„Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. júlí 2025 22:48 Ásthildur Helgadóttir lék 69 A-landsleiki á sínum tíma fyrir Íslands hönd. Vísir/Ívar Knattspyrnusamband Íslands þarf að leggjast yfir málefni kvennalandsliða Íslands í kjölfar vonbrigða á EM samkvæmt fyrrum landsliðskonu sem er þó óviss um framtíð liðsins. Mikilvægt sé að hafa leikmenn með í ráðum varðandi næstu skref. Ísland lauk leik á EM í gær eftir 4-3 tap fyrir Noregi. Allir þrír leikirnir töpuðust og það í veikasta riðli mótsins samkvæmt styrkleikaröðun FIFA. Landsliðið hefur eftir því sætt gagnrýni og einnig þjálfarinn vegna stefnuleysis og skorts á framþróun. Ásthildur Helgadóttir lék á sínum tíma 69 landsleiki fyrir Íslands hönd og kallaði sjálf eftir naflaskoðun hjá KSÍ hvað kvennafótbolta varðar fyrir tveimur árum síðan en síðan þá hefur ekkert gerst að hennar mati. „Mér finnst þróunin kannski ekki hafa verið eins og við vorum að vona. Þetta, ef ég sletti, „indentity“, eða það sem einkennir liðið, mér finnst það vanta. Góður varnarleikur, barist um hvern bolta, vinna okkar návígi. Mér finnst þetta kannski vanta.“ „Mér finnst það þurfa að sjást svolítið, hvernig viljum við spila, hver eru okkar einkenni. Mér finnst þetta kannski svolítið vanta í liðið okkar í dag.“ Fyrir liggur að forysta KSÍ mun taka stöðufund með þjálfarateymi liðsins og meta stöðu þess upp á framhaldið. Verkefnið sé þó stærra og mikilvægt sé að hafa leikmenn liðsins með í ráðum. „Ég held við þurfum að spyrja okkur þeirra spurninga hvort að við séum að dragast aftur úr. Ég hef verið hrædd um það undanfarin ár að við séum að dragast aftur úr. Við þurfum aðeins að skoða hvað hinir eru að gera í kringum okkur með fjármagn og uppbyggingu á yngri liðum og náttúrulega deildinni hérna heima.“ „Ég held að við þurfum að skoða þetta svolítið heildstætt. Setjast niður með Glódísi, sambandið setjist niður með henni og leikmönnunum eftir mótið. Ekki aðeins þjálfarateyminu. Bara taka gott samtal og skoða hvað er hægt að gera betur. Viðtalið við Ásthildi í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Ásthildur Helgadóttir um landsliðið EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Sjá meira
Ísland lauk leik á EM í gær eftir 4-3 tap fyrir Noregi. Allir þrír leikirnir töpuðust og það í veikasta riðli mótsins samkvæmt styrkleikaröðun FIFA. Landsliðið hefur eftir því sætt gagnrýni og einnig þjálfarinn vegna stefnuleysis og skorts á framþróun. Ásthildur Helgadóttir lék á sínum tíma 69 landsleiki fyrir Íslands hönd og kallaði sjálf eftir naflaskoðun hjá KSÍ hvað kvennafótbolta varðar fyrir tveimur árum síðan en síðan þá hefur ekkert gerst að hennar mati. „Mér finnst þróunin kannski ekki hafa verið eins og við vorum að vona. Þetta, ef ég sletti, „indentity“, eða það sem einkennir liðið, mér finnst það vanta. Góður varnarleikur, barist um hvern bolta, vinna okkar návígi. Mér finnst þetta kannski vanta.“ „Mér finnst það þurfa að sjást svolítið, hvernig viljum við spila, hver eru okkar einkenni. Mér finnst þetta kannski svolítið vanta í liðið okkar í dag.“ Fyrir liggur að forysta KSÍ mun taka stöðufund með þjálfarateymi liðsins og meta stöðu þess upp á framhaldið. Verkefnið sé þó stærra og mikilvægt sé að hafa leikmenn liðsins með í ráðum. „Ég held við þurfum að spyrja okkur þeirra spurninga hvort að við séum að dragast aftur úr. Ég hef verið hrædd um það undanfarin ár að við séum að dragast aftur úr. Við þurfum aðeins að skoða hvað hinir eru að gera í kringum okkur með fjármagn og uppbyggingu á yngri liðum og náttúrulega deildinni hérna heima.“ „Ég held að við þurfum að skoða þetta svolítið heildstætt. Setjast niður með Glódísi, sambandið setjist niður með henni og leikmönnunum eftir mótið. Ekki aðeins þjálfarateyminu. Bara taka gott samtal og skoða hvað er hægt að gera betur. Viðtalið við Ásthildi í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Ásthildur Helgadóttir um landsliðið
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Sjá meira