Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar 8. júlí 2025 08:30 Sumarið er komið og sólin skín. Margir fagna bjartari dögum, hlýindum og fríum. Samfélagið gerir ráð fyrir að við séum öll léttari í lund – að grillveislur, ísbíltúrar, fjallaferðir og samvera færi okkur gleði. En fyrir marga eru sumarmánuðirnir jafnvel erfiðari en veturinn. Það er mikilvægt að minna okkur á að góðar aðstæður og velmegun jafngilda ekki alltaf góðri líðan. Margir glíma við kvíða, þunglyndi eða streitu sem hverfur ekki með fyrstu sólardögum. Sumarið getur einnig kallað fram einmanaleika, sorg eða gamlar erfiðar minningar sem brjótast fram með óvæntum hætti. Við berum okkur stundum saman við það sem við sjáum á samfélagsmiðlum – þar sem bros og sól skína óslitið. En lífið er flóknara en svo og það er eðlilegt að upplifa erfiðar tilfinningar, jafnvel þegar „allt ætti að vera gott“. Það er mannlegt Það er ekki veikleiki að líða illa, það er mannlegt. Þess vegna skiptir miklu að við tölum opinskátt um líðan okkar og leitum aðstoðar þegar við þurfum á henni að halda. Úrræðin eru til staðar: fagfólk, hjálparsímar, fjölskylda og vinir. Það skiptir máli að rjúfa þögnina og segja það upphátt. Þá er mikilvægt að muna að andleg líðan hefur ekki árstíð. Að hlúa að sálinni er jafn mikilvægt í sól og stormi. Því eigum við öll rétt á að vera heyrð og séð. Gagnreynd fagleg meðferð án tilvísunar eða endurgjalds Píeta samtökin www.pieta.is gegna lykilhlutverki í forvörnum gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og eru með Píeta skjól á Seltjarnarnesi, Akureyri, Ísafirði og Reyðarfirði. Þau veita lágþröskulda þjónustu sem er gagnreynd faglega meðferð án tilvísunar og endurgjalds. Meðferðin er veitt af fagaðilum sem eru sálfræðingar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar og læknir öll með starfsleyfi frá Landlæknisembættinu. Þá er þjónusta hjálparsíma Píeta 552 2218 opinn allan sólarhringinn, alla daga ársins og þjónar því öllum landsmönnum. Píeta þurfa að eignast öruggt húsnæði Samtökin hafa notið ómetanlegs stuðnings sjálfboðaliða í gegnum árin og verður þeim seint þakkað fyrir þeirra mikla vinnuframlag til handa samtökunum. Píeta samtökin eru að mestu leyti rekin fyrir sjálfsafla fé og um 70% fjárins kemur frá almenningi. Samtökin þakka landsmönnum innilega fyrir hlýjan hug og rausnarlegan stuðning í gegnum árin. Án hans væri þjónustan ekki möguleg. En betur má ef duga skal, því á næsta ári fagna Píeta samtökin 10 ára afmæli og óska þess einskis heitar en að geta tekið á móti skjólstæðingum í eigin húsnæði á afmælisárinu. Samtökin hafa því miður þurft að flytja á milli þriggja ólíkra staða síðustu árin. Flutningarnir hafa verið veruleg áskorun því ekki er einfalt að flytja svona viðkvæma starfsemi þar sem markmiðið er að aldrei verði þjónusturof. Þess vegna er nú lagt af stað í landssöfnun til að geta keypt varanlegt heimili handa Píeta. Biðlað er til landsmanna allra og fyrirtækja um að leggja samtökunum lið með einhverju móti en ekki síst að taka vel á móti söfnunar símtali frá Píeta. Þá má finna styrktarreikning samtakanna á heimasíðunni www.pieta.is Leitum hjálpar, tölum saman og munum að við erum ekki ein. Höfundur er framkvæmdastýra Píeta samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Félagasamtök Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Sumarið er komið og sólin skín. Margir fagna bjartari dögum, hlýindum og fríum. Samfélagið gerir ráð fyrir að við séum öll léttari í lund – að grillveislur, ísbíltúrar, fjallaferðir og samvera færi okkur gleði. En fyrir marga eru sumarmánuðirnir jafnvel erfiðari en veturinn. Það er mikilvægt að minna okkur á að góðar aðstæður og velmegun jafngilda ekki alltaf góðri líðan. Margir glíma við kvíða, þunglyndi eða streitu sem hverfur ekki með fyrstu sólardögum. Sumarið getur einnig kallað fram einmanaleika, sorg eða gamlar erfiðar minningar sem brjótast fram með óvæntum hætti. Við berum okkur stundum saman við það sem við sjáum á samfélagsmiðlum – þar sem bros og sól skína óslitið. En lífið er flóknara en svo og það er eðlilegt að upplifa erfiðar tilfinningar, jafnvel þegar „allt ætti að vera gott“. Það er mannlegt Það er ekki veikleiki að líða illa, það er mannlegt. Þess vegna skiptir miklu að við tölum opinskátt um líðan okkar og leitum aðstoðar þegar við þurfum á henni að halda. Úrræðin eru til staðar: fagfólk, hjálparsímar, fjölskylda og vinir. Það skiptir máli að rjúfa þögnina og segja það upphátt. Þá er mikilvægt að muna að andleg líðan hefur ekki árstíð. Að hlúa að sálinni er jafn mikilvægt í sól og stormi. Því eigum við öll rétt á að vera heyrð og séð. Gagnreynd fagleg meðferð án tilvísunar eða endurgjalds Píeta samtökin www.pieta.is gegna lykilhlutverki í forvörnum gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og eru með Píeta skjól á Seltjarnarnesi, Akureyri, Ísafirði og Reyðarfirði. Þau veita lágþröskulda þjónustu sem er gagnreynd faglega meðferð án tilvísunar og endurgjalds. Meðferðin er veitt af fagaðilum sem eru sálfræðingar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar og læknir öll með starfsleyfi frá Landlæknisembættinu. Þá er þjónusta hjálparsíma Píeta 552 2218 opinn allan sólarhringinn, alla daga ársins og þjónar því öllum landsmönnum. Píeta þurfa að eignast öruggt húsnæði Samtökin hafa notið ómetanlegs stuðnings sjálfboðaliða í gegnum árin og verður þeim seint þakkað fyrir þeirra mikla vinnuframlag til handa samtökunum. Píeta samtökin eru að mestu leyti rekin fyrir sjálfsafla fé og um 70% fjárins kemur frá almenningi. Samtökin þakka landsmönnum innilega fyrir hlýjan hug og rausnarlegan stuðning í gegnum árin. Án hans væri þjónustan ekki möguleg. En betur má ef duga skal, því á næsta ári fagna Píeta samtökin 10 ára afmæli og óska þess einskis heitar en að geta tekið á móti skjólstæðingum í eigin húsnæði á afmælisárinu. Samtökin hafa því miður þurft að flytja á milli þriggja ólíkra staða síðustu árin. Flutningarnir hafa verið veruleg áskorun því ekki er einfalt að flytja svona viðkvæma starfsemi þar sem markmiðið er að aldrei verði þjónusturof. Þess vegna er nú lagt af stað í landssöfnun til að geta keypt varanlegt heimili handa Píeta. Biðlað er til landsmanna allra og fyrirtækja um að leggja samtökunum lið með einhverju móti en ekki síst að taka vel á móti söfnunar símtali frá Píeta. Þá má finna styrktarreikning samtakanna á heimasíðunni www.pieta.is Leitum hjálpar, tölum saman og munum að við erum ekki ein. Höfundur er framkvæmdastýra Píeta samtakanna.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun