„Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. júlí 2025 21:05 Formaður ADHD samtakanna segir löngu vitað að tilvísunum vegna ADHD greininga myndi fjölda. Hann segir geðheilbrigðisstofnanir hafa verið kerfisbundið undirfjármagnaðar. Getty Formaður ADHD samtakanna segir geðheilbrigðisstofnanir hafa verið kerfisbundið undirfjármagnaðar. Fjölgun barna á biðlistum komi því ekki á óvart. Kostnaður við greiningu hjá einkaaðilum hleypur á hundruðum þúsunda. Fram kom í kvöldfréttum í gær að metfjöldi barna bíði eftir ADHD- eða einhverfugreiningu hjá Geðheilsumistöð barna. Tæplega 2500 börn eru á biðlista og sagði yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvar að til greina kæmi að vísa tilvísunum frá. Formaður ADHD samtakanna segir það hrikalegar fréttir og að ganga yrði í málið. „Þetta er eitthvað sem er búið að vera vitað lengi og tengist líka stækkun á árgöngum. Þessar stofnanir allar, fyrir fullorðna og börn, hafa verið kerfisbundið undirfjármagnaðar. Stofnanir þurfa súrefni til að sinna sínu hlutverki og það er kjarnavandamálið,“ sagði Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD samtakanna í kvöldfréttum Sýnar. „Aukið fjármagn, einhverjir einn eða tveir starfsmenn og svo eru aðrir í veikindaleyfi. Þetta er ekki neitt neitt, þetta er bara hálfkák og ekkert annað.“ Verið að búa til framtíðarvandamál af ýmsu tagi Vilhjálmur segir fjölda barna á listanum vera innan við 5% af heildarfjölda barna á aldrinum 6-17 ára og sé ekki óeðlilegur. Ný lög um farsæld barna Einhverjir foreldrar kjósi að leita til einkaaðila í von um styttri bið en kostnaður við þær greiningar hlaupi á hundruðum þúsunda. „Það getur líka tekið tíma og ég veit til dæmis að ein stofa sagði að það væri mjög stuttur biðlisti hjá þeim. Ástæðan var sú að fullt af foreldrum treystu sér ekki til að bíða þetta lengi og vita ekki einu sinni hvort niðurstaðan yrði jákvæð eða líðan verri.“ Hann segir það geti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þroska barns að þurfa að bíða lengi eftir greiningu, það hafi áhrif á andlegan og líkamlegan þroska sem og félagslíf. „Börn sem annars myndu blómstra. Börn sem verða fullorðnir einstaklingar og nýtir í samfélaginu í staðinn fyrir að það eykst bara kostnaður. Ef þeir gera ekki neitt þá ertu að búa til framtíðarvandamál af ýmsu tagi,“ sagði Vilhjálmur að lokum. Heilbrigðismál ADHD Börn og uppeldi Einhverfa Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira
Fram kom í kvöldfréttum í gær að metfjöldi barna bíði eftir ADHD- eða einhverfugreiningu hjá Geðheilsumistöð barna. Tæplega 2500 börn eru á biðlista og sagði yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvar að til greina kæmi að vísa tilvísunum frá. Formaður ADHD samtakanna segir það hrikalegar fréttir og að ganga yrði í málið. „Þetta er eitthvað sem er búið að vera vitað lengi og tengist líka stækkun á árgöngum. Þessar stofnanir allar, fyrir fullorðna og börn, hafa verið kerfisbundið undirfjármagnaðar. Stofnanir þurfa súrefni til að sinna sínu hlutverki og það er kjarnavandamálið,“ sagði Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD samtakanna í kvöldfréttum Sýnar. „Aukið fjármagn, einhverjir einn eða tveir starfsmenn og svo eru aðrir í veikindaleyfi. Þetta er ekki neitt neitt, þetta er bara hálfkák og ekkert annað.“ Verið að búa til framtíðarvandamál af ýmsu tagi Vilhjálmur segir fjölda barna á listanum vera innan við 5% af heildarfjölda barna á aldrinum 6-17 ára og sé ekki óeðlilegur. Ný lög um farsæld barna Einhverjir foreldrar kjósi að leita til einkaaðila í von um styttri bið en kostnaður við þær greiningar hlaupi á hundruðum þúsunda. „Það getur líka tekið tíma og ég veit til dæmis að ein stofa sagði að það væri mjög stuttur biðlisti hjá þeim. Ástæðan var sú að fullt af foreldrum treystu sér ekki til að bíða þetta lengi og vita ekki einu sinni hvort niðurstaðan yrði jákvæð eða líðan verri.“ Hann segir það geti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þroska barns að þurfa að bíða lengi eftir greiningu, það hafi áhrif á andlegan og líkamlegan þroska sem og félagslíf. „Börn sem annars myndu blómstra. Börn sem verða fullorðnir einstaklingar og nýtir í samfélaginu í staðinn fyrir að það eykst bara kostnaður. Ef þeir gera ekki neitt þá ertu að búa til framtíðarvandamál af ýmsu tagi,“ sagði Vilhjálmur að lokum.
Heilbrigðismál ADHD Börn og uppeldi Einhverfa Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira