„Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. júlí 2025 00:21 Gunnar Smári Egilsson segist hvergi hafa komið nálægt samræði Karls Héðins Kristjánssonar, ritara framkvæmdarstjórnar Sósíaliflokksins, við barnunga stúlku árið 2017. Karl haldi áfram linnulausri rógsherferð sinni og máli sjálfan sig upp sem fórnarlamb í sögunni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Gunnars Smára frá því um tíuleytið þar sem hann bregst við færslu Karls Héðins sem birtist um fimmleytið í dag. Karl opinberaði þar ástarsamband sitt við sextán ára austurríska stúlku árið 2017 þegar hann var sjálfur 22 ára. Sambandið varð til þess að Karl sagði sig úr stjórn Ungra Pírata árið 2017 en hann segist greina frá því nú vegna þess að Gunnar Smári hafi ýjað að því í opinberri umræðu og þrýst á Karl að greina frá því. Gunnar Smári hafnar þessu og segist einungis hafa spurt Karl Héðin út í það hvers vegna hann sagði sig úr stjórn Ungra Pírata. „Hann blandar mér í þessa frásögn í von um samúð“ „Eins og þið hafið kannski tekið eftir hef ég mátt þola linnulausa rógsherferð mánuðum saman frá Karli Héðini Kristjánssyni og Sæþóri Benjamín Randalssyni í undirbúningi þeirra að yfirtöku á Sósíalistaflokki Íslands. Og þótt þeir og áhangendur þeirra hafi náð kjöri í stjórnir flokksins hefur þessi herferð haldið áfram, enda fátt sem sameinar hópinn annað en heift og rógur. Og þessu ætlar seint að linna,“ skrifar Gunnar Smári í færslunni. Gunnar segir Karl Héðin hafa skrifað sína útgáfu af því hvers vegna hann var beðinn um að segja sig úr stjórn Ungra Pírata fyrir nokkrum árum. Þar komi fram að formaðurinn hafi beðið Karl að segja af sér vegna „samræðis hans við barnunga stúlka á æskulýðsmóti“. „Og Karl Héðinn reynir að tengja mig við þessa atburði, lætur sem hann sé að segja frá nú vegna þess að ég hafi spurt hann um ástæður þess að hann hafi verið beðinn að segja sig úr stjórninni. Nú er það rétt, að ég spurði hann um ástæðurnar í kommenti á Facebook undir status hans um villimennsku og sósíalisma,“ skrifar Gunnar Smári. „En ég var ekki í Pírötum, ekki í stjórn Ungra Pírata, ekki á æskulýðsmótinu og kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna. Hann blandar mér í þessa frásögn í von um samúð, eins og hann sé fórnarlambið í þessari sögu en ekki stúlkan.“ Rifjar upp annað mál Gunnar Smári segist sambærilega atburðarás hafa farið af stað „þegar skjáskot af kynlífs-stefnumótasíðu voru birt í vor þar sem Sæþór Benjamín virtist vera að reyna að lokka barnungan dreng til kynlífsathafna“. „Skjáskotin höfðu legið á Netinu í rúmt ár, en Sæþór hélt því samt fram að þau væru birt nú vegna þess að hann hefði verið kjörinn formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Sæþór hélt því líka fram að skjáskotin hefðu verið fölsuð til að koma á hann höggi vegna þessa starfs, þótt skjáskotin hefðu birst meira en ári áður en hann tók við starfinu,“ skrifar Gunnar Smári. „Áhangendur Sæþórs hafi viljað tengja þetta mál við mig og mikinn meirihluta félaga í Sósíalistaflokknum sem eru ósáttir við nýja stjórn flokksins og hversu óhönduglega nýjar stjórnir stýra flokknum, látið í það skína að skjáskotin megi rekja til deilna innan flokksins.“ Gunnar Smári hvetur fólk til að láta það ekki eftir Sæþóri og Karli Héðni að færa vanda sína yfir á annað fólk. „Karl Héðinn verður að segja frá ástæðum þess að hann sagði sig úr stjórn Ungra Pírata án þess að reyna að koma einhverri sök á sinni hegðun yfir á mig. Og Sæþór verður að fjalla um sín mál án þess að halda því fram að þau séu hluta af pólitískum deilum, sem þau augljóslega eru ekki,“ skrifar Gunnar Smári. Færslu Gunnars Smára má lesa í heild sinni hér að neðan: Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Gunnars Smára frá því um tíuleytið þar sem hann bregst við færslu Karls Héðins sem birtist um fimmleytið í dag. Karl opinberaði þar ástarsamband sitt við sextán ára austurríska stúlku árið 2017 þegar hann var sjálfur 22 ára. Sambandið varð til þess að Karl sagði sig úr stjórn Ungra Pírata árið 2017 en hann segist greina frá því nú vegna þess að Gunnar Smári hafi ýjað að því í opinberri umræðu og þrýst á Karl að greina frá því. Gunnar Smári hafnar þessu og segist einungis hafa spurt Karl Héðin út í það hvers vegna hann sagði sig úr stjórn Ungra Pírata. „Hann blandar mér í þessa frásögn í von um samúð“ „Eins og þið hafið kannski tekið eftir hef ég mátt þola linnulausa rógsherferð mánuðum saman frá Karli Héðini Kristjánssyni og Sæþóri Benjamín Randalssyni í undirbúningi þeirra að yfirtöku á Sósíalistaflokki Íslands. Og þótt þeir og áhangendur þeirra hafi náð kjöri í stjórnir flokksins hefur þessi herferð haldið áfram, enda fátt sem sameinar hópinn annað en heift og rógur. Og þessu ætlar seint að linna,“ skrifar Gunnar Smári í færslunni. Gunnar segir Karl Héðin hafa skrifað sína útgáfu af því hvers vegna hann var beðinn um að segja sig úr stjórn Ungra Pírata fyrir nokkrum árum. Þar komi fram að formaðurinn hafi beðið Karl að segja af sér vegna „samræðis hans við barnunga stúlka á æskulýðsmóti“. „Og Karl Héðinn reynir að tengja mig við þessa atburði, lætur sem hann sé að segja frá nú vegna þess að ég hafi spurt hann um ástæður þess að hann hafi verið beðinn að segja sig úr stjórninni. Nú er það rétt, að ég spurði hann um ástæðurnar í kommenti á Facebook undir status hans um villimennsku og sósíalisma,“ skrifar Gunnar Smári. „En ég var ekki í Pírötum, ekki í stjórn Ungra Pírata, ekki á æskulýðsmótinu og kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna. Hann blandar mér í þessa frásögn í von um samúð, eins og hann sé fórnarlambið í þessari sögu en ekki stúlkan.“ Rifjar upp annað mál Gunnar Smári segist sambærilega atburðarás hafa farið af stað „þegar skjáskot af kynlífs-stefnumótasíðu voru birt í vor þar sem Sæþór Benjamín virtist vera að reyna að lokka barnungan dreng til kynlífsathafna“. „Skjáskotin höfðu legið á Netinu í rúmt ár, en Sæþór hélt því samt fram að þau væru birt nú vegna þess að hann hefði verið kjörinn formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Sæþór hélt því líka fram að skjáskotin hefðu verið fölsuð til að koma á hann höggi vegna þessa starfs, þótt skjáskotin hefðu birst meira en ári áður en hann tók við starfinu,“ skrifar Gunnar Smári. „Áhangendur Sæþórs hafi viljað tengja þetta mál við mig og mikinn meirihluta félaga í Sósíalistaflokknum sem eru ósáttir við nýja stjórn flokksins og hversu óhönduglega nýjar stjórnir stýra flokknum, látið í það skína að skjáskotin megi rekja til deilna innan flokksins.“ Gunnar Smári hvetur fólk til að láta það ekki eftir Sæþóri og Karli Héðni að færa vanda sína yfir á annað fólk. „Karl Héðinn verður að segja frá ástæðum þess að hann sagði sig úr stjórn Ungra Pírata án þess að reyna að koma einhverri sök á sinni hegðun yfir á mig. Og Sæþór verður að fjalla um sín mál án þess að halda því fram að þau séu hluta af pólitískum deilum, sem þau augljóslega eru ekki,“ skrifar Gunnar Smári. Færslu Gunnars Smára má lesa í heild sinni hér að neðan:
Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira