„Vissulega eru það vonbrigði“ Aron Guðmundsson skrifar 9. júlí 2025 12:46 Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ Vísir/anton Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir árangur Íslands á yfirstandandi EM í fótbolta vissulega vonbrigði og endurómar orð landsliðsþjálfarans um að staðan verði metin þegar heim er komið. Það yrði gert hvort sem árangurinn hefði verið góður eða slæmur á mótinu. Ísland leikur lokaleik sinn á EM í Sviss á morgun gegn Noregi á Stockhorn leikvanginum í Thun. Að litlu er að keppa nema stoltinu fyrir íslenska liðið sem á ekki möguleika á því að fara upp úr sínum riðli eftir töp í báðum leikjum sínum til þessa. Þá hefur liðinu ekki tekist að koma boltanum í netið. Staða landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórssonar hefur verið til umræðu í fjöl- og samfélagsmiðlum en Þorsteinn er með gildandi samning út undankeppni HM hið minnsta. Klippa: Klára mótið, koma sér heim og ræða málin „Við getum öll verið sammála því að vissulega eru það vonbrigði að eiga ekki möguleika á því að fara upp úr riðlinum, sér í lagi þar sem að það er einn leikur eftir, segir Þorvaldur, formaður KSÍ í samtali við íþróttadeild. Það var markmiðið að reyna komast upp en við sjáum marga góða hluti líka. Við verðum bara skoða það þegar heim er komið eftir síðasta leik en það eru margir góðir hlutir sem maður sér líka og við verðum að vera jákvæð yfir því líka.“ Aðspurður um stöðu landsliðsþjálfarans hafði Þorvaldur þetta að segja: „Ég hugsa að það segi sig sjálft, hvort sem að það gengur vel eða illa í mótum, að menn þurfa alltaf að setjast niður saman og sjá hvað vel hefur farið og hvað hefur ekki gengið nógu vel. Núna er einn leikur eftir og ekki tímabært að vera ræða neina hluti um það núna. Við klárum þetta mót, komum okkur heim og ræðum málin. Eins og komið hefur fram í máli Þorsteins landsliðsþjálfara mun hann setjast niður með formanni, stjórn og yfirmönnum KSÍ og við munum skoða málin.“ Ekki yfir neinu að kvarta Þorvaldur hefur sótt þónokkra leiki á yfirstandandi Evrópumóti og segir mótið hið allra glæsilegasta. „Ég get ekki sagt annað en að þetta hafi verið skemmtilegt. Þetta er frábært mót, vel staðið að öllum hlutum hér bæði hvað varðar UEFA og svo Svisslendinga. Aðstæður eru til fyrirmyndar, mikið af áhorfendum og frábærir leikir. Það hefur verið frábært að vera hér.“ Aðstaðan sem að íslenska liðinu hafi verið boðið upp á sé framúrskarandi. „Við höfum ekki yfir neinu að kvarta hvað það varðar. Við erum mjög heppin með aðstöðu bæði hvað hótelið varðar en svo líka hér á æfingasvæðinu. Vellirnir hafa verið til fyrirmyndar og við höfum fengið góðan stuðning frá okkar fólki, það hefur verið fullt á völlunum. Þetta mót hefur gengið mjög vel og ég held að þetta verði eins og ég sagði áður en ég kom hingað eitt af bestu mótunum.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Sjá meira
Ísland leikur lokaleik sinn á EM í Sviss á morgun gegn Noregi á Stockhorn leikvanginum í Thun. Að litlu er að keppa nema stoltinu fyrir íslenska liðið sem á ekki möguleika á því að fara upp úr sínum riðli eftir töp í báðum leikjum sínum til þessa. Þá hefur liðinu ekki tekist að koma boltanum í netið. Staða landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórssonar hefur verið til umræðu í fjöl- og samfélagsmiðlum en Þorsteinn er með gildandi samning út undankeppni HM hið minnsta. Klippa: Klára mótið, koma sér heim og ræða málin „Við getum öll verið sammála því að vissulega eru það vonbrigði að eiga ekki möguleika á því að fara upp úr riðlinum, sér í lagi þar sem að það er einn leikur eftir, segir Þorvaldur, formaður KSÍ í samtali við íþróttadeild. Það var markmiðið að reyna komast upp en við sjáum marga góða hluti líka. Við verðum bara skoða það þegar heim er komið eftir síðasta leik en það eru margir góðir hlutir sem maður sér líka og við verðum að vera jákvæð yfir því líka.“ Aðspurður um stöðu landsliðsþjálfarans hafði Þorvaldur þetta að segja: „Ég hugsa að það segi sig sjálft, hvort sem að það gengur vel eða illa í mótum, að menn þurfa alltaf að setjast niður saman og sjá hvað vel hefur farið og hvað hefur ekki gengið nógu vel. Núna er einn leikur eftir og ekki tímabært að vera ræða neina hluti um það núna. Við klárum þetta mót, komum okkur heim og ræðum málin. Eins og komið hefur fram í máli Þorsteins landsliðsþjálfara mun hann setjast niður með formanni, stjórn og yfirmönnum KSÍ og við munum skoða málin.“ Ekki yfir neinu að kvarta Þorvaldur hefur sótt þónokkra leiki á yfirstandandi Evrópumóti og segir mótið hið allra glæsilegasta. „Ég get ekki sagt annað en að þetta hafi verið skemmtilegt. Þetta er frábært mót, vel staðið að öllum hlutum hér bæði hvað varðar UEFA og svo Svisslendinga. Aðstæður eru til fyrirmyndar, mikið af áhorfendum og frábærir leikir. Það hefur verið frábært að vera hér.“ Aðstaðan sem að íslenska liðinu hafi verið boðið upp á sé framúrskarandi. „Við höfum ekki yfir neinu að kvarta hvað það varðar. Við erum mjög heppin með aðstöðu bæði hvað hótelið varðar en svo líka hér á æfingasvæðinu. Vellirnir hafa verið til fyrirmyndar og við höfum fengið góðan stuðning frá okkar fólki, það hefur verið fullt á völlunum. Þetta mót hefur gengið mjög vel og ég held að þetta verði eins og ég sagði áður en ég kom hingað eitt af bestu mótunum.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Sjá meira