„Pabbi minn vakir yfir mér“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. júlí 2025 07:02 Ásdís María Viðarsdóttir tónlistarkona hefur marga fjöruna sopið. Vísir „Fyrir réttu manneskjuna getur rétta snertingin á réttum tíma verið frábær,“ segir tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir, eða Ásdís, þegar hún lýsir laginu sínu Touch Me sem hefur klifið upp vinsældarlista Bylgjunnar síðustu vikur. Ásdís hefur búið í Berlín síðustu tíu árin og er með rúmlega tvær milljónir mánaðarlegra spilana á Spotify. Fæstir aðdáendur hennar eru samt sem áður frá Íslandi og örugglega margir Íslendingar sem gera sér ekki grein fyrir að íslensk tónlistarkona syngi lagið Touch Me þegar þeir heyra það í útvarpinu. Ásdís vann Söngkeppni framhaldsskólanna þegar hún var yngri, keppti sem söngkona í Söngvakeppninni árið 2014 með lagið Amor, og flutti síðar til Berlínar í tónlistarnám. Hún hefur gert garðinn frægan á erlendri grundu og troðið upp víða um heim. Þá hefur hún sent frá sér lög með Daða Frey og þekktum, þýskum tónlistarmönnum. Óhætt er að segja að hún sé að lifa draum föður síns sem lést þegar Ásdís var aðeins 22 ára. „Pabbi minn vakir yfir mér. Þetta var hans draumur að ég yrði fræg söngkona og færi út um allan heim. Ég held að hann fleyti mér áfram þegar mig langar að gefast upp,“ segir Ásdís. Ásdís samdi líka lagið sem Hera Björk söng í Söngvakeppninni í fyrra og fór með sem fulltrúi Íslands í Eurovision. Það vakti mikla athygli á sínum tíma að Ásdís fylgdi Heru Björk ekki út til að mótmæla þátttöku Ísrael í Eurovision. Hún ber engan kala til aðstandenda keppninnar né Heru Bjarkar fyrir að hafa farið út en segir að það eina sem virki í slíkum aðstæðum sé sniðganga. „Þetta var ógeðslega ömurleg reynsla en ógeðslega frábær líka,“ segir Ásdís. Í Íslandi í dag ræddi Ásdís nánar um tónlistarferilinn, fatastílinn, fjölskylduna og lífið. Þá segir Ásdís nokkrar sprenghlægilegar bransasögur eins og henni einni er lagið. Tónlist Ísland í dag Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Ásdís hefur búið í Berlín síðustu tíu árin og er með rúmlega tvær milljónir mánaðarlegra spilana á Spotify. Fæstir aðdáendur hennar eru samt sem áður frá Íslandi og örugglega margir Íslendingar sem gera sér ekki grein fyrir að íslensk tónlistarkona syngi lagið Touch Me þegar þeir heyra það í útvarpinu. Ásdís vann Söngkeppni framhaldsskólanna þegar hún var yngri, keppti sem söngkona í Söngvakeppninni árið 2014 með lagið Amor, og flutti síðar til Berlínar í tónlistarnám. Hún hefur gert garðinn frægan á erlendri grundu og troðið upp víða um heim. Þá hefur hún sent frá sér lög með Daða Frey og þekktum, þýskum tónlistarmönnum. Óhætt er að segja að hún sé að lifa draum föður síns sem lést þegar Ásdís var aðeins 22 ára. „Pabbi minn vakir yfir mér. Þetta var hans draumur að ég yrði fræg söngkona og færi út um allan heim. Ég held að hann fleyti mér áfram þegar mig langar að gefast upp,“ segir Ásdís. Ásdís samdi líka lagið sem Hera Björk söng í Söngvakeppninni í fyrra og fór með sem fulltrúi Íslands í Eurovision. Það vakti mikla athygli á sínum tíma að Ásdís fylgdi Heru Björk ekki út til að mótmæla þátttöku Ísrael í Eurovision. Hún ber engan kala til aðstandenda keppninnar né Heru Bjarkar fyrir að hafa farið út en segir að það eina sem virki í slíkum aðstæðum sé sniðganga. „Þetta var ógeðslega ömurleg reynsla en ógeðslega frábær líka,“ segir Ásdís. Í Íslandi í dag ræddi Ásdís nánar um tónlistarferilinn, fatastílinn, fjölskylduna og lífið. Þá segir Ásdís nokkrar sprenghlægilegar bransasögur eins og henni einni er lagið.
Tónlist Ísland í dag Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira