Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lovísa Arnardóttir skrifar 10. júlí 2025 15:00 Sirkuslistamann taka áhættu sem ekki er mælt með að taka heima hjá sér. Aðsendar Sirkus Íslands hefur sýningar á ný í Vatnsmýri á morgun, föstudag. Tvær sýningar verða í boði, fjölskyldusýning og Skinnsemissýning sem er fullorðinssýning sem er bönnuð yngri en tuttugu ára. „Fjölskyldusýningin er fyrir alla. Þar ættu allir að finna eitthvað við hæfi,“ segir Sirrý Fjóla Þórarinsdóttir sirkuslistamaður. Sýning er ein klukkustund og 45 mínútur og hentar breiðum aldurshópi að sögn Sirrýjar. Hlé er í miðri sýningu og þannig tækifæri til að standa upp. „Ég held þetta henti ungum sem öldnum, það er frítt fyrir tveggja ára og yngri.“ Unnið var að því í vikunni að koma sirkustjaldinu. Áhorfendapallar komu upp í gær og sviðið verður sett upp í dag. Sirkusinn safnaði fyrir tjaldinu fyrir ellefu árum. Sirrý Fjóla segir það hafa verið algjöran leikbreyti að fá tjaldið. Sirrý segir töfrandi að sitja á sýningunni inni í tjaldinu. Sirkus Íslands „Það var mikill leikbreytir fyrir sirkus á Íslandi að fá tjaldið. Þetta verður svo ekta fyrir áhorfandann að vera inni í sirkustjaldi, og gerir þetta meira grand. Tjaldið hefur nýst mjög vel og það er svo töfrandi og ævintýralegt að sýna inni því.“ Sumir hafi sirkusinn að atvinnu Alls eru fjórtán að sýna í Sirkusnum og dagskráin afar fjölbreytt. Til dæmis verði línudans, jöggl, húlla, loftfimleikar og trúðar. „Þetta er mjög fjölbreytt. Það er alltaf eitthvað spennandi og allavega eitt atriði sem er mjög hættulegt. Öll atriðin eru með einhverja áhættu, annars væri þetta ekki spennandi, en ég mæli ekki með að fólk geri það heima sem við gerum þarna.“ Hún segir misjafnt hvort fólk vinni við sirkuslistir allt árið eða hvort þau komi aðeins inn á sýningunum. „Sumir eru að sýna á útihátíðum, í leikskólum og víðar allan ársins hring. Svona stór sýning er aðeins á sumrin,“ segir hún og að sýningin fari ekkert á flakk á þessu ári, heldur verði aðeins í Vatnsmýrinni. Sirrý á línunni. Aðsend Fyrsta sýning er á föstudag og verður svo á laugardag og sunnudag. Tekin er svo pása til fimmtudags og sýnt til sunnudags. Alls eru ellefu fjölskyldusýningar og þrjár skinnsemissýningar. Spennandi að sýna með kennaranum sínum Sirrý Fjóla byrjaði að æfa sirkus átta ára gömul og hefur ekki hætt síðan. Í dag er hún 21 árs og er línudansari í sirkusnum. Samhliða sirkus æfði hún fimleika sem hún segir hafa verið góðan grunn og farið á dansnámskeið. „Ég er aðallega að gera trikk á línunni. Labba og gera trikk, það er mitt sérsvið. Fimleikarnir koma sterkir þarna inn. Ég hef alltaf haft gaman af því sem er smá öðruvísi og skrítið. Þetta er eins og ævintýri að fá að sýna í sirkus.“ Hún segir einn annan hafa verið á námskeiði í sirkus og í hópnum sem sýni í ár sé fólk sem var að kenna á námskeiðunum. Það sé því afar spennandi að fá að sýna með kennurunum sínum. „Svo er líka fólk sem hefur lært í útlöndum. Fólkið sem stofnaði sirkusinn er með þannig þetta er gott samansafn að sirkuslistafólki.“ Menning Reykjavík Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira
„Fjölskyldusýningin er fyrir alla. Þar ættu allir að finna eitthvað við hæfi,“ segir Sirrý Fjóla Þórarinsdóttir sirkuslistamaður. Sýning er ein klukkustund og 45 mínútur og hentar breiðum aldurshópi að sögn Sirrýjar. Hlé er í miðri sýningu og þannig tækifæri til að standa upp. „Ég held þetta henti ungum sem öldnum, það er frítt fyrir tveggja ára og yngri.“ Unnið var að því í vikunni að koma sirkustjaldinu. Áhorfendapallar komu upp í gær og sviðið verður sett upp í dag. Sirkusinn safnaði fyrir tjaldinu fyrir ellefu árum. Sirrý Fjóla segir það hafa verið algjöran leikbreyti að fá tjaldið. Sirrý segir töfrandi að sitja á sýningunni inni í tjaldinu. Sirkus Íslands „Það var mikill leikbreytir fyrir sirkus á Íslandi að fá tjaldið. Þetta verður svo ekta fyrir áhorfandann að vera inni í sirkustjaldi, og gerir þetta meira grand. Tjaldið hefur nýst mjög vel og það er svo töfrandi og ævintýralegt að sýna inni því.“ Sumir hafi sirkusinn að atvinnu Alls eru fjórtán að sýna í Sirkusnum og dagskráin afar fjölbreytt. Til dæmis verði línudans, jöggl, húlla, loftfimleikar og trúðar. „Þetta er mjög fjölbreytt. Það er alltaf eitthvað spennandi og allavega eitt atriði sem er mjög hættulegt. Öll atriðin eru með einhverja áhættu, annars væri þetta ekki spennandi, en ég mæli ekki með að fólk geri það heima sem við gerum þarna.“ Hún segir misjafnt hvort fólk vinni við sirkuslistir allt árið eða hvort þau komi aðeins inn á sýningunum. „Sumir eru að sýna á útihátíðum, í leikskólum og víðar allan ársins hring. Svona stór sýning er aðeins á sumrin,“ segir hún og að sýningin fari ekkert á flakk á þessu ári, heldur verði aðeins í Vatnsmýrinni. Sirrý á línunni. Aðsend Fyrsta sýning er á föstudag og verður svo á laugardag og sunnudag. Tekin er svo pása til fimmtudags og sýnt til sunnudags. Alls eru ellefu fjölskyldusýningar og þrjár skinnsemissýningar. Spennandi að sýna með kennaranum sínum Sirrý Fjóla byrjaði að æfa sirkus átta ára gömul og hefur ekki hætt síðan. Í dag er hún 21 árs og er línudansari í sirkusnum. Samhliða sirkus æfði hún fimleika sem hún segir hafa verið góðan grunn og farið á dansnámskeið. „Ég er aðallega að gera trikk á línunni. Labba og gera trikk, það er mitt sérsvið. Fimleikarnir koma sterkir þarna inn. Ég hef alltaf haft gaman af því sem er smá öðruvísi og skrítið. Þetta er eins og ævintýri að fá að sýna í sirkus.“ Hún segir einn annan hafa verið á námskeiði í sirkus og í hópnum sem sýni í ár sé fólk sem var að kenna á námskeiðunum. Það sé því afar spennandi að fá að sýna með kennurunum sínum. „Svo er líka fólk sem hefur lært í útlöndum. Fólkið sem stofnaði sirkusinn er með þannig þetta er gott samansafn að sirkuslistafólki.“
Menning Reykjavík Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira