Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Lovísa Arnardóttir skrifar 9. júlí 2025 11:01 Þórarinn og Þórunn áttu erfitt með sig vegna galsa í Ingu á þingi í nótt. Alþingi Þórarinn Ingi Þórarinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gat varla haldið áfram með ræðu sína í þingi rétt um klukkan miðnætti í nótt vegna galsa í Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Í myndbandi sést Inga ræða við Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta þingsins, sem hlær og vísar henni frá á meðan hann er í pontu. Fyrir það, mátti sjá þau bæði líta stöðugt til hægri. Stuttu síðar kemur Inga inn í mynd til að ræða við Þórunni. Á þeim tíma er Þórarinn Ingi að halda ræðu um arð í sjávarútvegi. Þegar Inga gengur frá pontu og forseta byrjar hann að hlæja og tekur sér hlé frá ræðunni. „Það þarf að gefa þingmönnum frið, í fleiri en einni merkingu, þegar þeir hafa orðið,“ segir Þórunn um leið og hún slær í bjöllu Alþingis og horfir fram í salinn. Á sama tíma byrjar Þórarinn Ingi að skælbrosa og hlæja og segist ekki ætla að minnast á það sem á sér stað í salnum. Þórunn þakkar honum fyrir það. Getur ekki haldið áfram Þórarinn á svo afar erfitt með að halda áfram með ræðuna. „Ja, hérna,“ segir hann og biður forseta afsökunar á töfum. Þórunn segist sýna því skilning. Þórarinn Ingi heldur svo áfram að hlæja. „Þetta var nú alveg merkilegt,“ segir hann næst og hlær og segir svo alltaf gott að geta hlegið aðeins. Eftir það tekst honum, nokkuð áfallalaust, að halda áfram með ræðuna. Sá að Þórarinn var orðinn þreyttur Þórarinn Ingi segir um uppákomuna í textaskilaboðum að Inga hafi tekið nokkur dansspor. „Það var bara smá galsi í Ingu, tók nokkur létt dansspor. Fékk okkur til að hlæja inní nóttina.“ „Ég sá að hann var orðinn þreyttur í pontunni. Ég veit ekki hvort þessi elska var í fimmtugustu ræðunni eða eitthvað svoleiðis. Þegar ég var að labba út brosti ég fallega að honum og tók nokkur létt Ingu-dansspor,“ segir Inga um atvikið í samtali við fréttastofu. Inga ræddi við Þórunni sem vísaði henni frá. Eftir það átti Þórarinn mjög erfitt með að halda áfram með ræðu sína. Alþingi Hún segir það hafa tekið skamma stund og hún hafi ekki búist við því að það myndi vekja svona mikla lukku. Þórarinn hafi ekki vitað hvernig hann hafi átt að vera eftir það og alltaf litið á Þórunni sem sjálf hafi ekki almennilega vitað hvernig hún átti að vera. „Þegar forseti sagðist sýna því skilning þá tapaði hann sér endanlega.“ Inga segir gott að geta haft gaman líka, sérstaklega þegar fólk er búið að vera lengi að. „Við erum alltaf fín, það er þessi ræðustóll og svo erum við altlaf bestu mátar þegar því sleppir.“ Alþingi Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Í myndbandi sést Inga ræða við Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta þingsins, sem hlær og vísar henni frá á meðan hann er í pontu. Fyrir það, mátti sjá þau bæði líta stöðugt til hægri. Stuttu síðar kemur Inga inn í mynd til að ræða við Þórunni. Á þeim tíma er Þórarinn Ingi að halda ræðu um arð í sjávarútvegi. Þegar Inga gengur frá pontu og forseta byrjar hann að hlæja og tekur sér hlé frá ræðunni. „Það þarf að gefa þingmönnum frið, í fleiri en einni merkingu, þegar þeir hafa orðið,“ segir Þórunn um leið og hún slær í bjöllu Alþingis og horfir fram í salinn. Á sama tíma byrjar Þórarinn Ingi að skælbrosa og hlæja og segist ekki ætla að minnast á það sem á sér stað í salnum. Þórunn þakkar honum fyrir það. Getur ekki haldið áfram Þórarinn á svo afar erfitt með að halda áfram með ræðuna. „Ja, hérna,“ segir hann og biður forseta afsökunar á töfum. Þórunn segist sýna því skilning. Þórarinn Ingi heldur svo áfram að hlæja. „Þetta var nú alveg merkilegt,“ segir hann næst og hlær og segir svo alltaf gott að geta hlegið aðeins. Eftir það tekst honum, nokkuð áfallalaust, að halda áfram með ræðuna. Sá að Þórarinn var orðinn þreyttur Þórarinn Ingi segir um uppákomuna í textaskilaboðum að Inga hafi tekið nokkur dansspor. „Það var bara smá galsi í Ingu, tók nokkur létt dansspor. Fékk okkur til að hlæja inní nóttina.“ „Ég sá að hann var orðinn þreyttur í pontunni. Ég veit ekki hvort þessi elska var í fimmtugustu ræðunni eða eitthvað svoleiðis. Þegar ég var að labba út brosti ég fallega að honum og tók nokkur létt Ingu-dansspor,“ segir Inga um atvikið í samtali við fréttastofu. Inga ræddi við Þórunni sem vísaði henni frá. Eftir það átti Þórarinn mjög erfitt með að halda áfram með ræðu sína. Alþingi Hún segir það hafa tekið skamma stund og hún hafi ekki búist við því að það myndi vekja svona mikla lukku. Þórarinn hafi ekki vitað hvernig hann hafi átt að vera eftir það og alltaf litið á Þórunni sem sjálf hafi ekki almennilega vitað hvernig hún átti að vera. „Þegar forseti sagðist sýna því skilning þá tapaði hann sér endanlega.“ Inga segir gott að geta haft gaman líka, sérstaklega þegar fólk er búið að vera lengi að. „Við erum alltaf fín, það er þessi ræðustóll og svo erum við altlaf bestu mátar þegar því sleppir.“
Alþingi Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira