Innlent

Vilja taka fjármálaáætlun til um­ræðu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Þingflokksformenn minnihlutans vilja taka fjármálaáætlun til umræðu í dag.
Þingflokksformenn minnihlutans vilja taka fjármálaáætlun til umræðu í dag. Vísir/Vilhelm

Þingfundi var slitið klukkan ellefu mínútur yfir eitt í nótt, eftir langar og strangar umræður um veiðigjaldið.

Þingfundur hefst á ný klukkan 10 en þá verður tekin til atkvæðagreiðslu dagskrártillaga sem Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram í nótt fyrir hönd þingflokksformanna stjórnarandstöðuflokkanna. 

Þeir vilja taka fjármálaáætlun til umræðu í dag en að óbreyttu eru tvö önnur mál á dagskrá; strandveiðar og veiðigjaldið. 

Engar fregnir hafa borist af mögulegum þinglokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×