Fótbolti

Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu

Siggeir Ævarsson skrifar
Claudia Pina fagnar marki sínu og fimmta marki Spánverja en markið var af dýrari gerðinni
Claudia Pina fagnar marki sínu og fimmta marki Spánverja en markið var af dýrari gerðinni Vísir/Getty

Heimsmeistarar Spánar byrja Evrópumótið í Sviss með miklum látum en í dag voru það belgísku stelpurnar hennar Elísabetar Gunnarsdóttur sem urðu undir spænsku eimreiðinni þar sem Spánverjar skoruðu sex mörk.

Leikurinn var nánast algjör einstefna frá upphafi til enda og tölfræðin úr leiknum um margt áhugaverð. Spánverjar áttu alls 33 marktilraunir gegn fjórum, ellefu hornspyrnur gegn einni og áttu 745 sendingar gegn 184 enda var spænska liðið 80 prósent með boltann í leiknum.

Það verður þó að telja Belgum það til tekna að þær nýttu sín færi afar vel og tókst að skora tvö lögleg mörk og eitt sem var dæmt af. Sóknarleikur Spánar var einfaldlega gríðarlega yfirþyrmandi og tvö mörk dugðu skammt, lokatölur 6-2 og markatala Spánverja á mótinu eftir tvo leiki 11-2.

Með sigrinum hafa Spánverjar tryggt sig áfram úr riðlinum óháð því hvernig aðrir leikir fara. Ítalir mæta Portúgölum í kvöld og þar geta Ítalir tryggt sig áfram með jafntefli. Ef Portúgal sækir sigur verður hins vegar allt galopið fyrir annað sætið í riðlinum í lokaumferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×