Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Lovísa Arnardóttir skrifar 10. júlí 2025 09:02 Flóðavöktunarstöð sem sett var upp í Leirá syðri þann 14. nóvember 2024. Í bakgrunni sést í Sandfellsjökul en hlaupvatnið kemur þaðan undan jöklinum. Njáll Fannar Reynisson/Veðurstofa Íslands Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm er enn í gangi. Vatnshækkun og rafleiðni hefur farið mjög hægt vaxandi í nótt samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar. Þar kemur jafnframt fram að náið sé fylgst með aðstæðum og að uppfærsla um hlaupið verði birt á heimasíðu þeirra í dag. Greint var frá því í gær að rafleiðni og vatnshæð hefði hækkað í Leirá Syðri samkvæmt mælingum nýlegs vöktunarmælis framan við Sandfellsjökul. Hækkuð rafleiðni og vatnshæð hafi einnig sést í mælingum við brúna á þjóðvegi 1 yfir Skálm, en Leirá Syðri rennur í Skálm ofan vegarins. Einnig kom fram að tilkynningar um brennisteinslykt hefðu borist Veðurstofunni frá Þórsmörk og við Emstruá. Fólki var því beðið að sýna aðgát við upptök árinnar þar sem gasmengun gæti verið á svæðinu. Í tilkynningu Veðurstofunnar í gær sagði að hlaup sem þessi frá jarðhitasvæðum við jökulbotn séu þekkt í ýmsum ám í kringum Mýrdalsjökul, svo sem í Múlakvísl og Fremri-Emstruá. Í gegnum tíðina hafi komið misstór hlaup í Leirá. Á árunum 1995 til 2000 hafi árlega komið hlaup í ána auk þess sem lítið hlaup kom í ána árið 2012. Ekkert tjón varð af þessum hlaupum utan þess að framburður þeirra hækkaði aurkeilu Leirár sunnan Sandfells sem leiddi til þess að syðri kvísl Leirár leitaði inn á ný svæði og að lokum yfir í Skálm. Kort sem sýnir staðsetningu flóðavöktunarmæla í kringum Mýrdalsjökul. Mælar í Leirá syðri (V665) og Skálm (V412) er merktir með appelsínugulum hring.Veðurstofan „Í lok júlí í fyrrasumar kom einnig lítið hlaup í Leirá Syðri og Skálm. Í kjölfar þess hlaups kom óvænt umtalsvert hlaup sem flæddi yfir þjóðveg 1 og rauf hann á kafla. Hlaupið átti uppruna sinn í tveimur kötlum í Mýrdalsjökli sunnan við Austmannsbungu. Katlarnir eru myndaðir vegna bráðnunar íss af völdum jarðhita við jökulbotn. Í kjölfar stóra hlaupsins í lok júlí 2024 hafa fjögur minni hlaup orðið í ánni. Ekkert tjón varð að völdum þeirra. Seinasta slíka hlaup varð í desember síðastliðnum ,“ sagði í tilkynningunni. Nánar hér á vef Veðurstofunnar. Mýrdalshreppur Jöklar á Íslandi Skaftárhreppur Tengdar fréttir Flogið þangað sem enginn kemst nema í draumi „Það er auðvelt að gleyma sér og stara á stórbrotin listaverk skriðjöklanna, horfa á með augum fuglsins, fljúga þangað sem engin kemst nema í draumi.“ 1. október 2024 10:01 Stór skjálfti í Goðabungu Jarðskjálfti sem mældist 3,7 stig reið yfir í Mýrdalsjökli rétt fyrir klukkan sex í morgun. 30. september 2024 07:39 Hlaupið í rénun Jökulhlaup sem staðið hefur yfir í Skálm undanfarna sólarhringa er í rénun. 10. september 2024 14:05 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Greint var frá því í gær að rafleiðni og vatnshæð hefði hækkað í Leirá Syðri samkvæmt mælingum nýlegs vöktunarmælis framan við Sandfellsjökul. Hækkuð rafleiðni og vatnshæð hafi einnig sést í mælingum við brúna á þjóðvegi 1 yfir Skálm, en Leirá Syðri rennur í Skálm ofan vegarins. Einnig kom fram að tilkynningar um brennisteinslykt hefðu borist Veðurstofunni frá Þórsmörk og við Emstruá. Fólki var því beðið að sýna aðgát við upptök árinnar þar sem gasmengun gæti verið á svæðinu. Í tilkynningu Veðurstofunnar í gær sagði að hlaup sem þessi frá jarðhitasvæðum við jökulbotn séu þekkt í ýmsum ám í kringum Mýrdalsjökul, svo sem í Múlakvísl og Fremri-Emstruá. Í gegnum tíðina hafi komið misstór hlaup í Leirá. Á árunum 1995 til 2000 hafi árlega komið hlaup í ána auk þess sem lítið hlaup kom í ána árið 2012. Ekkert tjón varð af þessum hlaupum utan þess að framburður þeirra hækkaði aurkeilu Leirár sunnan Sandfells sem leiddi til þess að syðri kvísl Leirár leitaði inn á ný svæði og að lokum yfir í Skálm. Kort sem sýnir staðsetningu flóðavöktunarmæla í kringum Mýrdalsjökul. Mælar í Leirá syðri (V665) og Skálm (V412) er merktir með appelsínugulum hring.Veðurstofan „Í lok júlí í fyrrasumar kom einnig lítið hlaup í Leirá Syðri og Skálm. Í kjölfar þess hlaups kom óvænt umtalsvert hlaup sem flæddi yfir þjóðveg 1 og rauf hann á kafla. Hlaupið átti uppruna sinn í tveimur kötlum í Mýrdalsjökli sunnan við Austmannsbungu. Katlarnir eru myndaðir vegna bráðnunar íss af völdum jarðhita við jökulbotn. Í kjölfar stóra hlaupsins í lok júlí 2024 hafa fjögur minni hlaup orðið í ánni. Ekkert tjón varð að völdum þeirra. Seinasta slíka hlaup varð í desember síðastliðnum ,“ sagði í tilkynningunni. Nánar hér á vef Veðurstofunnar.
Mýrdalshreppur Jöklar á Íslandi Skaftárhreppur Tengdar fréttir Flogið þangað sem enginn kemst nema í draumi „Það er auðvelt að gleyma sér og stara á stórbrotin listaverk skriðjöklanna, horfa á með augum fuglsins, fljúga þangað sem engin kemst nema í draumi.“ 1. október 2024 10:01 Stór skjálfti í Goðabungu Jarðskjálfti sem mældist 3,7 stig reið yfir í Mýrdalsjökli rétt fyrir klukkan sex í morgun. 30. september 2024 07:39 Hlaupið í rénun Jökulhlaup sem staðið hefur yfir í Skálm undanfarna sólarhringa er í rénun. 10. september 2024 14:05 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Flogið þangað sem enginn kemst nema í draumi „Það er auðvelt að gleyma sér og stara á stórbrotin listaverk skriðjöklanna, horfa á með augum fuglsins, fljúga þangað sem engin kemst nema í draumi.“ 1. október 2024 10:01
Stór skjálfti í Goðabungu Jarðskjálfti sem mældist 3,7 stig reið yfir í Mýrdalsjökli rétt fyrir klukkan sex í morgun. 30. september 2024 07:39
Hlaupið í rénun Jökulhlaup sem staðið hefur yfir í Skálm undanfarna sólarhringa er í rénun. 10. september 2024 14:05