Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júlí 2025 09:39 Christian Horner ásamt eiginkonu sinni Geri Halliwell. EPA-EFE/ALI HAIDER Christian Horner, liðsstjóri Red Bull Racing í Formúlu 1-kappakstrinum, var í morgun rekinn úr starfi. Hann hefur stýrt liðinu í 20 ár, en enginn hefur sinnt slíku starfi lengur í Formúlu 1. Tíðindin koma að vissu leyti sem þruma úr heiðskíru lofti. Hneykslismál tengt Horner kom upp fyrir tæpu einu og hálfu ári síðan þegar óviðeigandi skilaboð hans til kvenkyns starfsmanns liðsins fóru í dreifingu. Eftir rannsókn innanbúðar, í tvígang, var Horner sagður hafa gert ekkert af sér og hann hélt starfinu. Breskir fjölmiðlar greina frá því að hann hafi kvatt starfsfólk Red Bull í morgun. Red Bull hefur staðfest tíðindin í yfirlýsingu þar sem greint er frá brottrekstri hans. Horner er 51 árs gamall og hefur stýrt Red Bull-liðinu frá stofnun þess, árið 2005. Red Bull hefur unnið keppni bílasmiðja sex sinnum og átta sinnum titil ökuþóra í stjórnartíð hans. Statement from Red Bull: Christian Horner has been sacked by Red Bull after 20 years as team principal. Laurent Mekies has been promoted from Racing Bulls to replace him as CEO.— Andrew Benson (@andrewbensonf1) July 9, 2025 Laurent Mekies, sem var yfir varaliði Red Bull, Racing Bulls, mun taka við starfi Horners. Árangur Red Bull hefur verið slakur í ár og virðist erfið keppni á Silverstone-brautinni á Bretlandi um síðustu helgi hafa verið síðasti naglinn í kistu Horners. Red Bull er í fjórða sæti í keppni bílasmiðja og hefur ríkjandi heimsmeistari Max Verstappen haldið liðinu á floti. Akstursíþróttir Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Tíðindin koma að vissu leyti sem þruma úr heiðskíru lofti. Hneykslismál tengt Horner kom upp fyrir tæpu einu og hálfu ári síðan þegar óviðeigandi skilaboð hans til kvenkyns starfsmanns liðsins fóru í dreifingu. Eftir rannsókn innanbúðar, í tvígang, var Horner sagður hafa gert ekkert af sér og hann hélt starfinu. Breskir fjölmiðlar greina frá því að hann hafi kvatt starfsfólk Red Bull í morgun. Red Bull hefur staðfest tíðindin í yfirlýsingu þar sem greint er frá brottrekstri hans. Horner er 51 árs gamall og hefur stýrt Red Bull-liðinu frá stofnun þess, árið 2005. Red Bull hefur unnið keppni bílasmiðja sex sinnum og átta sinnum titil ökuþóra í stjórnartíð hans. Statement from Red Bull: Christian Horner has been sacked by Red Bull after 20 years as team principal. Laurent Mekies has been promoted from Racing Bulls to replace him as CEO.— Andrew Benson (@andrewbensonf1) July 9, 2025 Laurent Mekies, sem var yfir varaliði Red Bull, Racing Bulls, mun taka við starfi Horners. Árangur Red Bull hefur verið slakur í ár og virðist erfið keppni á Silverstone-brautinni á Bretlandi um síðustu helgi hafa verið síðasti naglinn í kistu Horners. Red Bull er í fjórða sæti í keppni bílasmiðja og hefur ríkjandi heimsmeistari Max Verstappen haldið liðinu á floti.
Akstursíþróttir Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira