„Þetta gerist rosa hratt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. júlí 2025 10:00 Kristinn Pálsson flytur með fjölskylduna til Ítalíu í haust. vísir / ívar Körfuboltamaðurinn Kristinn Pálsson hefur yfirgefið herbúðir Vals og samið við Jesi, sem spilar í þriðju efstu deild á Ítalíu. Hann segir hlutina hafa gerst hratt en Kristinn stökk á tilboð sem honum leist vel á og er spenntur fyrir því að leiða liðið vonandi upp um deild. Kristinn hefur verið lykilmaður í liði Vals síðustu tvö tímabil og orðið bæði bikar- og Íslandsmeistari. Samningur hans við liðið gilti út næsta tímabil en í þeim samningi var einnig ákvæði um að Kristinn gæti samið við lið erlendis. Varstu að leitast eftir tilboði? „Alls ekki en umboðsmennirnir eru alltaf að leita. Það komu nokkur tilboð sem mér leist ekkert endilega á, svo kom þetta og ég var mjög spenntur fyrir því. Ég var mjög ánægður með þetta tilboð og spenntur fyrir því að taka þátt í vegferðinni með Jesi.“ View this post on Instagram A post shared by Basket Jesi Academy (@basketjesiacademy) „Þetta gerist rosa hratt, er bara búið að taka einhverja fimm eða sex daga frá því að tilboðið kom. Það er náttúrulega ákveðin pressa í þessu að klára allt sem fyrst, pressa frá umbanum og liðinu að þurfa að svara mjög snemma. Ég var ekki alveg tilbúinn að leyfa þessu að fjara út, þannig að ég stökk á þetta og við erum bara mjög sátt“ sagði Kristinn sem ákvað að bíða ekki fram yfir EuroBasket, eftir mögulega betra tilboði. Kristinn og Kári Jónsson með Jamil Abiad eftir að Íslandsmeistaratitillinn 2024 var í hús.vísir / anton brink En Valsmenn, hvernig tóku þeir í þína ákvörðun? „Ég trúi því alveg að þeir séu kannski ekkert par sáttir með hana, verandi á samning og með þessa opnu. En auðvitað bara stoltir og spenntir að sjá hvernig ég spila úti.“ Kristinn talar reiprennandi ítölsku eftir að hafa spilað þar í landi á unglingsárunum, er með ítalskan umboðsmann sem kom honum í samband við liðið og svo skemmdi ekki fyrir að hann átti algjöran stórleik með íslenska landsliðinu gegn Ítalíu fyrr í vetur. Jesi hreifst af honum og ætlar að gera að lykilmanni á leið liðsins upp í næstefstu deild Ítalíu. „Stefnir allt í það að maður verði einhvers konar lykilmaður. Sérstaklega vegna þess að það er bara leyfður einn útlendingur í hverju liði. Vanalega sækja liðin alla Ítalina fyrst, byggir liðið í kringum það og færð svo þetta lokapúsl, sem var ég í þetta skiptið.“ Rætt var við Kristinn í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir ofan. Valur Bónus-deild karla Ítalía Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Kristinn hefur verið lykilmaður í liði Vals síðustu tvö tímabil og orðið bæði bikar- og Íslandsmeistari. Samningur hans við liðið gilti út næsta tímabil en í þeim samningi var einnig ákvæði um að Kristinn gæti samið við lið erlendis. Varstu að leitast eftir tilboði? „Alls ekki en umboðsmennirnir eru alltaf að leita. Það komu nokkur tilboð sem mér leist ekkert endilega á, svo kom þetta og ég var mjög spenntur fyrir því. Ég var mjög ánægður með þetta tilboð og spenntur fyrir því að taka þátt í vegferðinni með Jesi.“ View this post on Instagram A post shared by Basket Jesi Academy (@basketjesiacademy) „Þetta gerist rosa hratt, er bara búið að taka einhverja fimm eða sex daga frá því að tilboðið kom. Það er náttúrulega ákveðin pressa í þessu að klára allt sem fyrst, pressa frá umbanum og liðinu að þurfa að svara mjög snemma. Ég var ekki alveg tilbúinn að leyfa þessu að fjara út, þannig að ég stökk á þetta og við erum bara mjög sátt“ sagði Kristinn sem ákvað að bíða ekki fram yfir EuroBasket, eftir mögulega betra tilboði. Kristinn og Kári Jónsson með Jamil Abiad eftir að Íslandsmeistaratitillinn 2024 var í hús.vísir / anton brink En Valsmenn, hvernig tóku þeir í þína ákvörðun? „Ég trúi því alveg að þeir séu kannski ekkert par sáttir með hana, verandi á samning og með þessa opnu. En auðvitað bara stoltir og spenntir að sjá hvernig ég spila úti.“ Kristinn talar reiprennandi ítölsku eftir að hafa spilað þar í landi á unglingsárunum, er með ítalskan umboðsmann sem kom honum í samband við liðið og svo skemmdi ekki fyrir að hann átti algjöran stórleik með íslenska landsliðinu gegn Ítalíu fyrr í vetur. Jesi hreifst af honum og ætlar að gera að lykilmanni á leið liðsins upp í næstefstu deild Ítalíu. „Stefnir allt í það að maður verði einhvers konar lykilmaður. Sérstaklega vegna þess að það er bara leyfður einn útlendingur í hverju liði. Vanalega sækja liðin alla Ítalina fyrst, byggir liðið í kringum það og færð svo þetta lokapúsl, sem var ég í þetta skiptið.“ Rætt var við Kristinn í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir ofan.
Valur Bónus-deild karla Ítalía Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira