KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Stefán Árni Pálsson skrifar 8. júlí 2025 09:32 Sævar Pétursson er himinlifandi að fá Evrópuleikinn gegn Silkeborg norður til Akureyrar. KA menn fá að leika Evrópuleik félagsins á heimavelli. Félagið varð að ráðast í ákveðnar framkvæmdir á svæðinu til að fá leyfi fyrir heimaleik í Sambandsdeildinni. Úttektarmaður UEFA hló þegar hann sé stúku útiliðsins. KA menn fá að spila sinn heimaleik í 2. umferð í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Liðið situr hjá í 1. umferð. UEFA hefur veitt félaginu sérstaka undanþágu til leikjahalds á Greifavellinum í fyrstu tveim umferðum Sambandsdeildarinnar. Fyrir tveimur árum komst KA í þriðju umferð Sambandsdeildarinnar og spilaði þá heimaleiki sína á Fram vellinum í Úlfarsárdal og á Laugardalsvellinum. KA mætir Silkeborg ytra 23. júlí og síðan verður heimaleikurinn fyrir norðan 31. júlí. „Það sem snýr að öryggismálum þurfum við að ráðast í. Við þurftum meðal annars að klæða stúkuna og tryggja að það kæmist enginn undir hana og svona ýmis smáatriði sem við þurftum að gera. Við erum bara svo heppin og búum svo vel að það voru ábyggilega tuttugu þrjátíu sjálfboðaliðar sem komu og hjálpuðu til í einhverja viku sem við höfðum eftir að þessi möguleiki opnaðist. Við fáum því að spila hérna á Greifavellinum í Evrópu sem er hrikalega mikilvægt fyrir okkur,“ segir Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöldi. „Við þurftum að fjarlægja ýmsa hluti sem voru innan öryggissvæðisins,“ segir Sævar. Tvær stúkur eru við völlinn fyrir norðan. Ein fyrir útiliðið og ein fyrir heimaliðið. Útiliðastúkan er ekki beint stærsta stúkan í Evrópu. „Það var gaman þegar Skotinn kom og tók þetta út þá sagðist hann aldrei hafa séð svona útisvæði áður. En það sem var kannski skemmtilegast við þetta er að hann hafði verið vikuna á undan að taka út heimavöll Crystal Palace og sá völlur stóðst ekki úttektina en Greifavöllurinn stóðst hana. Þetta var úttekt númer 106 hjá honum og hann sagði að þetta hafi verið minnsti völlurinn sem hann hafi tekið út en gaman hafi verið að gefa honum grænt ljós.“ Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
KA menn fá að spila sinn heimaleik í 2. umferð í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Liðið situr hjá í 1. umferð. UEFA hefur veitt félaginu sérstaka undanþágu til leikjahalds á Greifavellinum í fyrstu tveim umferðum Sambandsdeildarinnar. Fyrir tveimur árum komst KA í þriðju umferð Sambandsdeildarinnar og spilaði þá heimaleiki sína á Fram vellinum í Úlfarsárdal og á Laugardalsvellinum. KA mætir Silkeborg ytra 23. júlí og síðan verður heimaleikurinn fyrir norðan 31. júlí. „Það sem snýr að öryggismálum þurfum við að ráðast í. Við þurftum meðal annars að klæða stúkuna og tryggja að það kæmist enginn undir hana og svona ýmis smáatriði sem við þurftum að gera. Við erum bara svo heppin og búum svo vel að það voru ábyggilega tuttugu þrjátíu sjálfboðaliðar sem komu og hjálpuðu til í einhverja viku sem við höfðum eftir að þessi möguleiki opnaðist. Við fáum því að spila hérna á Greifavellinum í Evrópu sem er hrikalega mikilvægt fyrir okkur,“ segir Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöldi. „Við þurftum að fjarlægja ýmsa hluti sem voru innan öryggissvæðisins,“ segir Sævar. Tvær stúkur eru við völlinn fyrir norðan. Ein fyrir útiliðið og ein fyrir heimaliðið. Útiliðastúkan er ekki beint stærsta stúkan í Evrópu. „Það var gaman þegar Skotinn kom og tók þetta út þá sagðist hann aldrei hafa séð svona útisvæði áður. En það sem var kannski skemmtilegast við þetta er að hann hafði verið vikuna á undan að taka út heimavöll Crystal Palace og sá völlur stóðst ekki úttektina en Greifavöllurinn stóðst hana. Þetta var úttekt númer 106 hjá honum og hann sagði að þetta hafi verið minnsti völlurinn sem hann hafi tekið út en gaman hafi verið að gefa honum grænt ljós.“
Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira