„Þetta gerist rosa hratt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. júlí 2025 10:00 Kristinn Pálsson flytur með fjölskylduna til Ítalíu í haust. vísir / ívar Körfuboltamaðurinn Kristinn Pálsson hefur yfirgefið herbúðir Vals og samið við Jesi, sem spilar í þriðju efstu deild á Ítalíu. Hann segir hlutina hafa gerst hratt en Kristinn stökk á tilboð sem honum leist vel á og er spenntur fyrir því að leiða liðið vonandi upp um deild. Kristinn hefur verið lykilmaður í liði Vals síðustu tvö tímabil og orðið bæði bikar- og Íslandsmeistari. Samningur hans við liðið gilti út næsta tímabil en í þeim samningi var einnig ákvæði um að Kristinn gæti samið við lið erlendis. Varstu að leitast eftir tilboði? „Alls ekki en umboðsmennirnir eru alltaf að leita. Það komu nokkur tilboð sem mér leist ekkert endilega á, svo kom þetta og ég var mjög spenntur fyrir því. Ég var mjög ánægður með þetta tilboð og spenntur fyrir því að taka þátt í vegferðinni með Jesi.“ View this post on Instagram A post shared by Basket Jesi Academy (@basketjesiacademy) „Þetta gerist rosa hratt, er bara búið að taka einhverja fimm eða sex daga frá því að tilboðið kom. Það er náttúrulega ákveðin pressa í þessu að klára allt sem fyrst, pressa frá umbanum og liðinu að þurfa að svara mjög snemma. Ég var ekki alveg tilbúinn að leyfa þessu að fjara út, þannig að ég stökk á þetta og við erum bara mjög sátt“ sagði Kristinn sem ákvað að bíða ekki fram yfir EuroBasket, eftir mögulega betra tilboði. Kristinn og Kári Jónsson með Jamil Abiad eftir að Íslandsmeistaratitillinn 2024 var í hús.vísir / anton brink En Valsmenn, hvernig tóku þeir í þína ákvörðun? „Ég trúi því alveg að þeir séu kannski ekkert par sáttir með hana, verandi á samning og með þessa opnu. En auðvitað bara stoltir og spenntir að sjá hvernig ég spila úti.“ Kristinn talar reiprennandi ítölsku eftir að hafa spilað þar í landi á unglingsárunum, er með ítalskan umboðsmann sem kom honum í samband við liðið og svo skemmdi ekki fyrir að hann átti algjöran stórleik með íslenska landsliðinu gegn Ítalíu fyrr í vetur. Jesi hreifst af honum og ætlar að gera að lykilmanni á leið liðsins upp í næstefstu deild Ítalíu. „Stefnir allt í það að maður verði einhvers konar lykilmaður. Sérstaklega vegna þess að það er bara leyfður einn útlendingur í hverju liði. Vanalega sækja liðin alla Ítalina fyrst, byggir liðið í kringum það og færð svo þetta lokapúsl, sem var ég í þetta skiptið.“ Rætt var við Kristinn í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir ofan. Valur Bónus-deild karla Ítalía Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Kristinn hefur verið lykilmaður í liði Vals síðustu tvö tímabil og orðið bæði bikar- og Íslandsmeistari. Samningur hans við liðið gilti út næsta tímabil en í þeim samningi var einnig ákvæði um að Kristinn gæti samið við lið erlendis. Varstu að leitast eftir tilboði? „Alls ekki en umboðsmennirnir eru alltaf að leita. Það komu nokkur tilboð sem mér leist ekkert endilega á, svo kom þetta og ég var mjög spenntur fyrir því. Ég var mjög ánægður með þetta tilboð og spenntur fyrir því að taka þátt í vegferðinni með Jesi.“ View this post on Instagram A post shared by Basket Jesi Academy (@basketjesiacademy) „Þetta gerist rosa hratt, er bara búið að taka einhverja fimm eða sex daga frá því að tilboðið kom. Það er náttúrulega ákveðin pressa í þessu að klára allt sem fyrst, pressa frá umbanum og liðinu að þurfa að svara mjög snemma. Ég var ekki alveg tilbúinn að leyfa þessu að fjara út, þannig að ég stökk á þetta og við erum bara mjög sátt“ sagði Kristinn sem ákvað að bíða ekki fram yfir EuroBasket, eftir mögulega betra tilboði. Kristinn og Kári Jónsson með Jamil Abiad eftir að Íslandsmeistaratitillinn 2024 var í hús.vísir / anton brink En Valsmenn, hvernig tóku þeir í þína ákvörðun? „Ég trúi því alveg að þeir séu kannski ekkert par sáttir með hana, verandi á samning og með þessa opnu. En auðvitað bara stoltir og spenntir að sjá hvernig ég spila úti.“ Kristinn talar reiprennandi ítölsku eftir að hafa spilað þar í landi á unglingsárunum, er með ítalskan umboðsmann sem kom honum í samband við liðið og svo skemmdi ekki fyrir að hann átti algjöran stórleik með íslenska landsliðinu gegn Ítalíu fyrr í vetur. Jesi hreifst af honum og ætlar að gera að lykilmanni á leið liðsins upp í næstefstu deild Ítalíu. „Stefnir allt í það að maður verði einhvers konar lykilmaður. Sérstaklega vegna þess að það er bara leyfður einn útlendingur í hverju liði. Vanalega sækja liðin alla Ítalina fyrst, byggir liðið í kringum það og færð svo þetta lokapúsl, sem var ég í þetta skiptið.“ Rætt var við Kristinn í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir ofan.
Valur Bónus-deild karla Ítalía Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira