Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. júlí 2025 18:43 Einari Bárðarsyni rann kalt vants milli skinns og hörunds þegar hann las fréttir um áframhaldandi stapp Hygge og heilbrigðiseftirlitsins. Vísir/Anton Brink/Vilhelm Eigendur bakarísins Hygge við Barónsstíg hafa enn ekki fengið rekstrarleyfi afhent en 231 dagur er síðan þeir lögðu fram umsókn. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði veltir því fyrir sér hvort ákvörðun þeirra um að ræða mál sitt opinberlega hafi orðið þeim að falli. Mbl.is greindi frá því í dag að bakaríið Hygge hefði enn ekki fengið leyfið afhent. Í samtali við Vísi í síðasta mánuði sá Axel Þorsteinsson eigandi Hygge fyrir sér að geta opnað bakaríið þann 24. júní, en þá hafði hann beðið í rúma tvö hundruð daga eftir leyfinu. Fyrirtækið hafi orðið fyrir gríðarlegu tekjutapi meðan á biðinni hefur staðið og keypt Brauðhúsið í Grímsbæ til að geta haldið framleiðslu á matvælunum áfram til að fyrirtækið færi ekki á hausinn. Heilbrigðiseftirlit, ekki heilbrigðisforvarnir Einari Bárðarsyni framkvæmdastjóra Sveit rann kalt vatn milli skinns og hörunds í morgun þegar hann las tíðindin. Hann ræddi málið í Reykjavík síðdegis. „Ef rekstraraðili er í rekstrarstöðvun í 230 daga útaf leyfismálum, og gerði kannski ráð fyrir að vera í sex vikur, þá er allur rekstrargrundvöllur farinn undir þessa starfsemi. Hann er eiginlega gjaldþrota áður en hann fer í loftið,“ segir Einar. Það er varla ásetningur? „Nei en það er eitthvað að. Maður leyfir sér að efast um að fólk fari í vinnuna með það hugarfar að koma í veg fyrir að aðrir geti farið í vinnuna. Það gengur ekki upp. Í nafninu er það heilbrigðiseftirlit, en ekki heilbrigðisforvarnir.“ Fókusinn áður á öðru Í samtali við fréttastofu í síðasta mánuði sagði Einar að veitingamenn óttist sumir að styggja viðkomandi stofnanir eða stjórnsýslu sem hafa umsókn þeirra til meðferðar. „Svo fannst manni það, er ástæða fyrir því að óttast þetta svona? Er þetta ekki full dramatískt? Svo sér maður fyrirtæki sem fer í opinbera umræðu til að opna á umræðuna, og fjórum vikum seinna er búið að útiloka það frá því að opna veitingastað á þessum stað. Nota bene þar sem það var veitingastaður, í húsi sem var teiknað með veitingastað í kjallaranum í huga. En strandar núna á því, ef maður skilur fréttaflutning rétt, að það þurfi að vera sorp frá veitingastað fyrir aftan húsið,“ segir Einar. Það megi líta svo á að ákvörðun eigenda Hygge um að ræða opinberlega um mál þeirra hafi fellt það. „Það leit þannig út, þú getur sett það fram þannig, nema ef einhver getur sagt okkur að það sé einhvern veginn öðruvísi.“ Einar segir málið ekki hafa snúist um sorp fyrr en eigendur Hygge fóru að heyra í sér. Axel, eigandi Hygge, sagði í samtali við fréttastofu á sínum tíma að leyfisveitingin strandaði einna helst á tveimur gifsveggjum sem ákveðið var að reisa inni í bakaríinu. „Fókusinn á málinu var allt annars staðar í húsinu þar til þetta varð. Þetta er búið að fara í gegnum ýmis stig þangað til,“ segir Einar. Veitingastaðir Heilbrigðiseftirlit Rekstur hins opinbera Reykjavík síðdegis Bakarí Stjórnsýsla Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
Mbl.is greindi frá því í dag að bakaríið Hygge hefði enn ekki fengið leyfið afhent. Í samtali við Vísi í síðasta mánuði sá Axel Þorsteinsson eigandi Hygge fyrir sér að geta opnað bakaríið þann 24. júní, en þá hafði hann beðið í rúma tvö hundruð daga eftir leyfinu. Fyrirtækið hafi orðið fyrir gríðarlegu tekjutapi meðan á biðinni hefur staðið og keypt Brauðhúsið í Grímsbæ til að geta haldið framleiðslu á matvælunum áfram til að fyrirtækið færi ekki á hausinn. Heilbrigðiseftirlit, ekki heilbrigðisforvarnir Einari Bárðarsyni framkvæmdastjóra Sveit rann kalt vatn milli skinns og hörunds í morgun þegar hann las tíðindin. Hann ræddi málið í Reykjavík síðdegis. „Ef rekstraraðili er í rekstrarstöðvun í 230 daga útaf leyfismálum, og gerði kannski ráð fyrir að vera í sex vikur, þá er allur rekstrargrundvöllur farinn undir þessa starfsemi. Hann er eiginlega gjaldþrota áður en hann fer í loftið,“ segir Einar. Það er varla ásetningur? „Nei en það er eitthvað að. Maður leyfir sér að efast um að fólk fari í vinnuna með það hugarfar að koma í veg fyrir að aðrir geti farið í vinnuna. Það gengur ekki upp. Í nafninu er það heilbrigðiseftirlit, en ekki heilbrigðisforvarnir.“ Fókusinn áður á öðru Í samtali við fréttastofu í síðasta mánuði sagði Einar að veitingamenn óttist sumir að styggja viðkomandi stofnanir eða stjórnsýslu sem hafa umsókn þeirra til meðferðar. „Svo fannst manni það, er ástæða fyrir því að óttast þetta svona? Er þetta ekki full dramatískt? Svo sér maður fyrirtæki sem fer í opinbera umræðu til að opna á umræðuna, og fjórum vikum seinna er búið að útiloka það frá því að opna veitingastað á þessum stað. Nota bene þar sem það var veitingastaður, í húsi sem var teiknað með veitingastað í kjallaranum í huga. En strandar núna á því, ef maður skilur fréttaflutning rétt, að það þurfi að vera sorp frá veitingastað fyrir aftan húsið,“ segir Einar. Það megi líta svo á að ákvörðun eigenda Hygge um að ræða opinberlega um mál þeirra hafi fellt það. „Það leit þannig út, þú getur sett það fram þannig, nema ef einhver getur sagt okkur að það sé einhvern veginn öðruvísi.“ Einar segir málið ekki hafa snúist um sorp fyrr en eigendur Hygge fóru að heyra í sér. Axel, eigandi Hygge, sagði í samtali við fréttastofu á sínum tíma að leyfisveitingin strandaði einna helst á tveimur gifsveggjum sem ákveðið var að reisa inni í bakaríinu. „Fókusinn á málinu var allt annars staðar í húsinu þar til þetta varð. Þetta er búið að fara í gegnum ýmis stig þangað til,“ segir Einar.
Veitingastaðir Heilbrigðiseftirlit Rekstur hins opinbera Reykjavík síðdegis Bakarí Stjórnsýsla Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira