Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júlí 2025 20:13 Margrét Valdimarsdóttir er dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands. Vísir/Ívar Dósent í félags og afbrotafræði telur skýrt að fleiri hafi gerst brotlegir við lög í kynferðisbrotamáli gagnvart fatlaðri konu en sá sem hlaut dóm. Hún vill að ríkissaksóknari skýri ákvörðun sína. Sigurjón Ólafsson var í janúar dæmdur í átta ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gagnvart konunni, syni hennar og kærustu hans. Var hann var meðal annars dæmdur fyrir að hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita og án þess að hún í raun vildi. Í gær staðfesti ríkissaksóknari að ekki yrði gefin út ákæra gagnvart fjórum mönnum sem höfðu samræði við konuna. Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir að ákvörðun ríkissaksóknara hafi komið sér á óvart. Hún segir skýrt í lögum að forsenda fyrir kynlífi sé samþykki og að ekki sé hægt að gefa samþykki fyrir hönd annarra. „Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir þá lítur þetta út fyrir mér eins og skýrt brot átt sér stað. Það er að segja að fleiri aðilar hafi gerst brotlegir við íslensk hegningarlög.“ Í dómi Sigurjóns má lesa skilaboð sem send voru á milli hans og mannanna fjögurra. „Miðað við þessar skilaboðasendingar sem fóru þessara manna á milli þá held ég að almennt ætti það að vera hverjum heilvita manni það algjörlega ljóst að þarna liggur ekki fyrir skýrt samþykki.“ „Miður að slík skilaboð skyldu ekki vera send út í þessu máli“ Ákvörðun ríkissaksóknara í gær hefur verið gagnrýnd og í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær sagði Drífa Snædal talskona Stígamóta að málið grafi undan trausti til réttarkerfisins. Margrét segir það ekki eina hlutverk réttarkerfisins að skera úr um sekt eða sakleysi í einstaka málum. „Það er líka tilgangur að senda skilaboð út til samfélagsins hvaða hegðun við teljum það alvarlega að það beri að refsa fyrir hana, það sem er kallað almenn fælingaráhrif. Miðað við hvað þetta er alvarlegt mál þá finnst mér miður að slík skilaboð skyldu ekki vera send út í þessu máli.“ Þá segir Margrét að saksóknari kunni að hafa upplýsingar sem ekki hafi komið fram í dómnum sem liggja að baki ástæðunni að ákæra ekki. „Í svona alvarlegu máli myndi ég telja það skynsamlegt að slík ákvörðun sé skýrð frekar eða skýrð að einhverju leyti.“ Dómsmál Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Akranes Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Sigurjón Ólafsson var í janúar dæmdur í átta ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gagnvart konunni, syni hennar og kærustu hans. Var hann var meðal annars dæmdur fyrir að hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita og án þess að hún í raun vildi. Í gær staðfesti ríkissaksóknari að ekki yrði gefin út ákæra gagnvart fjórum mönnum sem höfðu samræði við konuna. Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir að ákvörðun ríkissaksóknara hafi komið sér á óvart. Hún segir skýrt í lögum að forsenda fyrir kynlífi sé samþykki og að ekki sé hægt að gefa samþykki fyrir hönd annarra. „Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir þá lítur þetta út fyrir mér eins og skýrt brot átt sér stað. Það er að segja að fleiri aðilar hafi gerst brotlegir við íslensk hegningarlög.“ Í dómi Sigurjóns má lesa skilaboð sem send voru á milli hans og mannanna fjögurra. „Miðað við þessar skilaboðasendingar sem fóru þessara manna á milli þá held ég að almennt ætti það að vera hverjum heilvita manni það algjörlega ljóst að þarna liggur ekki fyrir skýrt samþykki.“ „Miður að slík skilaboð skyldu ekki vera send út í þessu máli“ Ákvörðun ríkissaksóknara í gær hefur verið gagnrýnd og í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær sagði Drífa Snædal talskona Stígamóta að málið grafi undan trausti til réttarkerfisins. Margrét segir það ekki eina hlutverk réttarkerfisins að skera úr um sekt eða sakleysi í einstaka málum. „Það er líka tilgangur að senda skilaboð út til samfélagsins hvaða hegðun við teljum það alvarlega að það beri að refsa fyrir hana, það sem er kallað almenn fælingaráhrif. Miðað við hvað þetta er alvarlegt mál þá finnst mér miður að slík skilaboð skyldu ekki vera send út í þessu máli.“ Þá segir Margrét að saksóknari kunni að hafa upplýsingar sem ekki hafi komið fram í dómnum sem liggja að baki ástæðunni að ákæra ekki. „Í svona alvarlegu máli myndi ég telja það skynsamlegt að slík ákvörðun sé skýrð frekar eða skýrð að einhverju leyti.“
Dómsmál Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Akranes Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira