Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2025 08:02 Íslenska landsliðið á þessu EM og landsliðkonurnar Elísa Viðarsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir með Sigurwin á EM í Svíþjóð 2013. Getty/Florencia Tan Jun/óskarój/KSÍ 17. júlí 2013 er merkilegur dagur fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta. Þetta er dagurinn sem íslenska landsliðið fagnaði síðast sigri á stórmóti. Síðan eru liðnir 4774 dagar eða ellefu ár, ellefu mánuðir og tuttugu og einn dagur. Íslenska liðið tapaði ekki leik á síðasta stórmóti, EM í Englandi 2022, en vann engan leik heldur. Tveir fyrstu leikirnir hafa tapast á EM í Sviss og allir leikirnir töpuðust á EM í Hollandi 2017. Sigurinn á móti Hollandi fyrir næstum því tólf árum skilaði íslenska liðinu í átta liða úrslit en í tveimur af síðustu þremur Evrópumótum hefur ballið verið búið fyrir síðasta leik í riðlinum. Níu leikir í röð á EM án sigurs. Þrjú jafntefli og sex töp. Vonbrigði og aftur vonbrigði á þremur Evrópumótum i röð. Á tveimur þeirra var liðið dottið úr leik fyrir síðasta leik í riðlinum. Þeir sem muna eftir Evrópumótinu eftirminnilega í Svíþjóð fyrir tólf árum gleyma líklega aldrei þætti hins smávaxna Sigurwins. Hver var þessi Sigurwin? Jú þetta var lukkudýr íslensku stelpnanna, gullfiskur sem þær ferðuðust með á leiki í litlu gullfiskabúri. Nafn hans var ekki aðeins ættað úr Vestmannaeyjum heldur var sett saman úr orðunum sigur og Win sem þýðir auðvitað auðvitað sigur á ensku. Það sást meðal annars til íslensku stelpnanna seta Sigurvin á grasið fyrir leikinn ógleymanlega á móti Hollandi þar sem fótbrotin Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigurmarkið. Sigurinn kom íslenska liðinu í átta liða úrslitin. Örlög Sigurwins voru aldrei að fullu opinberuð en stelpurnar héldu því seinna fram að þær hafa verið að grínast þegar þær sögðust hafa sturtað honum niður í klósettið eftir tapið á móti Svíþjóð í átta liða úrslitunum. Hann var á lífi eftir allt saman en það mátti bara ekki flytja hann úr landi. Síðast fréttist af honum á leið í gæludýrabúð í Malmö. Hvað sem svarið er þá hafa íslensku stelpurnar ekki unnið leik siðan. Bölvun? Ég held nú ekki en það lítur þó út fyrir að Sigurwin hafi verið saknað mikið á þeim árum sem eru liðin. Það er ljóst að ekkert nema stoltið er undir í þessum lokaleik á móti Norðmönnum en jafnframt er þetta upplagt tækifæri til að hefja nýja vegferð í átt að bjartari tímum. Því þurfa stelpurnar okkar kannski bara að finna sér nýjan Sigurwin. Hann færði stelpunum trú á sínum tíma og liðið þarf trú og sigurvilja til að enda næstum því tólf ára bið eftir sigri. Í allri neikvæðninni sem umliggur liðið, eftir þessi miklu og síendurteknu vonbrigði, þá þarf eitthvað nýtt og ferskt til að brjóta sér leið út. Við þurfum jákvæða strauma. Þetta er lið sem er uppfullt af leikmönnum sem eiga framtíðina fyrir sér. Það er ekkert annað í stöðunni en að kyngja og læra af þessu svekkelsi. Þess vegna fannst mér tilvalið að rifja upp tilveru og tíma Sigurwins sem lífgaði svo mikið upp á líf íslensku stelpnanna í Svíþjóð sumarið 2013. Kannski geta eldri leikmenn, eða starfsmenn, sagt stelpunum sem ekki þekkja söguna af þessum sigursæla gullfiski. Í versta falli til að fá þær til að brosa en í besta falli til að fá þær til að trúa. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Sjá meira
Síðan eru liðnir 4774 dagar eða ellefu ár, ellefu mánuðir og tuttugu og einn dagur. Íslenska liðið tapaði ekki leik á síðasta stórmóti, EM í Englandi 2022, en vann engan leik heldur. Tveir fyrstu leikirnir hafa tapast á EM í Sviss og allir leikirnir töpuðust á EM í Hollandi 2017. Sigurinn á móti Hollandi fyrir næstum því tólf árum skilaði íslenska liðinu í átta liða úrslit en í tveimur af síðustu þremur Evrópumótum hefur ballið verið búið fyrir síðasta leik í riðlinum. Níu leikir í röð á EM án sigurs. Þrjú jafntefli og sex töp. Vonbrigði og aftur vonbrigði á þremur Evrópumótum i röð. Á tveimur þeirra var liðið dottið úr leik fyrir síðasta leik í riðlinum. Þeir sem muna eftir Evrópumótinu eftirminnilega í Svíþjóð fyrir tólf árum gleyma líklega aldrei þætti hins smávaxna Sigurwins. Hver var þessi Sigurwin? Jú þetta var lukkudýr íslensku stelpnanna, gullfiskur sem þær ferðuðust með á leiki í litlu gullfiskabúri. Nafn hans var ekki aðeins ættað úr Vestmannaeyjum heldur var sett saman úr orðunum sigur og Win sem þýðir auðvitað auðvitað sigur á ensku. Það sást meðal annars til íslensku stelpnanna seta Sigurvin á grasið fyrir leikinn ógleymanlega á móti Hollandi þar sem fótbrotin Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigurmarkið. Sigurinn kom íslenska liðinu í átta liða úrslitin. Örlög Sigurwins voru aldrei að fullu opinberuð en stelpurnar héldu því seinna fram að þær hafa verið að grínast þegar þær sögðust hafa sturtað honum niður í klósettið eftir tapið á móti Svíþjóð í átta liða úrslitunum. Hann var á lífi eftir allt saman en það mátti bara ekki flytja hann úr landi. Síðast fréttist af honum á leið í gæludýrabúð í Malmö. Hvað sem svarið er þá hafa íslensku stelpurnar ekki unnið leik siðan. Bölvun? Ég held nú ekki en það lítur þó út fyrir að Sigurwin hafi verið saknað mikið á þeim árum sem eru liðin. Það er ljóst að ekkert nema stoltið er undir í þessum lokaleik á móti Norðmönnum en jafnframt er þetta upplagt tækifæri til að hefja nýja vegferð í átt að bjartari tímum. Því þurfa stelpurnar okkar kannski bara að finna sér nýjan Sigurwin. Hann færði stelpunum trú á sínum tíma og liðið þarf trú og sigurvilja til að enda næstum því tólf ára bið eftir sigri. Í allri neikvæðninni sem umliggur liðið, eftir þessi miklu og síendurteknu vonbrigði, þá þarf eitthvað nýtt og ferskt til að brjóta sér leið út. Við þurfum jákvæða strauma. Þetta er lið sem er uppfullt af leikmönnum sem eiga framtíðina fyrir sér. Það er ekkert annað í stöðunni en að kyngja og læra af þessu svekkelsi. Þess vegna fannst mér tilvalið að rifja upp tilveru og tíma Sigurwins sem lífgaði svo mikið upp á líf íslensku stelpnanna í Svíþjóð sumarið 2013. Kannski geta eldri leikmenn, eða starfsmenn, sagt stelpunum sem ekki þekkja söguna af þessum sigursæla gullfiski. Í versta falli til að fá þær til að brosa en í besta falli til að fá þær til að trúa.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Sjá meira