Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Árni Sæberg skrifar 9. júlí 2025 12:02 Einar Bárðarson er framkvæmdastjóri SVEIT. Vísir/Vilhelm Niðurstöður nýrrar könnunar meðal félagsmanna í Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, sýna að veruleg óánægja ríkir með störf heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík. Í fréttatilkynningu þess efnis frá SVEIT segir að könnunin hafi verið framkvæmd í júní 2025 og 73 fyrirsvarsmenn fyrirtækja innan samtakanna hafi svarað henni, en alls séu 105 rekstrarfélög skráð í samtökin. Flestir þátttakendur starfi á eftirlitssvæði Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, eða rúmlega 74 prósent, „Könnunin varpar þannig skýru ljósi á upplifun þeirra sem starfa á stærsta veitingamarkaði landsins.“ Óánægja með mikilvægt eftirlit Meirihluti svarenda, 87 prósent, sé sammála því að heilbrigðiseftirlitið sinni mikilvægu hlutverki.Hins vegar komi fram að einungis um fimmtán prósent séu ánægð með þá þjónustu sem þau fá, en tæplega 64 prósent séu óánægð eða mjög óánægð með samskipti og viðmót fulltrúa heilbrigðiseftirlitsins gagnvart fyrirtækjum í veitingarekstri. Svipuð niðurstaða komi fram þegar spurt er um traust, aðeins fimmtán prósent beri mikið eða mjög mikið traust til eftirlitsins á sínu svæði. Svarendur lýsi mikilli óánægju með viðmót eftirlitsaðila, bæði við heimsóknir úttektaraðila og í afgreiðslu erinda. Tæplega 60 prósent séu óánægð eða mjög óánægð með svartíma við afgreiðslu mála, og um 54 prósent telji að starfsfólk heilbrigðiseftirlitsins vinni illa saman innan svæðanna. Hvetja til samtals Þegar spurt hafi verið hvað svarendur teldu brýnast að bæta í þjónustu heilbrigðiseftirlitsins, hafi eftirfarandi atriði oftast komið fram: Aðstoð við úrlausn athugasemda (59%) Styttri bið eftir úttektum og leyfum (58%) Samvinna og viðmót (51–53%) Betri samskipti (45%) „Könnunin gefur til kynna að þótt almennt ríki skilningur á mikilvægi starfs heilbrigðiseftirlitsins, þá sé sambandið við veitingageirann víða í ólestri. Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði hvetja til opins samtals og umbótaferlis þar sem hlustað verður á þá gagnrýni sem fram hefur komið – í þeirri von að endurheimta traust og bæta þjónustu við þessa mikilvægu atvinnugrein.“ Loks segir að könnunin hafi verið send borgar- og varaborgarfulltrúum í gær. Veitingastaðir Reykjavík Borgarstjórn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vilja bjóða út eftirlit en meirihlutanum líst ekkert á það Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja að ráðherra breyti lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir til þess að unnt verði að bjóða út lögbundið heilbrigðiseftirlit. Meirihlutinn í borgarstjórn vill það aftur á móti ekki. Oddviti Sjálfstæðismanna segir veitingamönnum hafa verið sendar kaldar kveðjur úr borgarstjórnarsalnum. 24. júní 2025 15:48 „Engin virðing borin fyrir því að þarna undir eru verðmæti og störf fólks“ Ólöf Skaftadóttir, almannatengill og hlaðvarpsstjórnandi, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur síðustu vikur. „Ég hef aldrei á ævinni verið jafn leiðinleg eins og undanfarnar sex vikur í samskiptum við þetta batterí,“ segir Ólöf. 18. júní 2025 15:30 „Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki“ Það var alls ekki markmiðið að flækja veitingu starfsleyfa þegar ný reglugerð var sett á síðasta kjörtímabili, að sögn fyrrverandi umhverfisráðherra, heldur þvert á móti að „einfalda, einfada, einfalda.“ Hann segir að sú staða sem nú er komin upp sé annað hvort vegna mistúlkunar á regluverkinu eða mistaka við innleiðingu þess. 17. júní 2025 15:01 Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varaði á sínum tíma við nýju regluverki sem kveður á um fjögurra vikna auglýsingaskyldu fyrir starfsleyfi. Regluverkið hefur lagt stein í götu veitingamanna en ný reglugerð tekur að óbreyttu gildi í vikunni, að sögn umhverfisráðherra, og því heyrir svokallaða fjögurra vikna reglan sögunni til. 17. júní 2025 12:31 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis frá SVEIT segir að könnunin hafi verið framkvæmd í júní 2025 og 73 fyrirsvarsmenn fyrirtækja innan samtakanna hafi svarað henni, en alls séu 105 rekstrarfélög skráð í samtökin. Flestir þátttakendur starfi á eftirlitssvæði Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, eða rúmlega 74 prósent, „Könnunin varpar þannig skýru ljósi á upplifun þeirra sem starfa á stærsta veitingamarkaði landsins.“ Óánægja með mikilvægt eftirlit Meirihluti svarenda, 87 prósent, sé sammála því að heilbrigðiseftirlitið sinni mikilvægu hlutverki.Hins vegar komi fram að einungis um fimmtán prósent séu ánægð með þá þjónustu sem þau fá, en tæplega 64 prósent séu óánægð eða mjög óánægð með samskipti og viðmót fulltrúa heilbrigðiseftirlitsins gagnvart fyrirtækjum í veitingarekstri. Svipuð niðurstaða komi fram þegar spurt er um traust, aðeins fimmtán prósent beri mikið eða mjög mikið traust til eftirlitsins á sínu svæði. Svarendur lýsi mikilli óánægju með viðmót eftirlitsaðila, bæði við heimsóknir úttektaraðila og í afgreiðslu erinda. Tæplega 60 prósent séu óánægð eða mjög óánægð með svartíma við afgreiðslu mála, og um 54 prósent telji að starfsfólk heilbrigðiseftirlitsins vinni illa saman innan svæðanna. Hvetja til samtals Þegar spurt hafi verið hvað svarendur teldu brýnast að bæta í þjónustu heilbrigðiseftirlitsins, hafi eftirfarandi atriði oftast komið fram: Aðstoð við úrlausn athugasemda (59%) Styttri bið eftir úttektum og leyfum (58%) Samvinna og viðmót (51–53%) Betri samskipti (45%) „Könnunin gefur til kynna að þótt almennt ríki skilningur á mikilvægi starfs heilbrigðiseftirlitsins, þá sé sambandið við veitingageirann víða í ólestri. Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði hvetja til opins samtals og umbótaferlis þar sem hlustað verður á þá gagnrýni sem fram hefur komið – í þeirri von að endurheimta traust og bæta þjónustu við þessa mikilvægu atvinnugrein.“ Loks segir að könnunin hafi verið send borgar- og varaborgarfulltrúum í gær.
Veitingastaðir Reykjavík Borgarstjórn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vilja bjóða út eftirlit en meirihlutanum líst ekkert á það Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja að ráðherra breyti lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir til þess að unnt verði að bjóða út lögbundið heilbrigðiseftirlit. Meirihlutinn í borgarstjórn vill það aftur á móti ekki. Oddviti Sjálfstæðismanna segir veitingamönnum hafa verið sendar kaldar kveðjur úr borgarstjórnarsalnum. 24. júní 2025 15:48 „Engin virðing borin fyrir því að þarna undir eru verðmæti og störf fólks“ Ólöf Skaftadóttir, almannatengill og hlaðvarpsstjórnandi, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur síðustu vikur. „Ég hef aldrei á ævinni verið jafn leiðinleg eins og undanfarnar sex vikur í samskiptum við þetta batterí,“ segir Ólöf. 18. júní 2025 15:30 „Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki“ Það var alls ekki markmiðið að flækja veitingu starfsleyfa þegar ný reglugerð var sett á síðasta kjörtímabili, að sögn fyrrverandi umhverfisráðherra, heldur þvert á móti að „einfalda, einfada, einfalda.“ Hann segir að sú staða sem nú er komin upp sé annað hvort vegna mistúlkunar á regluverkinu eða mistaka við innleiðingu þess. 17. júní 2025 15:01 Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varaði á sínum tíma við nýju regluverki sem kveður á um fjögurra vikna auglýsingaskyldu fyrir starfsleyfi. Regluverkið hefur lagt stein í götu veitingamanna en ný reglugerð tekur að óbreyttu gildi í vikunni, að sögn umhverfisráðherra, og því heyrir svokallaða fjögurra vikna reglan sögunni til. 17. júní 2025 12:31 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Vilja bjóða út eftirlit en meirihlutanum líst ekkert á það Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja að ráðherra breyti lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir til þess að unnt verði að bjóða út lögbundið heilbrigðiseftirlit. Meirihlutinn í borgarstjórn vill það aftur á móti ekki. Oddviti Sjálfstæðismanna segir veitingamönnum hafa verið sendar kaldar kveðjur úr borgarstjórnarsalnum. 24. júní 2025 15:48
„Engin virðing borin fyrir því að þarna undir eru verðmæti og störf fólks“ Ólöf Skaftadóttir, almannatengill og hlaðvarpsstjórnandi, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur síðustu vikur. „Ég hef aldrei á ævinni verið jafn leiðinleg eins og undanfarnar sex vikur í samskiptum við þetta batterí,“ segir Ólöf. 18. júní 2025 15:30
„Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki“ Það var alls ekki markmiðið að flækja veitingu starfsleyfa þegar ný reglugerð var sett á síðasta kjörtímabili, að sögn fyrrverandi umhverfisráðherra, heldur þvert á móti að „einfalda, einfada, einfalda.“ Hann segir að sú staða sem nú er komin upp sé annað hvort vegna mistúlkunar á regluverkinu eða mistaka við innleiðingu þess. 17. júní 2025 15:01
Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varaði á sínum tíma við nýju regluverki sem kveður á um fjögurra vikna auglýsingaskyldu fyrir starfsleyfi. Regluverkið hefur lagt stein í götu veitingamanna en ný reglugerð tekur að óbreyttu gildi í vikunni, að sögn umhverfisráðherra, og því heyrir svokallaða fjögurra vikna reglan sögunni til. 17. júní 2025 12:31