Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Lovísa Arnardóttir og Auðun Georg Ólafsson skrifa 11. júlí 2025 14:52 Lögreglan á Suðurnesjum og Tollgæslan ræddu við fólk á leið til landsins sem þau töldu möguleg fórnarlömb mansals. Vísir/Vilhelm Einn karlmaður var handtekinn í umfangsmiklum alþjóðlegum aðgerðum íslenskra lögreglu um mansal á Íslandi. Maðurinn sem var handtekinn gekkst undir sektargerð vegna vændiskaupa. Hann var handtekinn á vettvangi þegar lögregla fylgdist með húsnæðinu. Lögregla fann í aðgerðunum 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi. Nær allir þolendur eru konur og mikill meirihluti var seldur í vændi. Meirihluti var frá Rúmeníu en þolendur voru einnig frá Kólumbíu, Paragvæ, Malasíu, Bretlandi, Portúgal, Kína, Nígeríu og Gana. Fóru á heimili og ræddu við fólk á leið til landsins Gunnar Axel Davíðsson, lögreglufulltrúi stýrði aðgerðum lögreglu á Íslandi. Hann segir að um tuttugu lögreglu- og tollgæslumenn hafi tekið þátt í aðgerðunum sem fóru fram 1. til 6. júní. Lögreglan fór á þriðja tug staða eða heimila og framkvæmdi handahófskennda athugun á Keflavíkurflugvelli á 250 manna úrtaki sem var að koma til Íslands. „Það var farið í greiningarvinnu og skoðað hver gætu verið möguleg fórnarlömb mansals og þau könnuð.“ Hvað varðar heimsóknir skoðaði lögreglan heimilisföng í auglýsingum og heimsóttu þau. „Við förum bara og mælum okkur mót við vændiskonur, ræðum við þær og bjóðum fram aðstoð ef þær vilja aðstoð frá lögreglu. Ef þær þiggja aðstoðina þá eru þær sendar í Bjarkarhlíð.“ Lögreglan tók þátt í sams konar verkefni í fyrra. Gunnar segir tölurnar sambærilegar en fjöldann þó aðeins meiri í ár. „Það voru 32 vændiskonur heimsóttar í fyrra þannig að það er aðeins aukning núna. Þetta hefur verið svipaður fjöldi síðustu ár eftir að merkjanlegur fjöldi vændiskvenna jókst verulega í Reykjavík 2023.“ Fimmtíu starfandi í Reykjavík Hann segir miðað við þessa rannsókn geri lögreglan ráð fyrir að um fimmtíu konur séu starfandi við vændi á hverjum tíma í Reykjavík. Hvar eru þessi vændishús, eru þau út um alla borg? „Já, það má segja það en þetta er helst í kringum miðbæinn. Þegar við fórum í þessar aðgerðarviku voru 460 virkar auglýsingar á einni netsíðu en svo eru samfélagsmiðlar notaðir líka,“ segir Gunnar og að til skoðunar hafi verið hótelherbergi og herbergi sem hafi verið til leigu á Air-Bnb. Þekkt sé að konurnar færi sig á milli staða til að forðast afskipti yfirvalda. „Það er grunur um að þessar vændiskonur séu undir hælnum á skipuðum glæpasamtökum. Þó þær neiti fyrir það þegar við hittum þær í fyrsta skipti. Það er þekkt í þessum málum að það þarf að byggja upp traust til að fá einstaklinga til að tala við okkur. Fólk er ekki tilbúið til að tala strax.“ Hræddar við að þiggja aðstoð Gunnar segir konurnar margar ekki hafa viljað þiggja aðstoð. „Þær voru ekki mjög viljugar til að þiggja aðstoð, hvað veldur því er erfitt að segja til um hvort það sé hræðsla eða annað. Það var ein sem þáði aðstoð en bakkaði síðan út úr því.“ Hann segir þetta erfið málað rannsaka því það sé erfitt að sanna þau. Lögreglunni skorti mannafla til að geta skoðað einnig þá sem eru að kaupa vændi. Í þessum aðgerðum hafi markmiðið verið að reyna að komast að því hversu margar konur selji vændi á Íslandi og séu þolendur mansals. Hann segir erfiðara að nálgast þær þegar lögreglan handtekur kaupendur. „Hugmyndin er að bjóða þeim aðstoð ef þær vilja þiggja hana.“ Lögreglumál Mansal Vændi Keflavíkurflugvöllur Reykjavík Suðurnesjabær Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Lögregla fann í aðgerðunum 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi. Nær allir þolendur eru konur og mikill meirihluti var seldur í vændi. Meirihluti var frá Rúmeníu en þolendur voru einnig frá Kólumbíu, Paragvæ, Malasíu, Bretlandi, Portúgal, Kína, Nígeríu og Gana. Fóru á heimili og ræddu við fólk á leið til landsins Gunnar Axel Davíðsson, lögreglufulltrúi stýrði aðgerðum lögreglu á Íslandi. Hann segir að um tuttugu lögreglu- og tollgæslumenn hafi tekið þátt í aðgerðunum sem fóru fram 1. til 6. júní. Lögreglan fór á þriðja tug staða eða heimila og framkvæmdi handahófskennda athugun á Keflavíkurflugvelli á 250 manna úrtaki sem var að koma til Íslands. „Það var farið í greiningarvinnu og skoðað hver gætu verið möguleg fórnarlömb mansals og þau könnuð.“ Hvað varðar heimsóknir skoðaði lögreglan heimilisföng í auglýsingum og heimsóttu þau. „Við förum bara og mælum okkur mót við vændiskonur, ræðum við þær og bjóðum fram aðstoð ef þær vilja aðstoð frá lögreglu. Ef þær þiggja aðstoðina þá eru þær sendar í Bjarkarhlíð.“ Lögreglan tók þátt í sams konar verkefni í fyrra. Gunnar segir tölurnar sambærilegar en fjöldann þó aðeins meiri í ár. „Það voru 32 vændiskonur heimsóttar í fyrra þannig að það er aðeins aukning núna. Þetta hefur verið svipaður fjöldi síðustu ár eftir að merkjanlegur fjöldi vændiskvenna jókst verulega í Reykjavík 2023.“ Fimmtíu starfandi í Reykjavík Hann segir miðað við þessa rannsókn geri lögreglan ráð fyrir að um fimmtíu konur séu starfandi við vændi á hverjum tíma í Reykjavík. Hvar eru þessi vændishús, eru þau út um alla borg? „Já, það má segja það en þetta er helst í kringum miðbæinn. Þegar við fórum í þessar aðgerðarviku voru 460 virkar auglýsingar á einni netsíðu en svo eru samfélagsmiðlar notaðir líka,“ segir Gunnar og að til skoðunar hafi verið hótelherbergi og herbergi sem hafi verið til leigu á Air-Bnb. Þekkt sé að konurnar færi sig á milli staða til að forðast afskipti yfirvalda. „Það er grunur um að þessar vændiskonur séu undir hælnum á skipuðum glæpasamtökum. Þó þær neiti fyrir það þegar við hittum þær í fyrsta skipti. Það er þekkt í þessum málum að það þarf að byggja upp traust til að fá einstaklinga til að tala við okkur. Fólk er ekki tilbúið til að tala strax.“ Hræddar við að þiggja aðstoð Gunnar segir konurnar margar ekki hafa viljað þiggja aðstoð. „Þær voru ekki mjög viljugar til að þiggja aðstoð, hvað veldur því er erfitt að segja til um hvort það sé hræðsla eða annað. Það var ein sem þáði aðstoð en bakkaði síðan út úr því.“ Hann segir þetta erfið málað rannsaka því það sé erfitt að sanna þau. Lögreglunni skorti mannafla til að geta skoðað einnig þá sem eru að kaupa vændi. Í þessum aðgerðum hafi markmiðið verið að reyna að komast að því hversu margar konur selji vændi á Íslandi og séu þolendur mansals. Hann segir erfiðara að nálgast þær þegar lögreglan handtekur kaupendur. „Hugmyndin er að bjóða þeim aðstoð ef þær vilja þiggja hana.“
Lögreglumál Mansal Vændi Keflavíkurflugvöllur Reykjavík Suðurnesjabær Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira