„Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Smári Jökull Jónsson skrifar 9. júlí 2025 20:19 Þórdís Jóna er forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu sem leiðir þróunarverkefni í málefnum erlendra barna. Vísir/Ívar Nauðsynlegt er að styðja betur við skólasamfélagið í málefnum erlendra barna segir forstjóri miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Tölfræði um aukið ofbeldi sé skýr vísbending um að gera þurfi betur í málaflokknum. Doktorsnemi við Háskóla Íslands sagði í kvöldfréttum á dögunum að stöðnun hefði orðið í málefnum barna með erlendan bakgrunn. Orðin komu í kjölfarið á áætlun stjórnvalda vegna ofbeldis meðal barna þar sem fram kemur að börn af erlendum uppruna séu mun oftar lögð í einelti en íslensk börn og lendi oftar í slagsmálum. Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, segir að tölfræðin sé skýr vísbending um að gera þurfi betur í málaflokknum. Síðasta ár hafi verið í gangi þróunarverkni tengt börnum með erlendan bakgrunn. „Þar ætlum við og erum búin að vinna að því núna í vetur að búa til samræmdar aðgerðaáætlanir og ráðgjöf fyrir sveitarfélög og fyrir skóla. Um hvernig best er staðið að því að koma til móts við börn af fjölbreyttum menningar og tungumálabakgrunn,“ sagði Þórdís Jóna í kvöldfréttum Sýnar. Dregur úr líkunum að það verði vandamál síðar meir Hún segir mikilvægt að byggja upp skólasamfélag sem sé inngildandi, ekki aðeins fyrir börn með erlendan bakgrunn heldur öll börn með ólíkar þarfir. Erlendum börnum hafi fjölgað mikið og því nauðsynlegt að styðja betur við skólasamfélagið. Forvarnir séu besta leiðin. „Ef við erum með öflugan stuðning inn í skólunum til að mæta börnunum betur og þau fái góða menntun þá erum við að draga mjög úr líkunum að það verði vandamál þegar síðar verður.“ Þórdís tekur undir þau orð Nichole Leigh Mosty, doktorsnema við deild menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands, að mikilvægt sé að hjálpa foreldrum að aðlagast. Þá sé hafin vinna með áfallatengslamiðaða nálgun fyrir börn sem koma úr erfiðum aðstæðum. „Þarna erum við þetta verkefni sem er brúarsmíði, sem koma þá úr þeirri menningu, tala góða íslensku en skilja líka hvaðan börnin eru að koma og eru að hjálpa foreldrum að verða þessi brú á milli skóla og heimilis.“ Ofbeldi barna Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Innflytjendamál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Sjá meira
Doktorsnemi við Háskóla Íslands sagði í kvöldfréttum á dögunum að stöðnun hefði orðið í málefnum barna með erlendan bakgrunn. Orðin komu í kjölfarið á áætlun stjórnvalda vegna ofbeldis meðal barna þar sem fram kemur að börn af erlendum uppruna séu mun oftar lögð í einelti en íslensk börn og lendi oftar í slagsmálum. Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, segir að tölfræðin sé skýr vísbending um að gera þurfi betur í málaflokknum. Síðasta ár hafi verið í gangi þróunarverkni tengt börnum með erlendan bakgrunn. „Þar ætlum við og erum búin að vinna að því núna í vetur að búa til samræmdar aðgerðaáætlanir og ráðgjöf fyrir sveitarfélög og fyrir skóla. Um hvernig best er staðið að því að koma til móts við börn af fjölbreyttum menningar og tungumálabakgrunn,“ sagði Þórdís Jóna í kvöldfréttum Sýnar. Dregur úr líkunum að það verði vandamál síðar meir Hún segir mikilvægt að byggja upp skólasamfélag sem sé inngildandi, ekki aðeins fyrir börn með erlendan bakgrunn heldur öll börn með ólíkar þarfir. Erlendum börnum hafi fjölgað mikið og því nauðsynlegt að styðja betur við skólasamfélagið. Forvarnir séu besta leiðin. „Ef við erum með öflugan stuðning inn í skólunum til að mæta börnunum betur og þau fái góða menntun þá erum við að draga mjög úr líkunum að það verði vandamál þegar síðar verður.“ Þórdís tekur undir þau orð Nichole Leigh Mosty, doktorsnema við deild menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands, að mikilvægt sé að hjálpa foreldrum að aðlagast. Þá sé hafin vinna með áfallatengslamiðaða nálgun fyrir börn sem koma úr erfiðum aðstæðum. „Þarna erum við þetta verkefni sem er brúarsmíði, sem koma þá úr þeirri menningu, tala góða íslensku en skilja líka hvaðan börnin eru að koma og eru að hjálpa foreldrum að verða þessi brú á milli skóla og heimilis.“
Ofbeldi barna Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Innflytjendamál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Sjá meira