri a árásarmaðurinn hefð verið í geðrofi eða haft algjört óminni, og hann því sakhæfur. Dimitar var sakfelldur fyrir tvær tilraunir til manndráps. Líkt og áður segir er hann dæmdur í sjö ára fangelsi og gert að greiða öðrum manninum sem var stunginn tvær milljónir króna í miskabætur og hinum eina og hálfa milljón. Jafnframt er honum gert að greiða tæplega sjö og hálfa milljón í sakarkostnað. Dómsmál Stunguárás á Kjalarnesi Reykjavík Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm þess efnis í dag. Atvikin sem málið varðar áttu sér stað í húsnæði Matfugls á Kjalarnesi í Reykjavík aðfaranótt 1. janúar. Dimitar var gefið að sök að leggja nokkrum sinnum til tveggja manna með hníf og reyna að svipta þá lífi. Umræddur hnífur var sagður vera með 11,5 sentímetra löngu hnífsblaði. Sjá nánar: Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Í ákæru sagði að Dimitar hefði stungið fyrri manninn endurtekið í bakið og hinn í brjóstkassann og kviðinn. Bæði fórnarlömbin hefðu hlotið lífshættulegg sár vegna þess. Bar fyrir sig sjálfsvörn og minnisleysi Fyrir dómi sagði Dimitar að hann hefði beitt hnífnum í sjálfsvörn. Hann hefði verið hræddur þegar atburðir þessarar nætur hefðu átt sér stað. Kvöldið hefði byrjað rólega, matur og áfengi verið á borðum og allt verið eðlilegt. Hann sagði tvo menn frá Póllandi hafa komið á staðinn og hann verið stressaður vegna nærveru þeirra. Stemmingin hefði breyst um miðnætti þegar menn byrjað að rífast og í kjölfarið komið til handalögmála í eldhúsinu milli eins manns frá Póllandi og annars frá Slóvakíu. Þetta hafi þróast í þá átt að fleiri en einn hefði verið að berja manninn frá Slóvakíu. Dimitar sagðist hafa reynt að fá þá til að hætta því, en mennirnir farið að ýta við honum og lemja hann. Hann hefði fallið á gólfið og þegar hann hafi reynt að standa á fætur hefðu mennirnir sparkað í hann, bæði í búk og höfuð. Þá hafi hann reynt að flýja og ekki vitað hvernig hnífur hafi endað í höndum hans. Hann sagðist bara muna að hann hefði haldið á hníf. Hann sagðist ekki muna eftir að hafa stungið mennina, en tveir þeirra hefðu skyndilega farið í burtu, og sá sem var frá Slóvakíu orðið einn eftir. Jafnframt sagðist hann muna að „ein af stelpunum“ hefði komið að honum og öskrað og spurt hvað hann hefði gert. Maðurinn sagðist ekki muna hvort hann eða hún hefði tekið hnífinn og sett í vaskinn. Hann sagðist ekki muna til þess að aðrir en hann hefðu verið með hnífa umrædda nótt. Hitti árásarmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Annar þeirra sem var stunginn lýsti því fyrir dómi að umrætt kvöld hefðu tveir menn verið að rífast. Annar þeirra hefði slegið hinn sem hafi fengið blóðnasir fyrir vikið. Þá hefði Dimitar, sem átti ekki hlut í þessum átökum, stungið þann sem sló hinn. Strax í kjölfarið hefði Dimitar svo stungið hann. Maðurinn sagðist ekki þekkja Dimitar, og umrætt kvöld hefði hann hitt hann í fyrsta skipti. Þá tók hann fram að enginn hefði lagt hendur á árásarmanninn áður en hann stakk þá tvo. Heimilislaus eftir árásina Hinn maðurinn sem var stunginn lýsti jafnframt þessum átökum sem áttu sér áður en hann var stunginn. Hann sagðist muna eftir því að Dimitar, sem hafi ekkert tengst átökunum, hefði beðið þá um að hætta. Svo hafi hann fundið þegar hann hafi verið stunginn. Honum hafi þá verið litið á Dimitar og séð hann taka stutta sveiflu með hendinni að hinu fórnarlambinu og stinga það. Árásin hefði haft slæm áhrif á líf hans. Nú væri hann heimilislaus og svæfi í bíl sínum. Ekki í geðrofi eða með algjört óminni Fram kemur í dómi héraðsdóms að eftir stungurnar hefði Dimitar hringt á Neyðarlínuna og þá hefði hann sagst hafa stungið mennina tvo í sjálfsvörn, og sagðist ekki hafa átt annarra kost á völ. Hann viðurkenndi jafnframt að hafa stungið mennina í samtali við lögreglu á vettvangi. Að mati dómsins var því ekkert sem benti til annars en að hann hefði stungið mennina með hnífi. Lögfull sönnun væri komin á lýsingu ákærunnar, fyrir utan það að annar maðurinn hafi einungis verið stunginn einu sinni. Með vísan til framburðar vitna og læknis taldi dómurinn að frásögn Dimitars um að hann hefði sjálfur orðið fyrir ofbeldi ekki standast. Jafnframt var það mat dómsins að Dimitar hefði átt að vera ljóst að með því að veita mönnunum þessa áverka væri langlíklegasta afleiðinginn að þeir myndu hljóta bana. Þá var niðurstaða geðlæknis að útilokað væri a árásarmaðurinn hefð verið í geðrofi eða haft algjört óminni, og hann því sakhæfur. Dimitar var sakfelldur fyrir tvær tilraunir til manndráps. Líkt og áður segir er hann dæmdur í sjö ára fangelsi og gert að greiða öðrum manninum sem var stunginn tvær milljónir króna í miskabætur og hinum eina og hálfa milljón. Jafnframt er honum gert að greiða tæplega sjö og hálfa milljón í sakarkostnað.
Dómsmál Stunguárás á Kjalarnesi Reykjavík Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Sjá meira