Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Árni Sæberg skrifar 9. júlí 2025 12:02 Einar Bárðarson er framkvæmdastjóri SVEIT. Vísir/Vilhelm Niðurstöður nýrrar könnunar meðal félagsmanna í Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, sýna að veruleg óánægja ríkir með störf heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík. Í fréttatilkynningu þess efnis frá SVEIT segir að könnunin hafi verið framkvæmd í júní 2025 og 73 fyrirsvarsmenn fyrirtækja innan samtakanna hafi svarað henni, en alls séu 105 rekstrarfélög skráð í samtökin. Flestir þátttakendur starfi á eftirlitssvæði Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, eða rúmlega 74 prósent, „Könnunin varpar þannig skýru ljósi á upplifun þeirra sem starfa á stærsta veitingamarkaði landsins.“ Óánægja með mikilvægt eftirlit Meirihluti svarenda, 87 prósent, sé sammála því að heilbrigðiseftirlitið sinni mikilvægu hlutverki.Hins vegar komi fram að einungis um fimmtán prósent séu ánægð með þá þjónustu sem þau fá, en tæplega 64 prósent séu óánægð eða mjög óánægð með samskipti og viðmót fulltrúa heilbrigðiseftirlitsins gagnvart fyrirtækjum í veitingarekstri. Svipuð niðurstaða komi fram þegar spurt er um traust, aðeins fimmtán prósent beri mikið eða mjög mikið traust til eftirlitsins á sínu svæði. Svarendur lýsi mikilli óánægju með viðmót eftirlitsaðila, bæði við heimsóknir úttektaraðila og í afgreiðslu erinda. Tæplega 60 prósent séu óánægð eða mjög óánægð með svartíma við afgreiðslu mála, og um 54 prósent telji að starfsfólk heilbrigðiseftirlitsins vinni illa saman innan svæðanna. Hvetja til samtals Þegar spurt hafi verið hvað svarendur teldu brýnast að bæta í þjónustu heilbrigðiseftirlitsins, hafi eftirfarandi atriði oftast komið fram: Aðstoð við úrlausn athugasemda (59%) Styttri bið eftir úttektum og leyfum (58%) Samvinna og viðmót (51–53%) Betri samskipti (45%) „Könnunin gefur til kynna að þótt almennt ríki skilningur á mikilvægi starfs heilbrigðiseftirlitsins, þá sé sambandið við veitingageirann víða í ólestri. Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði hvetja til opins samtals og umbótaferlis þar sem hlustað verður á þá gagnrýni sem fram hefur komið – í þeirri von að endurheimta traust og bæta þjónustu við þessa mikilvægu atvinnugrein.“ Loks segir að könnunin hafi verið send borgar- og varaborgarfulltrúum í gær. Veitingastaðir Reykjavík Borgarstjórn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vilja bjóða út eftirlit en meirihlutanum líst ekkert á það Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja að ráðherra breyti lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir til þess að unnt verði að bjóða út lögbundið heilbrigðiseftirlit. Meirihlutinn í borgarstjórn vill það aftur á móti ekki. Oddviti Sjálfstæðismanna segir veitingamönnum hafa verið sendar kaldar kveðjur úr borgarstjórnarsalnum. 24. júní 2025 15:48 „Engin virðing borin fyrir því að þarna undir eru verðmæti og störf fólks“ Ólöf Skaftadóttir, almannatengill og hlaðvarpsstjórnandi, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur síðustu vikur. „Ég hef aldrei á ævinni verið jafn leiðinleg eins og undanfarnar sex vikur í samskiptum við þetta batterí,“ segir Ólöf. 18. júní 2025 15:30 „Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki“ Það var alls ekki markmiðið að flækja veitingu starfsleyfa þegar ný reglugerð var sett á síðasta kjörtímabili, að sögn fyrrverandi umhverfisráðherra, heldur þvert á móti að „einfalda, einfada, einfalda.“ Hann segir að sú staða sem nú er komin upp sé annað hvort vegna mistúlkunar á regluverkinu eða mistaka við innleiðingu þess. 17. júní 2025 15:01 Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varaði á sínum tíma við nýju regluverki sem kveður á um fjögurra vikna auglýsingaskyldu fyrir starfsleyfi. Regluverkið hefur lagt stein í götu veitingamanna en ný reglugerð tekur að óbreyttu gildi í vikunni, að sögn umhverfisráðherra, og því heyrir svokallaða fjögurra vikna reglan sögunni til. 17. júní 2025 12:31 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis frá SVEIT segir að könnunin hafi verið framkvæmd í júní 2025 og 73 fyrirsvarsmenn fyrirtækja innan samtakanna hafi svarað henni, en alls séu 105 rekstrarfélög skráð í samtökin. Flestir þátttakendur starfi á eftirlitssvæði Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, eða rúmlega 74 prósent, „Könnunin varpar þannig skýru ljósi á upplifun þeirra sem starfa á stærsta veitingamarkaði landsins.“ Óánægja með mikilvægt eftirlit Meirihluti svarenda, 87 prósent, sé sammála því að heilbrigðiseftirlitið sinni mikilvægu hlutverki.Hins vegar komi fram að einungis um fimmtán prósent séu ánægð með þá þjónustu sem þau fá, en tæplega 64 prósent séu óánægð eða mjög óánægð með samskipti og viðmót fulltrúa heilbrigðiseftirlitsins gagnvart fyrirtækjum í veitingarekstri. Svipuð niðurstaða komi fram þegar spurt er um traust, aðeins fimmtán prósent beri mikið eða mjög mikið traust til eftirlitsins á sínu svæði. Svarendur lýsi mikilli óánægju með viðmót eftirlitsaðila, bæði við heimsóknir úttektaraðila og í afgreiðslu erinda. Tæplega 60 prósent séu óánægð eða mjög óánægð með svartíma við afgreiðslu mála, og um 54 prósent telji að starfsfólk heilbrigðiseftirlitsins vinni illa saman innan svæðanna. Hvetja til samtals Þegar spurt hafi verið hvað svarendur teldu brýnast að bæta í þjónustu heilbrigðiseftirlitsins, hafi eftirfarandi atriði oftast komið fram: Aðstoð við úrlausn athugasemda (59%) Styttri bið eftir úttektum og leyfum (58%) Samvinna og viðmót (51–53%) Betri samskipti (45%) „Könnunin gefur til kynna að þótt almennt ríki skilningur á mikilvægi starfs heilbrigðiseftirlitsins, þá sé sambandið við veitingageirann víða í ólestri. Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði hvetja til opins samtals og umbótaferlis þar sem hlustað verður á þá gagnrýni sem fram hefur komið – í þeirri von að endurheimta traust og bæta þjónustu við þessa mikilvægu atvinnugrein.“ Loks segir að könnunin hafi verið send borgar- og varaborgarfulltrúum í gær.
Veitingastaðir Reykjavík Borgarstjórn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vilja bjóða út eftirlit en meirihlutanum líst ekkert á það Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja að ráðherra breyti lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir til þess að unnt verði að bjóða út lögbundið heilbrigðiseftirlit. Meirihlutinn í borgarstjórn vill það aftur á móti ekki. Oddviti Sjálfstæðismanna segir veitingamönnum hafa verið sendar kaldar kveðjur úr borgarstjórnarsalnum. 24. júní 2025 15:48 „Engin virðing borin fyrir því að þarna undir eru verðmæti og störf fólks“ Ólöf Skaftadóttir, almannatengill og hlaðvarpsstjórnandi, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur síðustu vikur. „Ég hef aldrei á ævinni verið jafn leiðinleg eins og undanfarnar sex vikur í samskiptum við þetta batterí,“ segir Ólöf. 18. júní 2025 15:30 „Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki“ Það var alls ekki markmiðið að flækja veitingu starfsleyfa þegar ný reglugerð var sett á síðasta kjörtímabili, að sögn fyrrverandi umhverfisráðherra, heldur þvert á móti að „einfalda, einfada, einfalda.“ Hann segir að sú staða sem nú er komin upp sé annað hvort vegna mistúlkunar á regluverkinu eða mistaka við innleiðingu þess. 17. júní 2025 15:01 Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varaði á sínum tíma við nýju regluverki sem kveður á um fjögurra vikna auglýsingaskyldu fyrir starfsleyfi. Regluverkið hefur lagt stein í götu veitingamanna en ný reglugerð tekur að óbreyttu gildi í vikunni, að sögn umhverfisráðherra, og því heyrir svokallaða fjögurra vikna reglan sögunni til. 17. júní 2025 12:31 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira
Vilja bjóða út eftirlit en meirihlutanum líst ekkert á það Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja að ráðherra breyti lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir til þess að unnt verði að bjóða út lögbundið heilbrigðiseftirlit. Meirihlutinn í borgarstjórn vill það aftur á móti ekki. Oddviti Sjálfstæðismanna segir veitingamönnum hafa verið sendar kaldar kveðjur úr borgarstjórnarsalnum. 24. júní 2025 15:48
„Engin virðing borin fyrir því að þarna undir eru verðmæti og störf fólks“ Ólöf Skaftadóttir, almannatengill og hlaðvarpsstjórnandi, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur síðustu vikur. „Ég hef aldrei á ævinni verið jafn leiðinleg eins og undanfarnar sex vikur í samskiptum við þetta batterí,“ segir Ólöf. 18. júní 2025 15:30
„Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki“ Það var alls ekki markmiðið að flækja veitingu starfsleyfa þegar ný reglugerð var sett á síðasta kjörtímabili, að sögn fyrrverandi umhverfisráðherra, heldur þvert á móti að „einfalda, einfada, einfalda.“ Hann segir að sú staða sem nú er komin upp sé annað hvort vegna mistúlkunar á regluverkinu eða mistaka við innleiðingu þess. 17. júní 2025 15:01
Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varaði á sínum tíma við nýju regluverki sem kveður á um fjögurra vikna auglýsingaskyldu fyrir starfsleyfi. Regluverkið hefur lagt stein í götu veitingamanna en ný reglugerð tekur að óbreyttu gildi í vikunni, að sögn umhverfisráðherra, og því heyrir svokallaða fjögurra vikna reglan sögunni til. 17. júní 2025 12:31